Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 64
fari fram stöðugir árekstrar milli þriggja
sterkra afla — eðlishvatarinnar, sjálfsins
og yfirsjálfsins. Hið fyrsta er frumkraft-
ur einstaklingsins, annað persónuleiki
hans og hið þriðja samvizka hans, sem
hefur mótast af þeim siðum og venjum,
er ríkja í umhverfi hans.
Þegar hæfilegt jafnvægi ríkir í þess-
ari endalausu baráttu er maðurinn
„normal“, að öðrum kosti er hann l)il-
aður á taugum.
Dr. Edmund Bergler, geðlæknir í New
York, heldur því fram, að allt tauga-
veiklað fólk sé haldið lineigð til að
kvelja sjálft sig og hafi óafvitandi
ánægju af vanlíðan sinni. „Þetta fólk,“
segir dr. Bergler, „er andlegir „masoch-
istar" — sem reyna að pynta sjálfa sig.
Það er að leita að einhverju andlegu
lyfi og heldur að það hafi fundið það í
þessum pillum. En þar skjátlast því.
Pillurnar lækna ekki taugar þess.
Flestir geðlæknar eru sammála um,
að rétta meðferðin á taugaveikluðu
fólki sé að uppræta orsök taugaveiklun-
arinnar, en ekki aðeins að breiða yfir
ytri einkenni hennar — en það er allt
og sumt sem pillurnar gera. Eða eins
og einn geðlæknirinn orðaði það: „Þess-
ar ,,hugfróunarpillur“ eru ágætar fyrir
ættingja og vini, sem þurfa að lifa og
starfa með hinu taugaveiklaða fólki; en
að hve miklu gagni þær verða hinum
sjúku til lengdar er hins vegar mikið
vafamál."
Dr. Paul H. Hoch, heilbrigðisráðu-
nautur New York fylkis er áhyggjufull-
ur vegna hinnar gegndarlausu pillu-
notkunar. Hann segir: „Við vitum ekki
enn nægilega mikið um áhrif þessara
lyfja til þess að nota þau eins almennt
og gert er við lækningar á taugasjúk-
lingum. Við vitum ekki hve langvar-
andi áhrif þessara sterku lyfja eru. Það
ætti aldrei að nota þau fyrr en tauga-
sérfræðingur hefur rannsakað sjúkling-
inn mjög nákvæmlega, og þá undir
ströngu lækniseftirliti.
Dr. Hoch er á sama máli og rnargir
aðir, sérfræðingar um það, að nota megi
pillur þessar við mjög illa farna tauga-
sjúklinga, sem nauðsynlegt sé að hjálpa
skjótt yfir örðug áföll. Séu róandi lyf
notuð þannig, geta þau bætt líðan sjúk-
lingsins meðan verið er að finna orsök
taugabilunarinnar með nákvæmari að-
ferðum.
Bezt er að taugasjúklingar séu undir
böndum æfðra geðlækna, sem geta sagt
þeim, hvers vegna þeir gera það sem þeir
gera.“ En þetta er ókleift af þeirri
ástæðu, að í Bandaríkjunum eru ekki
nema um 10 þúsund slíkir sérfræðingar.
Ennfremur taka svona rannsóknir mjög
langan tíma og eru flestum sjúklingum
fjárhagslega ofviða. Hóplækningar, þar
sem 10—20 sjúklingar bera upp vanda-
mál sín við lækninn í sama viðtalstíma,
minnka bæði læknaþörfina og kostnað-
inn. Sérfræðingar segja, að á flestum
minni háttar tilfellum af þessu tagi geti
æfður læknir ráðið bót, ef hann gefi sér
aðeins tíma til þess að lofa sjúklingn-
um að „tala út“ um vandamál sín. Þetta
krefst þolinmæði af lækninum — og af
sjúklingnum, að hann vilji í raun og
veru fá bata. Flestir taugasjúklingar
standa gegn langri læknismeðferð. Þeir
kjósa heldur að ganga með sjúkdóm
sinn. Þeim þykir betra að hrúga í sig
pillum.
Geðlæknar eiga erfitt með að full-
yrða, hve mikið gagn pillurnar geri í
raun og veru. Skýrslur segja, að þær eyði
áhyggjum 00—75% þeirra sjúklinga, sem
taki þær inn. En þeir sem efast um
62 DAGRENNING