Dagrenning - 01.12.1956, Page 29

Dagrenning - 01.12.1956, Page 29
' --—------------------------------------------------------------------s var beitt. Kommúnisminn bjó sér — með aðstoð hins pólitíska zíonisma — til andstæðu, nazismann, sem. varð ógn við allar þjóðir Evrópu. Loks kom þar, að Rússar og Þjóðverjar skiptu með sér Póllandi og öllum öðrum smáríkjum, sem voru á áhrifasvæði þeirra. En þá var eftir að eyðileggja þýzka herinn og Þýzkaland sjálft. Það var gert með árás Þjóð- verja á Rússland í júnímánuði 1941. Tortíming þýzka hersins þýddi alræði Rússa yfir meginlandi Evrópu. Markinu var náð með friðarsamningunum í Potsdam 1945, þegar Tru- man Bandaríkjaforseti og Attlee forsætisráðlierra Breta samþykktu skipt- ingu Þýzkalands og fluttu burt hinn ameríska og brezka her, áður en nokkuru ríki í Austur-Evrópu var tryggt sjálfstæði. Hlutur Sovétríkjanna varð heldur ekkert smáræði, þegar upp var gert: Auk allra þeirra tíu ríkja, sem að framan eru talin, var því afhent hálft Þýzkaland og sneið af Finnlandi, og fullkomið neitunarvald í samtökum Sameinuðu þjóðanna. Þar á ofan voru því síðar fengin yfirráð yfir Ytri- Mongólíu, hálfri Kóreu og loks öllu Kínaveldi nema Formósu. Og hverjir stóðu að þessari afhendingu? Hverjir brugðust algerlega smáþjóðunum í Mið- og Austur-Evrópu, þegar mest reið á að veita þeim lið og frelsa þær? Það voru einkum tveir aðilar: Bandaríki Norður-Ame- ríku, það mikla land frelsis og framfara, og alþýðuflokkurinn í Bretlandi, sem, þótt undarlegt sé, er einnig nú á sömu línu og Bandaríkin. ★ Hvernig lítur svo hliðstæðan út í dag? Höfuðvígi hins frjálsa heims er nú í Ameríku — Bandaríkjunum —, eins og áður var í Þýzkalandi. Bandaríkin eru því það ríki, sem Rússar þurfa að leika á sama hátt og þeir léku Þýzkaland. Milli Bandaríkjanna og Rúss- lands (þ. e. Sovétríkjanna með leppríkjum) liggur nú í dag röð frjálsra ríkja. Þessi ríki eru Norðurlönd, Bretland, Vestur-Þýzkaland, Frakkland, Belgía, Holland og Ítalía — álíka mörg og áður lágu milli Rússlands og Þýzkalands. Til þess að mylja þessi ríki undir sig, þurfa Rússar að fá aðstoð Banda- ríkjanna, eins og þeir þurftu í síðustu styrjöld aðstoðar Þýzkalands við að ná Austur- og Mið-Evrópuríkjunum undir yfirráð sín. Þá var látið líta svo út, sem aðalfjandskapurinn væri ávallt milli hins nazistiska Þýzkalands og hins kommúnistiska Rússlands. Þó skarst aldrei verulega í odda þeirra í milli, og þegar mest á reyndi, stóðu nazistar og kommúnistar sameinaðir, eins og í árásinni á Pólland og skiptingu þess. Og enn er deilt um hvor- um þeirra ógeðslegustu hryðjuverkin frá þeim tíma séu að kenna þar í landi, svo sem morðin í Katynskóginum. Er þetta ekki undarlega líkt nix: Á yfirborðinu er fjandskapurinn aðal- __________________________________________________________________________ DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.