Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 9
Bókasafnið 38. árg. 2014 9 nægri þekkingu og upplýsingum sem miðlað er með nýja miðlinum ﴾Meyrowitz, 2001﴿. Á Íslandi hafa slíkir viðburðir gerst tvisvar. Í fyrra skiptið þegar ritlistin var tekin upp hér á landi í kjölfar kristnitökunnar, sem fyrr getur og nú á dögum með þróun stafrænnar miðlunar og upplýsingatækni. 3 Rannsóknir og þróun Annars vegar er fjallað um þróun launaðs óðals starfsfólks bókasafna hér á landi og hins vegar um þró­ un launaðs óðals starfsfólks bókasafna erlendis, einkum í BNA. 3.1 Þróunin hér á landi Launað óðal bókasafns﴾­ og upplýsinga﴿fræða hefur frá fornu fari verið það að afla, skrá og skipuleggja ritaða þekkingu og upplýsingar, óháð miðli, í því skyni að varðveita efnið og auðvelda heimtur á skilvirkan og ör­ uggan hátt, til þess að gera nýtingu þess mögulega. Það óðal myndaðist tiltölulega seint hér á landi ﴾sjá Inn­ gang﴿. Störf í lestrarfélögum og bókasöfnum fyrir al­ menning tilheyrðu upphaflega ólaunuðu óðali, sem ég hef nefnt tómstundaóðal eða voru unnin, þegar tími var til, af þeim sem höfðu annað aðalstarf ﴾Stefanía Júlíus­ dóttir, 2009, 2013a﴿. Frá myndun launaðs óðals í bókasöfnum hér á landi hefur þróun þess verið í samræmi vð kenningu Abbotts um kerfi fagstétta ﴾1988﴿. Þróun óðals stéttar bóka­ safnsfræðinga hófst eftir miðja 20. öld með útgáfu leið­ beiningarits um rekstur bókasafna ﴾Björn Sigfússon og Ólafur Hjartar, 1952﴿, lögum um almenningsbókasöfn 1955, kennslu í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands 1956 og stofnun Bókavarðafélags Íslands 1960. Félagið var opið starfsfólki bóka­ og skjalasafna, óháð menntun, eins konar vinnustaðafélag. Aðrir áfangar í helgun óðals bókasafnsfræðinga fólust í gerð faghandbóka, sem fél­ agar í Bókavarðafélaginu unnu. Um var að ræða Skrán­ ingarreglur ﴾byggðar á Anglo American Cataloguing Rules﴿ 1970, íslenska þýðingu og staðfærslu á Dewey Decimal Classification 1970 og útgáfu fréttabréfs ﴾Bóka­ varðafélag Íslands. Skráningarnefnd, 1970; Dewey, 1970; Stefanía Júlíusdóttir, 2009, 2013a﴿. Til þess að aðgreina sig faglega frá öðrum starfs­ mönnum bókasafna og gera sig gildandi sem „fagstétt bókasafna“ stofnuðu bókasafnsfræðingar fagfélagið Fé­ lag bókasafnsfræðinga 1974. Í samvinnu við aðra aðila hófu þeir útgáfu á tímaritinu Bókasafninu og fréttabréfinu Fregnum. Þjónustumiðstöð bókasafna var stofnuð 1978 á vegum Félags bókasafnsfræðinga og Bókavarðafé­ lags Íslands ﴾Kristín H. Pétursdóttir, 1982﴿ og gaf strax á fyrsta starfsári sínu út Bókaskrá 1944-1973, handbók til þess að auðvelda starfsfólki bókasafna störf sín. Í árslok 1999 voru Bókavarðafélag Íslands og fagfélagið Félag bókasafnsfræðinga sameinuð í Upplýsingu – félag bóka­ safns­ og upplýsingafræða, sem er eins konar vinnu­ staðafélag. Síðan hefur eina fagfélag bókasafns­og upplýsingafræðinga verið kjarafélagið Stéttarfélag bókasafns­ og upplýsingafræðinga ﴾SBU﴿. Átök urðu um óðalið við endurskoðun Laga um al­ menningsbókasöfn 1962­1963. Þau voru milli löggjafar­ valdsins og starfsmanna almenningsbókasafna. Þeir síðarnefndu vildu tryggja þeim sem höfðu háskóla­ menntun í bókasafnsfræði, Cand. Mag. prófi í íslenskum fræðum eða höfðu unnið sem bókaverðir í að minnsta kosti þrjú ár fyrir gildistöku laganna rétt til forstöðu­ mannsstarfa í almenningsbókasöfnum samkvæmt ákvæði um menntun starfsfólks almenningsbókasafna í 10. gr. frumvarps til laga um almenningsbókasöfn 1962­ 1963. Dómsmálaráðherra var andvígur því að takmarka stöðuveitingar við ímyndaða stétt bókavarða og taldi varhugavert að búa til slíka stétt. Frumvarpið var sam­ þykkt án 10. greinarinnar ﴾Alþingistíðindi 1962, 1967﴿. Ekki kom ákvæði um menntun starfsmanna fyrr en í Lögum um almenningsbókasöfn nr. 50/1976 og náði það aðeins til bókasafnsfræðinga en hvorki til annarra háskólamenntaðra starfsmanna né þeirra sem aflað höfðu sér reynslu sem forstöðumenn almenningsbóka­ safna eins og lagt hafði verið til 1962­1963. Með lögun­ um 1976 ásamt Lögum um bókasafnsfræðinga nr. 97/1984 fengu bókasafnsfræðingar í raun einkarétt á forstöðumannsstörfum í almenningsbókasöfnum. Með Lögum um almenningsbókasöfn nr. 36/1997, töpuðust réttindin tímabundið, en voru endurnýjuð í Bókasafna- lögum nr. 150/2012 og ná samkvæmt þeim til forstöðu­ manna allra bókasafnategunda sem starfrækt eru fyrir opinbert fé. Fyrir samþykkt þeirra laga höfðu ekki verið ákvæði um menntun annarra starfsmanna á rannsókna­ sviðinu en starfsmanna almenningsbókasafna og skóla­ bókasafna ﴾grunn­ og framhaldsskólabókasafna﴿ ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2009, 2013a﴿. Í Lögum um grunnskóla nr. 63/1974 var ákvæði um bókasafnsþjónustu og þar með myndaðist óðal skóla­ safnsvarða. Í kjölfarið urðu átök um störf á skóla­ bókasöfnum milli kennara og bókasafnsfræðinga. Þeim lauk með bréfi menntamálaráðherra dagsettu 15. maí 1984, þar sem fram kom að rétt til forstöðumannsstarfa á skólabókasöfnum ættu kennarar með 30 eininga nám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.