Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 27

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 27
------------------------------------------------------------------------- > Margt bendir til þess að hinn pólski útlagi hafi hér rétt að mæla. Hann segir enn fremur: „Atburðir þeir sem orðið hafa í Póllandi og Ungverja- landi eiga ekki að neinu leyti rætur í aðgerðum flóttafólks frá þessum löndum né áskorunum frá því. Hið gagnstæða er raunveruleiki. Útlagarnir hafa alla tíð hvatt til þess að sýna þolinmæði og grípa ekki til örþrifaráða. í leppríkjunum er heldur engin skipulögð neðanjarðarhreyfing, hún getur ekki þrifist vegna þess hve sterk öryggislögreglan er í þessum löndum. Hið eina sem útlaginn bíður eftir að komi er ný heimsstyrjöld, sem ein getur levst vandamál þessara þjóða. Við útlagar vitum að Rússarnir beygja sig aðeins fyrir valdinu, en við óttumst jafnframt afleiðingarnar, ef því verður beitt. Það er flóttafólksins eilífa vandamál.“ Þessi skoðun hins landflótta pólska bónda er verð fyllstu athygli. Hún kemur svo vel heim við margt, sem nú er að gerast. Ein grundvallarkenn- ing hinna miklu samsærispostula kommúnismans og zíonismans er einmitt þessi, að lokka þá í gildrur, sem ekki er treystandi, og láta þá svo hverfa. Þetta er gert innan kommúnistaflokkanna með miklum árangri oft og einatt. Anna Pauker, Raksi, og nú síðast Nagy, eru þar talandi tákn. Hinu sama bragði má með góðum árangri beita gegn smáríkjum, sem ekki eru talin nægilega „trygg“. Nú er búið að kæfa frelsishreyfingu Ungverja í blóði, og nú verða tök- in hert enn meir bæði á einstaklingum og þjóðum fyrir austan tjald. — Og Vesturlönd sitja með hendur í skauti og horfa á. Þau þora hvorki að hreyfa hönd né fót af ótta við nýja heimsstyrjöld. En sú styrjöld kemur fyrr eða síðar, hvað sem hver segir. Verður betra að mæta hinum heiðnu, lituðu þjóðflokkum, þegar búið verður að murka lífið úr öllum hinum hraustu og hugdjörfu smáþjóðum Evrópu? Það er aðeins heimskingi, sem bíður eftir því, að reyna að bjarga lífi sínu, þar til búið er að binda hann á höndum og fótum. En eftir því virðast „hinar frjálsu þjóðir“ bíða nú, undir forustu Bandaríkjanna og Hinna sameinuðu þjóða. Lærdómsríkur samanburður. Það getur verið lærdómsríkt að bera saman sögu liðins tíma og þá atburði, sem eru að gerast á þeim tíma, sem yfir stendur. Fyrir síðustu heimsstyrjöld var svo ástatt í Evrópu, að í vesturhluta álfunnar voru frjálsar þjóðir, sem bjuggu við lýðræðisskipulag. Þar af voru þrjú stórveldi: Bretland, Frakkland og Þýzkaland. Þýzkaland var þá höfuð- vígi hins vestræna frjálsa heims, því að Bandaríkin einangruðu sig frá samvinnu við aðrar vestrænar þjóðir. En milli þessara stórvelda og Sovét- ríkjanna voru mörg smáríki, sem voru sjálfstæð og óháð. Þessi ríki voru: -__________________________________________________________________________J DAGRENNING 2S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.