Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Page 32

Bókasafnið - 01.06.2014, Page 32
Bókasafnið 38. árg. 2014 32 rannsókn hefðum við borgað minna fyrir aðganginn og einnig fengið meiri upplýsingar um notkunina hér innan­ lands, upplýsingar sem hægt væri að byggja framtíðar­ samninga á. Það gekk ekki eftir. Sú útfærsla á hugmyndinni sem notuð er hefur í raun verið of dýr. Enn eitt sem ég er ánægð með að hafa komið að er að þróa námskeiðið Skjalavarsla og skjalasöfn, yfir í námskeiðið Skjalastjórn. Það hefur skipt greinina mjög miklu máli, ekki aðeins ímyndarlega séð heldur hefur það líka orðið til þess að bókasafns­ og upplýsingafræð­ ingum hafa staðið vel launuð störf til boða sem njóta virðingar innan stofnana og fyrirtækja. Á þessum tíma fór tölvunotkun á bókasöfnum að aukast og margir litu svo á að aðalmálið væri að komast inn í þau mál. Eftir á að hyggja hefði sú þróun orðið eins og hún varð með til­ komu Lýðnetsins. En það var ekki sjálfgefið að þróunin í skjalastjórnarmálum hefði orðið sú að bókasafns­ og upplýsingafræðingar yrðu eftirsóttir sem skjalastjórar og það hefur skipt miklu máli. Nú þarf bara að halda áfram á sömu braut og víkka starfsvettvanginn ennþá meira. Framtíð upplýsingafræðingsins Framtíðin er björt ef við höldum rétt á spilunum. Við verðum að gæta þess í endurskoðun á náminu að auka frekar en minnka það sem hvergi er hægt að læra ann­ ars staðar á landinu. Mikil þörf er á í þjóðfélaginu og eftirspurn eftir slíkri kunnáttu, svo sem að skipuleggja vistun upplýsinga um alls kyns heimildir ásamt aðgangi að heimildunum sjálfum. Einnig má nefna skráningu, flokkun og lyklun, ásamt vefstjórn og öðru því er varðar stjórn á og skipulagningu þekkingar og upplýsinga. Miða þarf kennslu í þessum greinum við þarfir á víðum vettvangi, ekki aðeins á bókasöfnum og skjalasöfnum. Sem dæmi má nefna að miðla ætti þekkingu um kenningar um skráningu, þróun skráningarreglna og virkni mismunandi skráningarhátta og skráningarkerfa. Þekkingu sem nýtist á fleirum en einum starfsvettvangi. Aðeins ætti að kynna skráningu í Gegni, en ekki að kenna hana. Innsetning í tiltekin bókasafnstölvukerfi er í raun tækniþekking, sem ekki er aðeins bundin við bókasöfn, heldur innsetningu í eitt tiltekið bókasafnskerfi sem nýtist ekki einu sinni við vinnu í öðrum slíkum bókasafnskerfum. Hvað er á dagskrá á næstunni? Í sumar verð ég sjötug og mun þess vegna hætta í starfi lektors við Háskóla Íslands. Þó verð ég aðeins viðloðandi greinina. Til stendur að ég hafi umsjón með vettvangsnáminu og einnig sé ég fram á að einhverjir nemendur, sem ég leiðbeini muni ef til vill ekki ljúka lokaverkefnum sínum fyrr en í árslok. Auk þess stefni ég á að halda rannsóknum mínum áfram. Abstract: „The future is bright if we play our cards right“: An interview with Stefanía Júlíusdóttir Stefanía Júlíusdóttir is a lecturer in Information Science at the University of Iceland. She defended her doctoral dissertation at the age of 69 at the University of Iceland in June 2013, which is the latest doctorate in Library and Information Science in Iceland. The title of her thesis is A role to play: continuity and change in career opportunities and working conditions in libraries, records management, and archives. Stefanía was born in 1944. She finished her BA in library science and biology at the University of Iceland in 1974 and her MA in library science at Cornell in 1984. She has had a long and interesting career as a librarian and a university lecturer. She worked at the National Library of Iceland and the library at the National University Hospital of Iceland among others. I met with Stefanía at her office at the University of Iceland to discuss her doctoral studies, career and more. 1 Greinin sem Stefanía nefnir hér heitir „Frá upplýsingabyltingu ti l þekkingarþjóðfélags“ og birtist í Morgunblaðinu þann 11 . júní 2000.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.