Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Side 16

Bókasafnið - 01.06.2014, Side 16
Bókasafnið 38. árg. 2014 1 6 Júlíusdóttir, 1994; 2007; 2013a﴿. 5.3 Landfræðileg dreifing, aldur og kyn starfsmanna Niðurstöður sýna að hlutfallsleg fækkun starfsfólks hafði orðið utan höfuðborgarsvæðisins árið 2001. Árið 1989 starfaði um 47% launaðra starfsmanna rann­ sóknarsviðsins utan þess og þjónaði um 43% lands­ manna, 2001 var landsbyggðarstarfsfólk um 27% og þjónaði um 38% landsmanna ﴾Hagstofa Íslands, 2014﴿. Í raun hafði landsbyggðarstarfsfólki fækkað um 56 ﴾18%﴿ og stöðugildum aðeins fjölgað þar um 7% ﴾Stefanía Júlí­ usdóttir, 2013a﴿. Fjöldi starfsfólks hafði aukist og einnig hafði starfs­ hlutfall hvers starfsmanns aukist að meðaltali. Mest var aukning starfsfólks á sviði sérfræðisafna og skjalastjórn­ ar á höfuðborgarsvæðinu. 88 starfsmenn ﴾um 142%﴿ og rúm 70 stöðugildi ﴾um 206%﴿. Á landsbyggðinni hafði starfsmönnum í sérfræði­ og skjalasöfnum fjölgað um 6 og stöðugildum um 6.2 á sama tíma. Niðurstöður benda til þess að á rannsóknartíma hafi starfsemi sem þurfti góðan aðgang að þekkingu og upplýsingum að mestu byggst upp á höfuðborgarsvæðinu ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Upplýsingum um aldur starfsmanna var safnað mið­ að við16­20 ára og síðan á tíu ára tímabilum: 21­30, 31­ 40, ... 71­80. Samkvæmt upplýsingum um 87% starfs­ manna 1989 voru um 60% eldri en 41 árs. Árið 2001 hafði þetta hlutfall hækkað í 67% samkvæmt upplýsing­ um um 98% starfsmanna. Árið 1989 voru 77% starfs­ manna konur samkvæmt upplýsingum um 90.6% starfs­ manna, en árið 2001 hafði hlutfall kvenna hækkað i 86.4% samkvæmt upplýsingum um 98.7% starfs­ manna. Samkvæmt niðurstöðum beggja kannananna um eftirspurn næstu fimm árin blasti við að of­ framboð yrði á bókasafns­ og upp­ lýsingafræðingum miðað við að fjöldi útskrifaðra yrði svipaður og fyrri ár ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Þær spár rættust ekki. 6 Breytingar á fjölda og gerð útgáfu- eininga á síðari helmingi 20. aldar Á árunum 1978­1985 starfaði sú er þetta ritar í Þjóðdeild Landsbókasafns Íslands, við skráningu í þjóð­ bókaskrá Íslendinga, Íslensku bókaskrána ﴾Íslenzk rit, 1944­1973; Íslensk bókaskrá, 1974­2001﴿ sem kom út árlega. Ljóst var að á þeim tíma var stór hluti íslenskra útgáfurita utanmarkaðsrit ﴾e. grey literature﴿, það er rit sem eru ekki gefin út með sölu til hagnaðar að mark­ miði, heldur til þess að miðla þekkingu og upplýsingum, sem í mörgum tilvikum eru atvinnutengd. Dæmi um utanmarkaðsrit eru handbækur, verk­ og vinnulags­ reglur, álitsgerðir, úttektir, rannsóknaskýrslur, fréttabréf og önnur útgáfurit fyrirtækja, stofnana og félagasam­ taka. Rit sem verða til vegna félaga­ og atvinnustarf­ semi, en einnig efni sem bæði er nýtt við vinnu og iðulega er þörf á við ákvarðanatöku stjórnenda og al­ mennings. Ástæða slíkrar útgáfu getur auk þess verið kvöð um skýrslugerð vegna styrkveitinga til rannsókna eða lagaskylda um þekkingarmiðlun til almennings. Markmið með útgáfu markaðsrita er á hinn bóginn sala með hagnaði eða alla vega að útgáfan standi undir sér ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Með tilliti til ofangreindrar skiptingar var þróun út­ gáfu á pappír á Íslandi 1944­2001 könnuð í hlutfalli við þróun íbúafjölda á sama tíma ﴾sjá mynd 1﴿. Myndin sýnir að á rannsóknartímabilinu jókst fjöldi íbúa um 125% Mynd 1: Breytingar á gerð og fjölda útgáfueininga á Íslandi á síðari hluta 20. aldar, ásamt fjölda íbúa

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.