Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 48

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 48
þyrfti að skapa í augnatóftum hans, en hann hafði verið blindur frá fæðingu. Þess ber að minnast, að maðurinn var skapaður af dufti jarðarinnar. Skapandi trú er vissulega alls megnug. Eðlileg framför er nauðsynleg. 3. Guðleg lækning kernur ekki í stað eðlilegs þroska. Tökum sem dæmi niann, sem ekkert hefur þroskazt andlega fram á tvítugsaldur og er enn á sama vitsmunastigi og tveggja ára barn. Und- ir venjulegum kringumstæðum mundi guðleg lækning ekki breyta honurn svo, að hann fengi á svipstundu vitsmuna- þroska tvítugs maftns. Ef allt géngi að óskum, þyrfti a. m. k. þau 18 ár, sem tapast höfðu, til þess að vinna það upp, því hver maður verður að þroskast and- lega ár frá ári. En vafalaust eru til ein- hver dæmi, þar sem eingöngu hefur ver- ið að ræða um yfirráð ills anda, að lækn- ing hafi tekizt strax og sjúklingurinn komst í eðlilegt ástand, ef vald Satans hefur verið brotið á bak aftur. En þá hefur heilinn líka verið búinn að ná fullum þroska að mestu leyti. 4. Hin guðlega lækningagáfa dregui á engan hátt úr þeirri nauðsyn, að sjúkl- ingurinn trúi sjálfur. Margir eru trú- lausir, eða því sem næst, en sökum þess, að þeir sjá aðra læknast, koma þeir til þess að láta biðja fyrir sér, með einhverri hjátrúarblandinni von um að þeir kunni að hafa eitthvert gagn af því. Páll var vissulega gæddur lækningagáfu, en hann sagði ekki við lamaða manninn í Lýstru: „Stattu uppréttur á fætur þína!“ fyrr en hann sá að maðurinn hafði trú til þess að geta orðið heill. (Post. 14, 8-10). „Trúin kemur af boðuninni, en boð- unin byggist á orði Guðs.“ Þess vegna er kenning orðsins nauðsynleg til þess að efla trú þeirra, sem leita guðlegrar lækningar. Stundum heldur fólk að það sé nóg, að einhver sé gæddur lækninga- gáfu, en sá sjúki þurfi ekkert að búa sig undir lækninguna. Nálega hvert sinn, sem Jesús læknaði, veitti hann þeim sjúka fyrst þá fræðslu, sem við átti. Flesta þeirra, sem annaðhvort vilja ekki eða geta ekki notfært sér hina nauðsynlegu fræðslu, er erfitt að lækna. Vígl. Möller þýddi. 46 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.