Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 10
----------------------------------------------------------------------------s og því öryggisleysi, sem nú ríkir um heim allan, og á þó eftir að verða enn meira. Bandaríkin og Súez. Af tveim þeirra þjóða, sem tilheyrt hafa Brezka samveldinu, höfðu Bandaríkjamenn sérlega náin og mikil afskipti, meðan verið var að losa þau úr tengslum við Breta: Indland og Egiptaland. Hér skulu ekki af- skiptin af Indlandi gerð að umtalsefni, en nokkuð vikið að Egiptalandi, sérstaklega að því er snertir Súezskurðinn. Bretar voru mjög ófúsir á að fara með herlið það frá Súezsvæðinu, sem þar hafði verið síðan 1888, til þess að gæta þess að siglingar um skurðinn væru frjálsar. Súezskurður- inn er lífæð Brezka samveldisins, því að um hann fer svo til öll sigling milli brezku landanna í Asíu, Ástralíu og Nýja Sjálands. Súezskurðurinn var ekki byggður af Egiptum einum, eða fyrir egipzkt fé, og þeir hafa aldrei haft stjórn hans á hendi. Um hann gilti sérstakur samningur og eru 12 ár enn eftir af samningstímabilinu. Egiptaland var orðið, og gat verið áfram, fullkomlega sjálfstætt ríki, þótt Súezskurðurinn væri rekinn af alþjóðafélagi og hans gætt af brezkum her. Það var því fyrirsláttur einn, að umráðin yfir honum væru nokkurt aðalatriði í sambandi við sjálfstæði Egiptalands. Þannig er til dæmis Finnland alveg sjálfstætt ríki og nýtur fullrar virðingar og viðurkenningar allra þjóða, þó að Rússar hafi sérstakan veg í gegnum landið, til afnota fyrir sig, samkvæmt sérstök- um samningi milli þessara þjóða. En Bandaríkin lögðu höfuðáherzlu á það, að Bretar létu skurðinn af hendi við Egipta og umfram allt að þeir flyttu herlið sitt þaðan. Bretum var lofað öruggum stuðningi Bandaríkj- anna, ef Egiptar héldu ekki öll gefin loforð um Súez, eða ef siglingar um skurðinn væru hindraðar af einhverjum. Bretar treystu þessum loforð- um Bandaríkjanna og Egipta, og fæsta mun hafa órað fyrir því, að þau yrðu svo skjótlega svikin, sem raun varð á. En um leið og Bretar yfirgáfu Súez og afhentu Egiptum herstöðvamar þar og mannvirkin, hófst innflutningur rússneskra „sérfræðinga" og her- fræðinga og nokkru síðar opinber vopnasala til Egipta frá Rússlandi og Tékkóslóvakíu. Var á þetta bent í Bretlandi þá þegar, og menn vonuðu að Bandaríkjunum tækist að koma í veg fyrir að Egiptar gengju í fullkomið hernaðarbandalag við Rússa. En svo varð ekki. Bandaríkin gerðu lítið sem ekkert til að hindra hina óheillavænlegu þróun í Egiptalandi. Og þegar þau, eftir miklar vangaveltur, loks neituðu um lán í hina svo- nefndu Asvanstíflu, varð sá atburður til þess — að minnsta kosti á yfir- ____________________________________________________________________________< 8 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.