Bókasafnið - 01.06.2014, Page 33
Útdráttur
Í þessari megindlegu rannsókn kannaði höfundur út
lánatölfræði nemenda Menntavísindasviðs Háskóla Ís
lands skólaárið 20122013. Skoðað var hve mikið
nemendur fengu að láni að meðaltali og hversu hátt hlut
fall nemenda hafði ekkert fengið að láni á tímabilinu og
hvort munur var þar á eftir deildum og námsstigi. Auk
þess var kannað hvort tengsl væru milli fjölda útlána og
lokaeinkunna nemenda í grunnnámi við útskrift. Af 2.171
nemanda höfðu 1.066 nemar ﴾48%﴿ ekkert fengið lánað
á tímabilinu og í ljós kom kom að nemendur í grunnnámi
höfðu fengið hlutfallslega meira lánað en nemendur í
meistaranámi, en 61% grunnnema höfðu fengið lánað á
árinu á móti 43% meistaranema. Nemendur í Íþrótta
tómstunda og þroskaþjálfadeild höfðu hlutfallslega
fengið minnst lánað. Marktektarprófið Spearman‘s rho
var notað til að kanna hvort fylgni væri á milli fjölda út
lána og lokaeinkunna sem leiddi í ljós að marktæk já
kvæð tengsl eru milli útlána og einkunna. Eftir því sem
útlánaþrep nemenda er hærra þeim mun líklegra er að
hann hafi háa meðaltalseinkunn við útskrift. Þessar nið
urstöður eru samhljóma niðurstöðum erlendra rann
sókna.
Gegna háskólabókasöfn veigamiklu hlutverki í námi
háskólanema? Eða er bara hægt að „googla“ og sleppa
því að heimsækja bókasafnið og nýta sér allt það
fræðilega efni sem safnið hefur upp á að bjóða? Útlána
tölur háskólasafna fara lækkandi og vitað er um nem
endur sem hafa útskrifast með háskólagráðu án þess að
hafa fengið lánaða bók á safninu ﴾Dilevko og Gottlieb,
2002, bls. 381﴿. Í þessari tímaritsgrein verður leitast við
að svara því hvaða áhrif bókasafnsnotkun hefur á náms
gengi.
Víða erlendis eru háskólabókasöfn í auknum mæli að
kanna notkun á þjónustu og efnivið safnsins en einnig er
verið að rannsaka áhrif bókasafnsnotkunar ﴾e. library
activity data﴿ á námsgengi nemanda ﴾e. student attain-
ment﴿ við útskrift. En hvernig er þessu háttað á
Menntavísindasviði Háskóla Íslands? Hafa fastagestir
safnsins sem nýta sér safnkostinn forskot á aðra nem
endur?
Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er
sérfræðisafn sem er opið almenningi ﴾18 ára og eldri﴿ en
þjónar aðallega nemendum og fræðimönnum sviðsins.
Notkun nemenda annarra deilda Háskóla Íslands hefur
aukist eftir sameiningu Kennaraháskólans og Háskóla
Íslands árið 2008. Áhersla er lögð á að kynna bókasafn
ið og starfsemi þess fyrir nemendum og kennurum
sviðsins og er lesrými safnsins vel nýtt en útlán hafa
dregist saman undanfarin ár eins og þróunin virðist vera
á öðrum háskólabókasöfnum. Útlán nemenda við Há
skóla Íslands ﴾hér eftir notað HÍ﴿ á Landsbókasafni Ís
lands − Háskólabókasafni hafa til dæmis dregist saman
árlega frá árinu 2009 til 2012 ﴾Ingibjörg Steinunn Sverr
isdóttir, [2013], bls. 38﴿. Hugsanleg skýring gæti verið sú
að nemendur nýti sér meira Landsaðgang að rafrænum
gagnasöfnum og tímaritumhvar.is ﴾hér eftir notað
Landsaðgangur﴿ og rafrænar séráskriftir HÍ og taki því
færri bækur að láni á bókasafninu. Notkunartölur á ra
frænu efni í landsaðgangi benda til þess þar sem sóttum
greinum í heildartexta hefur fjölgað jafnt og þétt frá 2003
til 2012 ﴾Birgir Björnsson, 2013, bls. 1﴿. Notkun á ra
frænu efni í séráskrift bókasafns Menntavísindasviðs
hefur einnig aukist milli ára samkvæmt mælingum
safnsins. Árið 2011 voru 712 tímaritsgreinar sóttar í
Kristína Benedikz lauk BA námi í ensku 1992 og MLIS gráðu í Bókasafns og
upplýsingafræði við Háskóla Íslands 2005. Hún hefur starfað á bókasafni
Menntavísindasviðs frá 2006.
Útlán háskólanema og tengsl við námsgengi
Kristína Benedikz
Ritrýnd grein