Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 26
r-----------------------------------------------—---------------------\ Vesten tager fejl! í einu Kaupmannahafnarblaðanna birtist mjög svo athyglisverð grein í byrjun nóvembermánaðar s. 1. og nefnist hún: Vesten tager fejl! Grein þessi er rituð eftir viðtal við pólskan iitlaga, sem dvelur á Norður- löndum og var hann að koma af bændaþingi sem landflótta bændur úr leppríkjum Rússa höfðu efnt til í París. Samtök þeirra nefnast Intemat- ional Peasant Union, og halda þau þing árlega. Þingið í París sátu nú yfir 300 menn frá öllum leppríkjum Rússa í Evrópu. Pólverji þessi lét ummælt á þessa leið: „Vesturlöndum skjátlast, ef þau líta svo á, að atburðir síðustu daga austan járntjalds séu veikleikamerki á Rússum. Okkur er ljóst, að ráðamennimir í Moskvu hafa svo að kalla alveg haft tilsjón með atburðunum, jafnframt því sem okkur er ljóst, að atburð- irnir hafa að vissu leyti gerzt fyrir bein álirif frá Moskvu. Höfðingjarnir í Kreml vúa að lokaþátturinn er nú hafinn. Þeir hafa einnig lengi vitað að óánægjan í leppríkjunum fór dagvaxandi. Það sem þeir hafa stefnt að hefir verið að fá áþreifanlegar sannanir fyrir þessari óánægju, sem ekki bar svo mikið á á yfirborðinu, en ólgaði alls staðar undir, til þess að fá tæki- færi til að einangra þessa „ótryggu“ aðila og síðan að útrýma þeim. Poznan- óeirðimar og réttarhöldin út af þeim voru byrjunin. I marga mánuði áður, hafði þá gætt mikillar bjartsýni, sem ekki var amast við af Rússum. Menn litu bjartari augum til framtíðarinnar og Rússar lyftu undir þá bjartsýni með ýmsum hætti. í Póllandi varð að slaka eitthvað á. Aðstaða Rokosssow- skys marskálks var orðin óþolandi og ýmiskonar tilslakanir voru nauðsyn- legar. Rokossowsky var látinn víkja, en við Orhob, sem kallaður hefur verið „skuggi Moskvu“, var ekki hreyft, þó er hann viðurkenndur sem einn af áköfustu Stalinistum austan tjalds. Á liinu innra skipulagi varð engin breyting. Athyglisvert er að útvarpið í Warsjá hvatti Ungverjaland fyrir nokkm til að hefjast einnig handa, og Warsjárútvarpið hefir skýrt greinilega frá atburðunum í Ungverjalandi, þó annars staðar væri um þá þagað. Hvers vegna? Vegna þess að Rússar töldu sig hafa vald á atburða- rásinni. Gomulka var aðgerðarlaus. En Nagy var það ekki. Verkefnið var honum ofviða. Rúsar biðu lengi, áður en þeir hófu bein afskipti. Að vísu réttu þeir stjórninni hjálparhönd hingað og þangað, þar sem mest þurfti við, til þess aðeins að sýnast, því þeirra ætlan var fyrst og fremst að slá föstu hvað raunverulega væri á seyði. Og um leið og Moskva var viss um hvað væri að gerast, voru skriðdreka hersveitir sendar inn í landið. Sovíetstjórn- in vissi að það skref mundi valda henni álitshnekki úti um heim, en í leppríkjunum var það merki þess að ekki þýddi að efna til slíkra ævin- týra, — sigur á þeim vettvangi væri vonlaus.“ V_____________________________________________________________________J 24 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.