Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 11
—
borðinu — að Nasser lýsti yfir „þjóðnýtingu" á Súezskurði, og sveik þannig
á einum degi alla þá „vináttu-samninga", sem gerðir höfðu verið við Breta,
að undirlagi og með stuðningi Bandaríkjanna.
Þessa forsögu Súezmálsins er nauðsynlegt að hafa í huga, ef menn vilja
gera sér fullkomna grein fyrir því, sem síðan hefur gerzt.
Þáttur Bandaríkjanna í Súezdeilunni er í senn athyglisverðasti og
óhugnanlegasti þáttur þess mikilvæga máls.
„Þjóðnýting” Nassers.
Þegar Nasser lýsti yfir þjóðnýtingu Súezskurðar og rauf þar með alla
gerða samninga um skipaleið þessa, rekstur hennar og varnir, hefði mátt
ætlast til þess, að Bandaríkin yrðu fyrst allra ríkja til að taka málið föstum
tökum. En það var nú öðru nær. Þau samþykktu svo til skilmála- og skil-
yrðislaust „þjóðnýtinguna“, og þó telja þau sig forustuþjóð á sviði frjálsra
samninga og frjálsra viðskipta. Þau segjast byggja sinn ameríska „way of
life“ á „frelsi einstaklinga, samningsrétti og virðingu fyrir eignarrétti og
mannhelgi“. í stað þess að verða fyrsta ríkið til að fordæma Nasser fyrir
svikaverknað hans, urðu þau eitt fyrsta ríkið til að viðurkenna í verki
þennan verknað og beygja sig fyrir ákvörðunum einræðisherrans. Að von-
um reiddust Bretar og Frakkar þessari afstöðu Bandaríkjanna og virtust
tæpast átta sig á því, hvað væri að gerast. Fundur var kallaður saman til
að stofna nýtt Súezfélag, en allt vald vantaði á bak við þær aðgerðir og
Nasser neitaði allri samvinnu við það, og féll sú tilraun þar með niður.
Súezskurðurinn nálega lokaðist, því að hafnsögumenn hins gamla Súez-
íélags hættu flestir störfum. Það kom líka brátt í ljós, að Nasser var það
ekkert mótstætt að siglingar um skurðinn minnkuðu. Það hlaut að koma
aðallega niður á Bretum og Frökkum og smáþjóðum Evrópu, en Banda-
ríkin og Sovétríkin skipti það ekki eins miklu, hvort skurðurinn héldist
opinn eða ekki. Bretar og Frakkar vildu grípa til mótaðgerða, en Banda-
ríkin hindruðu þær allar svo lengi sem þau gátu, og beittu Sameinuðu
þjóðunum þar fyrir sig. Og þar kom, að þessar frændþjóðir hættu öllum
viðræðum og Bandaríkin skipuðu sér í fylkingarbrjóst þeirra þjóða, sem
fjandsamlegastar reyndust Bretum og Frökkum á þessari örlagastund þeirra.
Þessi afstaða Bandaríkjanna hefur af góðviljuðum mönnum verið skýrð
svo, að vegna þess að forsetakosningar fóru í hönd í Bandaríkjunum hafi
ekki verið því því að búast, að þau tækju ákveðnari afstöðu, því að þau
vildu halda sér utan við öll hernaðarátök meðan svo stæði. Þetta tóku
v______________________________________________________________________________>
DAGRENNING 9