Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 45
knýr dyra að nýju. Fleira mætti nefna,
sem mönnum er nauðsynlegt að hafa
í huga eftir að þeir hafa fengið lækn-
ingu.
1. Hverfið ekki aftur í samfélag trú-
leysingja. Vér vitum, að kirkja Krists
felur í sér alla blóði keypta, kristna
menn. Sá, sem læknaður hefur verið, á
að hverfa aftur til kirkju sinnar, vitna
um það, sem Guð hefur fyrir liann gjört
og vinna ötullega fyrir málefni Krists
og ríki Guðs. En sé vitnisburður hans
véfengdur, eða vantrú látin í ljós á guð-
legri lækningu, má ganga að því vísu,
að þar sé hópur manna, sem ekki fyllir
þann flokk, er Biblían kallar sanntrú-
aða. Samneyti og kunningsskapur við
slíka rnenn grefur undan trúnni, og þá
mun vantrúarhneigðin brátt ná valdi
yfir einstaklingnum og dyrnar opnast
fyrir Satan að nýju.
Minnist þess, að Pétur var sterkur í
þjónustunni við Krist, þangað til hann
komst undir áhrif illra manna og tók að
orna sér við eld djöfulsins. Þegar freist-
ingin kom, missti hann fótanna og af-
neitaði Drottni. Það eina, sem bjargaði
Pétri frá afleiðingum villunnar, var
hve fljótt hann veik frá hinum vantrú-
uðu, liin sanna iðrun hans og dýrðleg
fyrirgefning Krists. Yfirgefið hinn
gamla flokk þeirra, sem ekki trúa. Sum-
ir segja: „Ég get ekki sagt skilið við alla
vini mína, sem ég hef þekkt í fjölda ára.“
Þeir, sem þannig tala, vita lítið um
kröfur fagnaðarerindisins og eru ekki
undir það búnir, að biðja Drottin um
lækningu. Jesús sagði: „Vilji einhver
fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér
og taki upp kross sinn og fylgi mér“
(Mark. 8, 34). Og hann sagði líka: „Og
liver sem ekki tekur sinn kross og fylgir
mér eftir, er mín ekki verður" (Matth.
10. 37). Það er góð regla, að gera sér
þess grein, hvaða fórnir það kostar að
fylgja Kristi.
2. Sumir fá lækningu án þess að þeim
sé það ljóst. Til er fólk, sem fær lækn-
ingu, en gerir sér ekki grein fyrir því,
vegna þekkingarskorts. Þetta á sérstak-
lega við um þá, sem hafa haft vefræna
sjúkdóma. Munum að lækningamáttur-
inn ræður fyrst og fremst niðurlögum
þeirra sjúkdóma, sem illir andar valda.
Sé meinsemdin æxli eða krabbi, verður
að koma henn'i úr líkamanum. Við það
getur maðurinn stundum orðið veikur.
Þegar magakrabbi leysist upp, getur það
orsakað miklar þjáningar. Krabbi í inn-
yflum hverfur stundum með þeim
hætti, að sjúklingurinn finnur mikið
til. Allir, sem slíkt kemur fyrir, ættu
að lofa Guð og gleðjast yfir því, að
þeir eru 'að fá heilsuna. Efist menn um
batann á slíkum stundum, er það vís-
asta leiðin til þess að opna djöflinum
líkama sinn aftur. Vér stöndum saman
í stríðinu gegn þeim vonda, og hann
mun hopa af liólmi fyrir oss. Lofgjörð
til Drottins hrekur Satan á flótta. Lof-
gjörðarandinn er hin leynda orsök
margra sigra.
3. Sumir geta ekki varðveitt bata sinn,
vegna þess að þeir brjóta lögmál heil-
brigðinnar.
Þegar Guð hafði gefið ísraelsmönn-
um lækningasáttmálann, gaf hann þeim
sérstök lög um þrifnað, afturbata og
sóttvarnir. Sumir borða of mikið. Aðrir
borða óreglulega. Þeir brjóta almennar
heilbrigðisreglur. Sumir fara út í öfgar.
Aðrir kveina og kvarta og vantreysta
Guði. Enn eru svo þeir, sem geta ekki
stjórnað sjálfum sér, fá iðulega reiði-
köst, eru afbrýðisamir, bitrir, hrokafull-
ir og temja sér óhreinar venjur. Allt
DAGRENNING 43