Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 64

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 64
fari fram stöðugir árekstrar milli þriggja sterkra afla — eðlishvatarinnar, sjálfsins og yfirsjálfsins. Hið fyrsta er frumkraft- ur einstaklingsins, annað persónuleiki hans og hið þriðja samvizka hans, sem hefur mótast af þeim siðum og venjum, er ríkja í umhverfi hans. Þegar hæfilegt jafnvægi ríkir í þess- ari endalausu baráttu er maðurinn „normal“, að öðrum kosti er hann l)il- aður á taugum. Dr. Edmund Bergler, geðlæknir í New York, heldur því fram, að allt tauga- veiklað fólk sé haldið lineigð til að kvelja sjálft sig og hafi óafvitandi ánægju af vanlíðan sinni. „Þetta fólk,“ segir dr. Bergler, „er andlegir „masoch- istar" — sem reyna að pynta sjálfa sig. Það er að leita að einhverju andlegu lyfi og heldur að það hafi fundið það í þessum pillum. En þar skjátlast því. Pillurnar lækna ekki taugar þess. Flestir geðlæknar eru sammála um, að rétta meðferðin á taugaveikluðu fólki sé að uppræta orsök taugaveiklun- arinnar, en ekki aðeins að breiða yfir ytri einkenni hennar — en það er allt og sumt sem pillurnar gera. Eða eins og einn geðlæknirinn orðaði það: „Þess- ar ,,hugfróunarpillur“ eru ágætar fyrir ættingja og vini, sem þurfa að lifa og starfa með hinu taugaveiklaða fólki; en að hve miklu gagni þær verða hinum sjúku til lengdar er hins vegar mikið vafamál." Dr. Paul H. Hoch, heilbrigðisráðu- nautur New York fylkis er áhyggjufull- ur vegna hinnar gegndarlausu pillu- notkunar. Hann segir: „Við vitum ekki enn nægilega mikið um áhrif þessara lyfja til þess að nota þau eins almennt og gert er við lækningar á taugasjúk- lingum. Við vitum ekki hve langvar- andi áhrif þessara sterku lyfja eru. Það ætti aldrei að nota þau fyrr en tauga- sérfræðingur hefur rannsakað sjúkling- inn mjög nákvæmlega, og þá undir ströngu lækniseftirliti. Dr. Hoch er á sama máli og rnargir aðir, sérfræðingar um það, að nota megi pillur þessar við mjög illa farna tauga- sjúklinga, sem nauðsynlegt sé að hjálpa skjótt yfir örðug áföll. Séu róandi lyf notuð þannig, geta þau bætt líðan sjúk- lingsins meðan verið er að finna orsök taugabilunarinnar með nákvæmari að- ferðum. Bezt er að taugasjúklingar séu undir böndum æfðra geðlækna, sem geta sagt þeim, hvers vegna þeir gera það sem þeir gera.“ En þetta er ókleift af þeirri ástæðu, að í Bandaríkjunum eru ekki nema um 10 þúsund slíkir sérfræðingar. Ennfremur taka svona rannsóknir mjög langan tíma og eru flestum sjúklingum fjárhagslega ofviða. Hóplækningar, þar sem 10—20 sjúklingar bera upp vanda- mál sín við lækninn í sama viðtalstíma, minnka bæði læknaþörfina og kostnað- inn. Sérfræðingar segja, að á flestum minni háttar tilfellum af þessu tagi geti æfður læknir ráðið bót, ef hann gefi sér aðeins tíma til þess að lofa sjúklingn- um að „tala út“ um vandamál sín. Þetta krefst þolinmæði af lækninum — og af sjúklingnum, að hann vilji í raun og veru fá bata. Flestir taugasjúklingar standa gegn langri læknismeðferð. Þeir kjósa heldur að ganga með sjúkdóm sinn. Þeim þykir betra að hrúga í sig pillum. Geðlæknar eiga erfitt með að full- yrða, hve mikið gagn pillurnar geri í raun og veru. Skýrslur segja, að þær eyði áhyggjum 00—75% þeirra sjúklinga, sem taki þær inn. En þeir sem efast um 62 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.