Bókasafnið - 01.06.2014, Qupperneq 16
Bókasafnið 38. árg. 2014
1 6
Júlíusdóttir, 1994; 2007; 2013a﴿.
5.3 Landfræðileg dreifing, aldur og kyn
starfsmanna
Niðurstöður sýna að hlutfallsleg fækkun starfsfólks
hafði orðið utan höfuðborgarsvæðisins árið 2001. Árið
1989 starfaði um 47% launaðra starfsmanna rann
sóknarsviðsins utan þess og þjónaði um 43% lands
manna, 2001 var landsbyggðarstarfsfólk um 27% og
þjónaði um 38% landsmanna ﴾Hagstofa Íslands, 2014﴿. Í
raun hafði landsbyggðarstarfsfólki fækkað um 56 ﴾18%﴿
og stöðugildum aðeins fjölgað þar um 7% ﴾Stefanía Júlí
usdóttir, 2013a﴿.
Fjöldi starfsfólks hafði aukist og einnig hafði starfs
hlutfall hvers starfsmanns aukist að meðaltali. Mest var
aukning starfsfólks á sviði sérfræðisafna og skjalastjórn
ar á höfuðborgarsvæðinu. 88 starfsmenn ﴾um 142%﴿ og
rúm 70 stöðugildi ﴾um 206%﴿. Á landsbyggðinni hafði
starfsmönnum í sérfræði og skjalasöfnum fjölgað um 6
og stöðugildum um 6.2 á sama tíma. Niðurstöður benda
til þess að á rannsóknartíma hafi starfsemi sem þurfti
góðan aðgang að þekkingu og upplýsingum að mestu
byggst upp á höfuðborgarsvæðinu ﴾Stefanía Júlíusdóttir,
2013a﴿.
Upplýsingum um aldur starfsmanna var safnað mið
að við1620 ára og síðan á tíu ára tímabilum: 2130, 31
40, ... 7180. Samkvæmt upplýsingum um 87% starfs
manna 1989 voru um 60% eldri en 41 árs. Árið 2001
hafði þetta hlutfall hækkað í 67% samkvæmt upplýsing
um um 98% starfsmanna. Árið 1989 voru 77% starfs
manna konur samkvæmt
upplýsingum um 90.6% starfs
manna, en árið 2001 hafði hlutfall
kvenna hækkað i 86.4% samkvæmt
upplýsingum um 98.7% starfs
manna. Samkvæmt niðurstöðum
beggja kannananna um eftirspurn
næstu fimm árin blasti við að of
framboð yrði á bókasafns og upp
lýsingafræðingum miðað við að fjöldi
útskrifaðra yrði svipaður og fyrri ár
﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Þær
spár rættust ekki.
6 Breytingar á fjölda og gerð útgáfu-
eininga á síðari helmingi 20. aldar
Á árunum 19781985 starfaði sú er þetta ritar í
Þjóðdeild Landsbókasafns Íslands, við skráningu í þjóð
bókaskrá Íslendinga, Íslensku bókaskrána ﴾Íslenzk rit,
19441973; Íslensk bókaskrá, 19742001﴿ sem kom út
árlega. Ljóst var að á þeim tíma var stór hluti íslenskra
útgáfurita utanmarkaðsrit ﴾e. grey literature﴿, það er rit
sem eru ekki gefin út með sölu til hagnaðar að mark
miði, heldur til þess að miðla þekkingu og upplýsingum,
sem í mörgum tilvikum eru atvinnutengd. Dæmi um
utanmarkaðsrit eru handbækur, verk og vinnulags
reglur, álitsgerðir, úttektir, rannsóknaskýrslur, fréttabréf
og önnur útgáfurit fyrirtækja, stofnana og félagasam
taka. Rit sem verða til vegna félaga og atvinnustarf
semi, en einnig efni sem bæði er nýtt við vinnu og
iðulega er þörf á við ákvarðanatöku stjórnenda og al
mennings. Ástæða slíkrar útgáfu getur auk þess verið
kvöð um skýrslugerð vegna styrkveitinga til rannsókna
eða lagaskylda um þekkingarmiðlun til almennings.
Markmið með útgáfu markaðsrita er á hinn bóginn sala
með hagnaði eða alla vega að útgáfan standi undir sér
﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿.
Með tilliti til ofangreindrar skiptingar var þróun út
gáfu á pappír á Íslandi 19442001 könnuð í hlutfalli við
þróun íbúafjölda á sama tíma ﴾sjá mynd 1﴿. Myndin sýnir
að á rannsóknartímabilinu jókst fjöldi íbúa um 125%
Mynd 1: Breytingar á gerð og fjölda útgáfueininga á Íslandi á síðari hluta 20. aldar, ásamt
fjölda íbúa