Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 29
' --—------------------------------------------------------------------s var beitt. Kommúnisminn bjó sér — með aðstoð hins pólitíska zíonisma — til andstæðu, nazismann, sem. varð ógn við allar þjóðir Evrópu. Loks kom þar, að Rússar og Þjóðverjar skiptu með sér Póllandi og öllum öðrum smáríkjum, sem voru á áhrifasvæði þeirra. En þá var eftir að eyðileggja þýzka herinn og Þýzkaland sjálft. Það var gert með árás Þjóð- verja á Rússland í júnímánuði 1941. Tortíming þýzka hersins þýddi alræði Rússa yfir meginlandi Evrópu. Markinu var náð með friðarsamningunum í Potsdam 1945, þegar Tru- man Bandaríkjaforseti og Attlee forsætisráðlierra Breta samþykktu skipt- ingu Þýzkalands og fluttu burt hinn ameríska og brezka her, áður en nokkuru ríki í Austur-Evrópu var tryggt sjálfstæði. Hlutur Sovétríkjanna varð heldur ekkert smáræði, þegar upp var gert: Auk allra þeirra tíu ríkja, sem að framan eru talin, var því afhent hálft Þýzkaland og sneið af Finnlandi, og fullkomið neitunarvald í samtökum Sameinuðu þjóðanna. Þar á ofan voru því síðar fengin yfirráð yfir Ytri- Mongólíu, hálfri Kóreu og loks öllu Kínaveldi nema Formósu. Og hverjir stóðu að þessari afhendingu? Hverjir brugðust algerlega smáþjóðunum í Mið- og Austur-Evrópu, þegar mest reið á að veita þeim lið og frelsa þær? Það voru einkum tveir aðilar: Bandaríki Norður-Ame- ríku, það mikla land frelsis og framfara, og alþýðuflokkurinn í Bretlandi, sem, þótt undarlegt sé, er einnig nú á sömu línu og Bandaríkin. ★ Hvernig lítur svo hliðstæðan út í dag? Höfuðvígi hins frjálsa heims er nú í Ameríku — Bandaríkjunum —, eins og áður var í Þýzkalandi. Bandaríkin eru því það ríki, sem Rússar þurfa að leika á sama hátt og þeir léku Þýzkaland. Milli Bandaríkjanna og Rúss- lands (þ. e. Sovétríkjanna með leppríkjum) liggur nú í dag röð frjálsra ríkja. Þessi ríki eru Norðurlönd, Bretland, Vestur-Þýzkaland, Frakkland, Belgía, Holland og Ítalía — álíka mörg og áður lágu milli Rússlands og Þýzkalands. Til þess að mylja þessi ríki undir sig, þurfa Rússar að fá aðstoð Banda- ríkjanna, eins og þeir þurftu í síðustu styrjöld aðstoðar Þýzkalands við að ná Austur- og Mið-Evrópuríkjunum undir yfirráð sín. Þá var látið líta svo út, sem aðalfjandskapurinn væri ávallt milli hins nazistiska Þýzkalands og hins kommúnistiska Rússlands. Þó skarst aldrei verulega í odda þeirra í milli, og þegar mest á reyndi, stóðu nazistar og kommúnistar sameinaðir, eins og í árásinni á Pólland og skiptingu þess. Og enn er deilt um hvor- um þeirra ógeðslegustu hryðjuverkin frá þeim tíma séu að kenna þar í landi, svo sem morðin í Katynskóginum. Er þetta ekki undarlega líkt nix: Á yfirborðinu er fjandskapurinn aðal- __________________________________________________________________________ DAGRENNING 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.