Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Page 26

Bókasafnið - 01.06.2014, Page 26
Bókasafnið 38. árg. 2014 26 sóknastofnunar hérna á Íslandi, sem var á Húsavík og við fluttumst þangað. Þar voru engin störf í boði á bókasöfnum. Þá réð ég mig sem kennara við gagn­ fræðaskólann. Meðal þess sem ég kenndi var tilrauna­ námsefnið, Frá sameind til manns, sem mennta­ málaráðuneytið gaf út í köflum. Það var mjög skemmtilegt en líka erfitt, af því að það var á til­ raunastigi. Verklegar æfingar áttu til dæmis að vera úti og eitt verkefnið fólst í að skoða smádýr í jarðvegi. Það var rosalega mikill snjór og gaddfreðin jörð. Bílar voru alveg á kafi. Við lentum til dæmis í því að þegar snjóinn leysti var far í þakinu á bílnum okkar eftir skíðastaf. Ein­ hver hafði gengið yfir bílinn á skíðum. Maður hefði getað tekið frosinn jarðveg og þítt hann ef hægt hefði verið að komast niður í gegnum skaflana. Við þessar aðstæður var ekki möguleiki að finna smádýr í jarðvegi. Námið nýttist mér bæði í gagnfræðaskólakennslunni og í starfi rannsóknamanns á sviði fiskifræði, við útibú Hafrannsóknarstofnunar á Húsavík. Þá kom skilningur á gerð og mögulegum líftíma lífrænna efna sér vel í nám­ skeiði sem ég tók um kjörgeymsluskilyrði fyrir mismunandi tegundir safnefnis og varðveislu þess í Col­ umbia­háskólanum. Einnig fannst mér ég njóta líffræði­ námsins og latínunámsins ﴾við Menntaskólann í Reykjavík, ég var þar í máladeild﴿ þegar ég starfaði sem forstöðumaður Bókasafns Landspítala ­ háskólasjúkra­ húss og á bókasafni Landlæknisembættisins. Þá er vert að nefna að ein þeirra kenninga sem ég notaði í doktor­ sverkefninu mínu var Ecological-evolutionary theory ﴾EET﴿ eftir Lenski, sem er náskyld kenningu Odums um þróun samfélaga í lífríkinu, sem við lásum í líffræðinni. Það kom að góðu gagni í doktorsnáminu að hafa kynnst henni. M.S.-próf í Bandaríkjunum Við hjónin ákváðum að fara saman til Bandaríkj­ anna í meistaranám í upphafi níunda áratugar síðustu aldar. Maðurinn minn fór í meistaranám við Fylk­ isháskólann í New York ﴾SUNY﴿ State University í Stony Brook til þess að vinna undir leiðsögn George C. Williams prófessors, sem hann hafði kynnst hér á landi. Þeir skólar sem til greina komu fyrir mig á þessu svæði voru nokkrir. Eiginmaðurinn fór misserinu á undan mér og kynnti sér málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að langbesti skólinn væri Columbia og þar skyldi ég sækja um. Á þeim tíma var tölvuvæðing bókasafna það sem mest brann á; hvernig væri skynsamlegast að tölvu­ væða. Þá voru það aðallega bókfræðiskrár sem var verið að tölvuvæða. Áhersluatriði mín í náminu voru tölvuvæðingarmálin ﴾tölvuskrár, uppbyggingu rafrænna bókfræðigagnasafna og leitir í þeim, einnig skipulags­ og kerfismál﴿ og upplýsingaþjónusta. Annað svið sem var mjög áberandi var það sem kallað var bókabruninn mikli, það er að segja vandamálin við súran pappír sem varð til þess að bækur og pappírsefni frá tilteknu tímabili molnaði niður og varð ónothæft, jafnvel á skömmum tíma. Þetta var á þeim tíma helsta ógnin á bókasöfnum. Verið var að þróa rannsóknaraðferðir til þess að meta styrk pappírs og mögulega endingu við tilteknar að­ stæður. Styrkurinn var metinn með brotþolsprófi. Þá er brotið upp á horn á blaði í bók eða tímariti aftur og aftur og maður telur skiptin þangað til hornið dettur af. Ef þú tekur gamla bók með lélegum pappír geturðu bara brotið blaðið tvisvar til þrisvar sinnum, áður en hornið dettur af. Þetta var mjög spennandi tími. Í varðveislumálunum kom líffræðin inn í. Það var gott að hafa grunn í henni til að skilja hvernig niðurbrot lífrænna efna virkar og eins áhrif hitastigs, rakastigs og meindýra á safnkostinn. Þetta var 1982­83 og það var rosalega mikið að breytast á þessum tíma. Þá höfðu aðeins örfá bóka­ safnstölvukerfi til að skrá, lána út og vinna aðra verk­ þætti á bókasöfnum, sem hægt var að kaupa í boði. Hvert safn þurfti yfirleitt að þróa sitt eigið kerfi eða kaupa gagnasafnskerfi og aðlaga. Þó voru nokkur bóka­ safnstölvukerfi fyrir stórtölvur í boði, meðal þeirra DOBIS/LIBRIS. Það var nefnt Fengur hér á sinni tíð. Það var þróað upp úr 1970 í Leuven í Belgíu og var mjög gott kerfi. En yfirleitt var ekki mikið um bóka­ safnstölvukerfi sem voru tilbúin til notkunar. Veran í Bandaríkjunum Það var mjög gott að vera í Bandaríkjunum á þess­ um tíma, og geysilega gaman að vera í námi við Col­ umbia­háskólann. Ég hefði jafnvel getað hugsað mér að vera áfram þar og setjast að. Það komu þarna heims­ þekktir fyrirlesarar og við nemendurnir gátum auðvitað farið og hlustað á fyrirlestra þeirra. Svo gátum við líka sótt ráðstefnur og fyrirlestra innan og utan skólans sem nemendur hans. Þannig að það var geysilega mikið í boði og verulega gaman. Mikið að gerast. Það voru mörg fagfélög starfandi á þessu svæði í Bandaríkjunum meðal annars fyrir sérfræðisöfn, skólasöfn, háskóla­ bókasöfn og allsherjar félag. Það voru ráðstefnur og viðburðir á vegum allra fagfélaganna og okkur var yfir­ leitt boðin ókeypis þátttaka ef það var eitthvað meirihátt­ ar; að koma og fylgjast með. Annars kostaði offjár að fara á viðburði fyrir þá sem ekki voru meðlimir fél­

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.