Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 38

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 38
sjúkum og særðum. (Lúk. 10.) Mæður þarfnast sérstakrar aðstoðar og um- hyggju þegar þær fæða böm. En þegar bezt lætur geta læknarnir aðeins að- stoðað náttúruna. Guð einn getur lækn- að. Þegar hættulegir sjúkdómar, eins og krabbi, æxli eða berklar taka sér bólfestu í líkamanum er lítið gagn að meðölum. Vér getum metið að verðleikum þá hjúkrun, sem æft fólk lætur sjúkum í té, en til þess að losna við líkamleg mein verðum vér að snúa oss til Guðs, af öllu hjarta; traust á meðölum nægir þar ekki. Þetta á ekki sízt við um þá, sem áður hafa treyst Guði, eins og greinilega kem- ur fram í frásögn II. Kronikubókar, 16. kap. 12—13 v., um Asa, sem hafði trúað á Guð í mörgum efnum, en vantreysti honum til að lækna sig, þegar hann varð veikur. Biblían segir oss, hver af- leiðing þessarar villu varð. Hann dó. „Á þrítugasta og níunda ríkisári sínu gjörðist Asa fótaveikur og varð sjúkleiki hans mjög mikill. En í sjúkleik sínum leitaði hann ekki Drottins, heldur lækn- anna. Og Asa lagðist til hvíldar hjá feðr- um sínum.“ III. kafli. Hindranir á lækningum. Vér verðum að gera oss fulla grein þess, að vér fáum aðeins lækningu af náð Guðs fyrir trúna. Ekkert, sem vér kunn- um að gera, getur læknað oss, fremur en nokkuð, sem vér gerum, getur frels- að oss. Eigi að síður er augljóst mál, að fólk gerir ýmislegt, sem hindrar frelsun þess, og á sama hátt gerir það einnig margt, sem hindrar að það hljóti lækn- ingu. Sá einn er sannur trúmaður, sem hefur hreina samvizku af öllum mis- gjörðum gegn Guði og mönnum. Synd- arinn getur farið algerlega á mis við hina raunverulegu frelsun, vegna þess að hann vill ekki gjöra vilja Guðs. Kristinn maður getur nákvæmlega eins farið gersamlega á mis við lækninguna, vegna þess að hann vill ekki hlýðnast Guði á einhverju sviði. En látum oss fyrst hugleiða stöðu vora í líkama Krists og hverju sú staðreynd veldur um lækn- ingu vorra líkamlegu meina. Sundurgieinum ei líkama Drottins. Hér er átt við samfélagið í Kristi. Það hefur komið í ljós, að sé trúin á Krist fyrir hendi, þá fá menn lækningu sam- stundis, hvaða kirkjudeild sem þeir telj- ast til. Og það er meira að segja skoðun þeirra, sem hlotnast hefur náðargáfa lækninganna, að sá hæfileiki sé ekki einungis ætlaður til þess að lækna kristna einstaklinga, heldur allt samfélag Krists — til þess að fram komi sú bæn Krists til Föðurins, þegar hann bað „að þeir séu eitt, eins og við erum eitt“. (Jóh. 17, 22). Það getur ekki verið rúm fyrir sér- trúarflokka meðal þeirra, sem hljóta guðlega lækningu. Hvers vegna eru svo margir sjúkir innan kirkjunnar? Páll skýrir frá ástæð- unni í 11. og 12. kap. I. Korintubréfsins. Vér skulum athuga I. Kor. 11 kap. 29. v., sem er á þessa leið: „Því er sá, sem etur og drekkur óverð- uglega, hann etur og drekkur sjálfum sér til dóms, ef hann gerir ekki greinar- mun á líkama Drottins. Fyrir því eru svo margir sjúkir og krankir á meðal yðar og allmargir deyja (hafa dáið). En ef vér dæmdum um sjálfa oss, yrðum vér ekki dæmdir . . .Fyrir því skuluð þér, bræður mínir, þegar þér komið 36 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.