Bókasafnið - 01.06.2014, Side 19
Bókasafnið 38. árg. 2014
1 9
bóka og skjalasöfn heldur sé afstrakt og þekkingin sem
miðlað er nýtist útskrifuðu fólki við störf á sem víðustum
vettvangi. Meðal annars með það að markmiði að upp
lýsingafræðingar búi yfir þekkingu sem gerir þeim kleift
að vinna á sviði þekkingarstjórnar sem mun verða æ
mikilvægari starfsvettvangur í framtíðinni ﴾Srikantaiah og
Koenig, 2008﴿. Jafnframt er ráðlegt að nýta kosti há
skóla og efla tengsl og samvinnu upplýsingafræðinnar
við aðrar greinar innan Háskóla Íslands eftir því sem
ástæða er til.
Kröfur um aukinn nemendafjölda í upplýsingafræð
inni í Háskóla Íslands til þess að skapa greininni fjár
hagslega möguleika á æskilegri framtíðarþróun kalla
auk þess sem að ofan er nefnt á að litið sé til menntunar
fyrir víðari starfsvettvang.
8 Umræða
Umræðan sem hér fer á eftir snýst annars vegar um
virkni kenninganna sem notaðar voru og hins vegar um
niðurstöður rannsóknanna sem hér eru til umfjöllunar.
8.1 Um virkni kenninganna
Auk þess sem að ofan er nefnt um virkni kenningar
Abbotts ﴾1988﴿ hlýtur sú spurning vaknar hvers vegna
áhrif rafrænu útgáfunnar á framboð starfa og vinnuum
hverfi urðu þveröfug við áhrif örefnisútgáfunnar sem
Abbott greinir og nefnd eru hér að ofan. Til þess að
svara þeirri spurningu er miðilskenningin ﴾medium
theory﴿ notuð hér ﴾Meyrowitz, 2001﴿. Örefnisútgáfan
uppfyllir hvorki þau skilyrði miðilskenningarinnar að
notkun þekkingar og upplýsinga á þeim miðli hafi orðið
hluti af daglegu lífi almennings frá blautu barnsbeini né
að mikið magn þekkingar og upplýsinga hafi verið til á
þeim miðli og allur almenningur hafi haft að því greiðan
aðgang. Rafræn útgáfa og miðlun uppfyllir hins vegar öll
skilyrði miðilskenningarinnar hér á landi þar sem tölvu
notkun og Lýðnetstengingar heimila eru með því mesta
sem þekkist í heiminum ﴾Tölvu og netnotkun ein
staklinga 2012, 2012﴿. Annað atriði sem sú er þetta ritar
telur að skipti máli er að örefnisútgáfan byggir ekki á
notkun nýs táknkerfis, en það gerir rafræn miðlun hins
vegar, þar sem er tvíundakótinn ﴾Stefanía Júlíusdóttir,
2013a﴿.
8.2 Um niðurstöður
Þróunin hér á landi var að miklu leyti sambærileg
við þróunina Vestanhafs. Munurinn var þó sá að hér á
landi kom hún til mun seinna, í sumum atriðum munaði
heilli öld. Í BNA var eftirspurn upphaflega meiri en fram
boð bókasafnsfræðinga, eins og var hér á landi eftir að
menntun bókasafnsfræðinga hófst í Háskóla Íslands. Í
báðum löndum mynduðu almenningsbókasöfn upp
haflega mikilvægasta starfsvettvanginn í óðali launaðrar
vinnu, í BNA ásamt háskólabókasöfnum ﴾Abbott, 1988,
s. 217﴿ en hér á landi ásamt skólabókasöfnum bæði
1989 og 2001. Einkum á það við um bókasafnsfræð
inga. Þetta virtist þó vera að breytast hérlendis. Enda
þótt hlutfall starfsfólks og stöðugilda væri enn hæst í
þessum bókasafnategundum 2001 hafði þróunin orðið
sú að það hafði lækkað um rúm 20% frá því 1989. Að
sama skapi hafði hlutfall starfsfólks og stöðugilda
hækkað í rannsóknabókasöfnum, sérfræðibókasöfnum
og við skjalastjórn ﴾sjá töflu 4﴿ ﴾Stefanía Júlíusdóttir,
2013a﴿.
Í BNA höfðu bókasafnsfræðingar reitt sig mjög á
aðkeypta vinnu við skráningu, flokkun og lyklun frá
Library of Congress frá 1900 og öðrum á undan þeim
﴾Abbott, 1988, s. 216224﴿. Þar reyndi minna á kunnáttu
til verka á þessu kjarnasviði greinarinnar en hér á landi
þar sem sú vinna var að mestu leyti frumunnin í hverju
bókasafni fram til aldamótanna 2000, þegar nýi Gegnir
kom til sögunnar ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 1996, 2013a﴿. Í
BNA höfðu bókasafnsfræðingar ekki haslað sér völl í
óðali skjalastjórnar ﴾Abbott, 1988, s. 221; samtal við
doktor Karen Markey prófessor, 28. júní 2013﴿ í sama
mæli og hér á landi í upphafi 21. aldar. Að hluta til gæti
það stafað af því að í BNA hafi bókasafnsfræðingar
væntanlega ekki haft þekkingu sambærilega við þekk
ingu íslenskra bókasafnsfræðinga á frumskráningu,
flokkun og lyklun. Auk þess höfðu bókasafnsfræðingar í
BNA næga vinnu í bókasöfnum þegar þeir reyndu seint
á 19. öld að ná yfirráðum á sviði skjalastjórnar. En á Ís
landi fór það saman að brýnt var fyrir bókasafnsfræð
inga að stækka óðal sitt, samtímis því sem þörf varð á
skjalastjórum seint á 20. öld þegar útrás bókasafns
fræðinga í skjalastjórn hófst fyrir alvöru. Leiða má að því
líkum að yfirfærsla íslenskra bókasafnsfræðinga á þekk
ingu og reynslu af frumvinnu við skipulag þekkingar og
upplýsinga, sem að ofan er nefnt, yfir á svið skjala
stjórnar ásamt námskeiðum á því sviði innan bókasafns
og upplýsingafræði í Háskóla Íslands hafi gert þeim fært
﴾eða auðveldað þeim mjög﴿ að flytja sig yfir á svið
skjalastjórnar á síðasta áratug 20. aldar og í upphafi
þeirrar 21. Að þekking þeirra á þessu sviði hafi í raun
verið óhlutstæð ﴾afstrakt﴿ og þess vegna hafi þeir geta
notað hana við vinnu á öðrum vettvangi en eingöngu í
bókasöfnum. Af þessu má meðal annars ráða að gildi
samanburðar milli landa á menntunarþörf takmarkist við
muninn á þeim óðulum sem útskrifað fólk starfar á í