Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Side 34

Bókasafnið - 01.06.2014, Side 34
Bókasafnið 38. árg. 2014 34 heildartexta en árið 2012 voru þær orðnar 1.102. Útlánatölfræði er keyrð árlega til að kanna útlán á efni bókasafns Menntavísindasviðs og hefur það verið gert um árabil og þróunin skoðuð milli ára. Það sem einna helst hefur verið skoðað eru heildarútlán eftir deildum sviðsins ﴾Kennaradeild, Íþrótta­, tómstunda,­ og þroskaþjálfadeild og Uppeldis­ og menntunarfræðideild﴿, endurnýjanir og frátektir ﴾á vef og í starfsmannaaðgangi﴿. Þessar tölur eru lýsandi fyrir notkun á efni safnsins en lýsa ekki útlánum allra nemenda, það er hversu mikið fær hver og einn nemandi lánað á safninu? Hversu hátt hlutfall nemenda hefur ekkert fengið að láni? Er munur á notkun eftir námsstigi og/eða deild? Tilgangur rannsókn­ arinnar sem hér verður gerð skil á er að svara ofangrein­ um spurningum og kanna auk þess hvort tengsl séu milli fjölda útlána og lokaeinkunna nemanda. Erlendar rannsóknir Erlendar rannsóknir voru skoðaðar til að kanna hvort háskólabókasöfn rannsaki útlán nemenda eftir náms­ stigi, deild eða öðrum breytum. Í ljós kom að fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á útlánum háskólanema ﴾prentuðu efni﴿ og/eða notkun á rafrænum áskriftum og hvort notkun sé til dæmis breytileg eftir deildum og/eða námsstigum innan háskólanna ﴾Bridges, 2008; Gerke og Maness, 2010; Kayongo og Helm, 2010 og Liu, 2006﴿. Þrátt fyrir mikla notkun á rafænum heimildum og að raf­ ræn útgáfa er sífellt að aukast benda ýmsar rannsóknir til þess að nemendur líti á þær sem viðbót við prentaðar heimildir. Eins og Liu bendir á í rannsókn sinni völdu flestir meistaranemar að nota bæði rafrænar og prentað­ ar heimildir þar sem þau töldu þessi form hafa mismunandi eiginleika; kosti og galla ﴾2006, bls. 590﴿. Í einni rannsókn var innskráning nemenda að raf­ rænu efni háskólans mæld og reyndust vera jákvæð tengsl milli útlána á bókum og notkunar á rafrænu efni, það er nemandi sem fékk lánað mikið af prentuðu efni notaði einnig mikið af rafrænum fræðigreinum/ritum ﴾Goodall og Pattern, 2011, bls. 164­5﴿. Slíkur beinn sam­ anburður er óframkvæmanlegur á Menntavísindasviði nema með því að leggja spurningakönnun fyrir nemend­ ur. En aðgangur að rafrænu efni er veittur gegnum IP tölu en ekki með innskráningu. Nemendur og starfsfólk háskólans geta einnig tengst háskólanetinu með VPN ﴾Virtual Private Network﴿ að heiman. Þar af leiðandi er einungis hægt að skoða heildarnotkun á rafrænum sérá­ skriftum. Ekki er mögulegt að greina notkunina frekar. Það gæti til dæmis verið fróðlegt að vita hvort nemar í framhaldsnámi noti rafrænar séráskriftir meira en grunnnemar? Eða eru sumar deildir virkari en aðrar? Eru kennarar virkari notendur en nemendur? Eða eru það aðeins fáir notendur sem nota aðganginn mikið? Enn erfiðara er að átta sig á notkun Landsaðgangs þar sem áskriftirnar eru aðgengilegar öllum á Íslandi og því ill­ mögulegt að greina heildarnotkun nemenda HÍ hvað þá notkun á einstaka sviðum eða hópum. Það hefur færst í vöxt að háskólabókasöfn rannsaki tengsl útlána og námsgengis og/eða notkunar á rafrænu efni og námsgengis. Jafnframt hafa tengsl bókasafns­ heimsókna nemenda og einkunna verið skoðaðar ﴾Matt­ hews, 2012; Cox og Jantti 2012; Davidson, Rollins, og Cherry, 2013; Wong og Webb, 2011﴿. Ein slík rannsókn var gerð í Háskólanum í Huddersfield í Vestur­Yorkshire ﴾Norður Englandi﴿. Árið 2008 var háskólabókasafn þeirra metið sem eitt af tíu bestu bókasöfnum í Bretlandi fyrir framúrskarandi þjónustu og aðstöðu. Heildarfjöldi nem­ enda var 24.000 á sjö fræðasviðum ﴾Goodall og Pattern, 2011, bls. 159﴿. Í greininni eru fyrstu niðurstöðurnar kynntar en engin marktektarpróf voru framkvæmd. Helstu niðurstöður eru þó forvitnilegar sér í lagi þar sem notkunin var ekki mæld eftir spurningalistum heldur var raunveruleg notkun skoðuð með keyrslum í útlánakerfinu og notkunin á rafræna efninu var mæld með innskrán­ ingu á gagnasöfnin. Auk þess voru bókasafnsheimsóknir hvers nemanda taldar. Aðgangi að gagnasöfnum á há­ skólasvæðinu var breytt í innskráningu ﴾í stað IP að­ gangs﴿ til að mæla alla notkun, jafnt heima sem og í háskólanum. Einkunnir nemenda voru fengnar frá nem­ endaskrá og bókasafnsheimsóknir voru taldar við inn­ gang bókasafnsins þar sem nemendur þurftu að skanna nemendaskírteini sín til að fá inngöngu. Helstu niður­ stöður voru þær að nemendur með 1. einkunn fengu mest lánað og notuðu rafræn gögn meira en nemendur með 2. og 3. einkunn. Nemendur með 3. einkunn fengu minnst lánað og notuðu einnig raf­ræn gögn minnst. Engin tengsl voru milli bókasafnsheimsókna og ein­ kunna ﴾Goodall og Pattern, 2011, bls. 166–7﴿. Í framhaldi af þessari rannsókn hlaut Háskólinn í Huddersfield sex mánaða rannsóknarstyrk til að gera víðtækari rannsókn með þátttöku fleiri háskólabóka­ safna. Rannsóknin var framkvæmd 2009–2010 og hlaut nafnið The Library Link Impact Data Project. Tilgáta rannsóknarinnar var sú að marktækt samband væri á milli bókasafnsnotkunar og frammistöðu nemanda. Raf­ ræn notkun, útlánatölfræði og bókasafnsheimsóknir voru mældar og bornar saman við lokaeinkunnir ﴾1., 2., og 3. einkunn﴿ 33.074 nemenda í grunnnámi í átta háskólum í Bretlandi. Helstu niðurstöður voru þær að marktækt samband er á milli útlána og lokaeinkunna annars vegar og rafrænnar notkunar og lokaeinkunna nemanda hins vegar. Aftur á móti reyndust ekki vera tengsl á milli

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.