Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Page 31

Bókasafnið - 01.06.2014, Page 31
Bókasafnið 38. árg. 2014 31 ur, og að skilja hvernig kerfin virka. Ef fólk skilur það ekki, þá er þetta alveg glatað. Ég vann töluvert með tölvufólki í tengslum við þróun bókasafnstölvukerfis með Ísmark sniðinu á sínum tíma og margt þeirra skildi þetta ekki alveg. Það skorti skilning á tengslunum milli þess að vista upplýsingar um útgáfurit á tiltekin hátt og þess að geta heimt þær markvisst úr gagnasafninu með að­ stoð bókasafnstölvukerfisins, án þess að fram kæmu upplýsingar um alls kyns önnur rit óviðkomandi leitinni. Það verður til dæmis að greina mismunandi tegundir ábyrgðaraðilda að í innsetningu til þess að geta leitað markvisst eftir nafni tiltekins ábyrgðaraðila sem aðalhöf­ undar, þýðanda, eða höfundar myndefnis eða með ann­ ars konar ábyrgðaraðild. Fólk verður að skilja svona atriði til þess að geta sett upp og unnið við slík upplýs­ ingakerfi þannig að þau virki. Í nýja skráningarkerfinu RDA ﴾Resource Description and Access﴿ er einmitt tekið á þessu. Mér finnst framtíðin vera fólgin í því að miða námið við störf við skipulag þekkingar og upplýsinga fyrir vistun og geymslu á þann hátt að það sem að er leitað finnist auðveldlega aftur. Taka þarf mið af mun víðari starfs­ vettvangi en bara bókasöfnum og skjalastjórn. Til þess þarf einmitt öfluga kennslu í að skilja kerfisvirknina. Það hafði verið mjög mikið dregið úr kennslu slíkra nám­ skeiða á tímabili, það var talað um að það þyrfti ekkert að kenna þetta, fólk gæti bara veitt skráningarfærslur annars staðar frá og tengt í Gegni. Það getur e.t.v. gengið á bókasöfnum að vissu marki. Þó ber þess að gæta að starfsfólk þarf að skilja verkið, af því að það eru margs konar hefðir við skráningu. Fólk þarf að skilja hvort það er þessi skráningarfærsla sem passar við það safn sem verið er að veiða fyrir eða einhver önnur. Það er stundum erfiðara að lesa margar færslur og meta hvað passar en að skrá sjálfur beint. Það tekur lengri tíma. Það er svo margt sem þarf að meta. Mér finnst framtíðin fara eftir því hvar við sjáum okkur sjálf, og við þurfum að skipuleggja kennsluna þannig að það verði hægt að ná tökum á vettvangi þess að skipuleggja vist­ un á og aðgang að þekkingu og upplýsingum fyrir okkar fólk almennt í þjóðfélaginu. Þetta eru mikil tímamót, geysilega stór tímamót sem skipta sköpum. Á þessum breytingartímum er lán okkar meðal annars fólgið í því að upplýsingafræðin er staðsett í helsta háskóla lands­ ins og nemendur hafa þess vegna val á að taka nám­ skeið úr öðrum greinum. Til dæmis er kennd menningarmiðlun hér við skólann, það væri þá tilvalið að taka hana með sem val­ námskeið ef fólk vill starfa á því sviði. Það er náttúrulega líka kennd tölvunarfræði og það er tilvalið að taka hana með námi í upplýsingafræðinni. Hvað stendur upp úr á ferlinum? Það sem upp úr stendur á ferlinum er að hafa átt þess kost að kenna fagið. Það starf hefur verið gefandi, skemmtilegt og gagnlegt. Auk þess er vert að nefna að ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hugmyndir mín­ ar um framþróun greinarinnar hafa náð fram að ganga. Stjórn Gagnabrunns bókasafna, sem ég starfaði í sem bókafulltrúi ríkisins stefndi á að velja eitt tölvukerfi fyrir bókasöfn landsins. Hún hafði hugmyndir um að kerfið gæti einnig nýst til þess að skrá gögn í skjalasöfnum og þær bækur sem til sölu voru í bókaverslunum. Til skoðunar hafði verið DOBIS/LIBRIS­tölvukerfið, sem notað var víða um lönd í stórum bókasöfnum og hafði einnig verið notað þar til þess að skrá skjalasöfn og sölurit bókaverslana. Það hefði verið tilvalið fyrir það sem við höfðum áhuga á að ná fram. Frá þessum hug­ myndum var horfið tímabundið í lok níunda áratugarins. Síðar var ég formaður nefndar sem vann að því að sam­ ræma skráningu í heimildasöfnum landsins þannig að hægt væri að finna margs konar heimildir ﴾t.d. útgáfurit, myndir og minjar﴿ með einni leit. Trúlega hafa þær hug­ myndir verið of langt á undan samtíð sinni á þeim tíma. Í upphafi þessarar aldar komust rafrænu samskrárhug­ myndirnar til framkvæmdar með Gegni, samskrá bóka­ safna sem rekin er fyrir opinbert fé og í Leitum.is, þar sem einnig má sjá hvað er til af bókum í Bóksölu stúd­ enta og vefverslun Amazon og fá upplýsingar og til­ vísanir í ýmislegt annað, svo sem ljósmyndir. Hefðin á íslenskum bókasöfnum sem rekin eru fyrir almannafé hefur verið sú að almenningur sem borgar brúsann hefur haft aðgang að safnefni þeirra. Þetta fannst mér að ætti einnig að ná til rafræns safnkosts sem þessi bókasöfn keyptu aðgang að og samdi um það fyrir hönd bókasafna og stofnana á heilbrigðis­ vísindasviði sem rekin voru fyrir almannafé, eins og ég nefndi áðan að safngestir sem kæmu á safnið hefðu að­ gang hvort sem þeir tengdust áskrifendastofnunum eða ekki. Tilvalið hefði verið að útfæra þá hugmynd og láta hana ná til safnkosts á öllum sviðum fyrir landið í heild á þann hátt að gera samning við dreifingaraðila um rann­ sóknaverkefni sem lyti að athugun á upplýsingahegðun heillar þjóðar. Þessar hugmyndir setti ég fram í grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið árið 2000.1 Dreifingarað­ ilar voru í vandræðum vegna þess að slíkar upplýsingar voru ekki til og þess vegna var erfitt fyrir þá að marka sanngjarna dreifingarstefnu. Með því að semja um slíka

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.