Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 61

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 61
ROHACOD H. BERG: Pílluæðí nútímaiis Milljónir taugaæstra og óánægðra nianna reyna að losa sig við áhyggjurnar með því að nota daglega róandi pillur. Þótt þær geri oft gagn, eru lækn- amir samt áhyggjufullir. — — Hið nýja þjóðlífs fyrirbæri — að fólk taki inn pillur til þess „að hressa upp á sálina" — getur valdið meiri vand- ræðum en það leysir, um það er lýkur. Geðlæknar eru áhyggjufullir. Þeir vita ekki með vissu, hvort hér hefur verið fundin upp frábær lækningaaðferð, eða hvort almenningur er aðeins á valdi einhverrar ímyndunar. Flestir þeirra telja þó, að þessi nýju, róandi lyf reynist mjög vel á sjúklingum, sem eru svo illa komnir á geðsmunum, að þeir þurfa að fara í sjúkrahús. En margir læknar eru mjög áhyggjufullir vegna þeirra milljóna manna, í öllum stéttum og stöðum, sem daglega hrúga í sig þess- um lyfjum til þess að svæfa raunveru- legar og ímyndaðar áhyggjur. Sérfræðingar segja að fjölda þeirra, sem famir eru að taka inn þessar „sælu- pillur“ myndi líða betur, ef þeir temdu sér sjálfsaga og horfðust í augu við erfið- leikana, í stað þess að flýja undan þeim og leita huggunar í hnefafylli af pillum. Dr. John C. Whitehorn, prófessor í geð- lækningum við Hopkins háskólann í Baltimore, hefur orðað það sem flestir geðlæknar halda fram, á þessa leið: „Áhyggjur að vissu marki eru blessun." Hann segir ennfremur: „Fólk þarf að ganga á hólm við erfiðleikana til þess að verða þroskaðir einstaklingar." Gott dæmi þessu til sönnunar er sag- an um ungan framkvæmdastjóra í Holly- wood, sem samkvæmt skipun húsbónda síns átti að flytja ræðu fyrir hóp af mikils metnum sýningarmönnum. Ungi maður- inn vissi að framtíð sín mundi að miklu leyti fara eftir því, hvernig honum tæk- ist í þetta sinn, og hann fór að fjasa og kveina yfir því, hve erfitt væri að búa sig undir ræðuna. Þegar kona hans sá hve illa honum leið, laumaði hún til hans nokkrum róandi pillum, sem hún hafði fengið hjá vinkonu sinni. Áhrif þeirra voru undursamleg — áhyggjurnar fuku út í veður og vind. Þegar örlaga- stundin rann upp var hann ekki enn farinn að undirbúa ræðuna, en steig upp í ræðustólinn, eins og ekkert hefði í skor- ist, og lét það fjúka, sem honum datt í hug. Ræðan var tóm vitleysa, en ungi maðurinn hafði ekki hugmynd um að hann hefði gert sig að fífli og gekk með sigurbrosi til sætis síns. Önnur hætta sem getur stafað af þess- um pillum er sú, að þær valdi þunglyndi. Sumir áhyggju-sjúklingar eru ofsalega kátir annað veifið, en hitt alveg örvingl- aðir. Þessi róandi lyf lægja að vísu ofs- DAGRENNING 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.