Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 40
Sonur höfðingja nokkurs lá fyrir dauð- anum (Jóh. 4. 46—54). Jesús sagði: „Þér trúið ekki, nema þér sjáið tákn og stór- merki.“ En höfðinginn var fús til að trúa, hvort sem lækningin gerðist smám- saman eða í einni svipan. Hann tók orð Krists gild: „Sonur þinn lifir.“ Drengn- um batnaði ekki samstundis, en hann fékk heilsu. Hann varð hitalaus á sjö- undu stundu. Sumir ganga möglunar- laust undir hvern uppskurðinn eftir annan, en Jreir missa alla trú, ef Jieir eru ekki læknaðir á svipstundu með þessurn hætti. 3. Sumir koma með sjúklinga til Jiess að sanna hvort trúleysingjar geti læknast. Vér verðum að muna, að Guð sannar sig fyrir þeim trúuðu, en ekki hinum van- trúuðu. Sem dæmi má nefna, að fólk. hefur komið til vor og sagt: „Hér í ná- grenninu er kona, sem á mjög bágt. Sjálf er hún veik í trúnni, en maður hennar er trúleysingi, og allt nágrenn- ið hlær að þessum lækningum. En við lögðum fast að konunni um að leyfa að þér bæðuð fyrir henni. Ef kraftaverk skyldi nú gerast, mundi það áreiðan- lega hafa mikil áhrif hér í byggðarlag- inu.“ Þetta er versta leiðin, sem hægt er að velja, til þess að öðlast gjöf Guðs. Guð er ekkert upp á það kominn, að sanna sig fyrir trúleysingjum. Hann ger- ir tákn og stórmerki. Hann mun halda áfram að gera óteljandi kraftaverk fyr- ir þá, sem trúa, en fyrir trúleysingja gerir hann ekkert. Það er aðeins um tvennt að velja: „að trúa og lifa“ eða „efast og deyja.“ Jesús hafði gert mikla hluti í borginni Betsaídu. Þaðan voru sumir af fremstu lærisveinum hans — Pétur, Andrés og Filippus. En borgar- búar höfðu haldið fast við hroka sinn og trúleysi. Jafnvel í Sódómu og Gó- morru hefðu menn iðrast, og ennfrem- ur í Týrus og Sídon, hefðu þeir séð þau kraftaverk, sem gerðust í Betsaídu. Jesús kvað upp áfellisdóm yfir borginni fyrir vantrúna (Matth. 11, 20—24). Og takið nú vel eftir: Þegar Jesús kom aftur til Betsaídu, neitaði hann að gera krafta- verk þar. Blindi maðurinn, sem færður var til hans, var borinn út fyrir borgina og fékk lækninguna þar. Og svo mettað var loftið umhverfis borgina af van- trúnni, að Kristur þurfti að biðjast fyrir tvisvar áður en maðurinn varð albata og sá alla hluti glöggt. Ekki vildi Krist- ur framkvæma fleira til vitnisburðar í Betsaídu; reynslutími hennar var lið- inn (Mark. 8, 22). 4. Sumir treysta óafvitandi dálítið á eigin verðleika. Vér megurn ekki gleyma því, að lækningin fæst einungis fvrir náð Guðs. „Fyrir benjar hans urðum vér heilir.“ Vér gerum hluti, sem geta hindrað lækningu vora, og getum einn- ig gert hluti, sem flýta fyrir því, að vér fáum lækningu, en vér getum ekkert gert, sent orsaki Jtað, að vér verðsktdd- um lækningu. Sumir, sem treysta ef til vill óafvitandi lítið eitt á eigin verð- leika, komast inn á lækningaleiðina. Vér erum ekki læknaðir vegna þess t. d„ að vér höfum verið trúboðar í 30 ár. Vér erum ekki læknaðir vegna Jtess að vér höfum Jtjáðst mikið eða erum komn- ir að dauða. Oss er ekki heldur líknað fyrir það, að vér höfum fært miklar fórnir fyrir málefni Krists. Guð gleymir að vísu ekki Jtví, sem vér gerum af kær- leika til hans, en vér verðum að muna, að frelsun vor og lækning fæst eingöngu fyrir verk, sem lokið er. Vér höfum enga aðra verðleika en þá, að vér erum end- urleyst Guðs börn og þess vegna hæf til 38 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.