Bókasafnið - 01.06.2014, Qupperneq 36
Bókasafnið 38. árg. 2014
36
aldrei lánaða bók á síðasta skólaári.
Á mynd 3 má sjá að grunnnemar fá töluvert
meira lánað en framhaldsnemar, en um 57%
framhaldsnema höfðu ekkert fengið að láni á ár
inu á móti tæplega 40% grunnnema.
Í upprunalegu Huddersfield rannsókninni voru
útlán grunnnema í viðskiptafræði ﴾samtals 4.416﴿
sérstaklega birt og er fróðlegt að bera saman töl
fræði þeirra við útlán grunnema Menntavísinda
sviðs ﴾samtals 1.220﴿. Rétt er að taka allan
samanburð með fyrirvara þar sem rannsóknirnar
eru ólíkar. Samkvæmt töflu 1 er fjöldi útlána mjög
svipaður. Munurinn er þó mestur í fyrstu tveimur
flokkunum þar sem 39% nema á Menntavísinda
sviði höfðu ekkert fengið að láni á árinu á móti
47% nema í Huddersfield, og 24% nema á
Menntavísindasviði voru með eitt til fimm útlán á
árinu á móti 14% nema í Huddersfield. Hudders
field rannsóknin útilokaði nema í hlutanámi, fjar
námi, í styttri námskeiðum og fámennum
námskeiðum ﴾Goodall og Pattern, 2011, bls. 164﴿.
En eru tengsl milli fjölda útlána og einkunna á
Menntavísindasviði og er sá munur marktækur
eins og í The Library Impact Data Project? ﴾Stone
og Ramsden, 2013, bls. 546; 554﴿. Til að kanna
hvort svo sé var miðað við útlán útskriftarnema
sem brautskráðust í júní 2013. Á Kennarabraut
eru margir í diplómanámi ﴾bæði á grunnstigi og í
framhaldsnámi﴿. Þessir einstaklingar fá yfirleitt
minna lánað en aðrir nemar og þau skila ekki
lokaverkefni. Af þeim sökum voru nemar í
diplómanámi ﴾samtals 38﴿ fjarlægðir úr úrtakinu til
að fá marktækari niðurstöður og raunhæfari sam
anburð milli deilda. Töluverður munur reyndist
vera á útlánum útskriftarnema eftir námsstigi.
Grunnnemar fengu að meðaltali meira að láni en
meistaranemar og 40% meistaranema voru ekki
með nein útlán á árinu á móti 20% grunnnema.
Því var ákveðið að þrengja úrtakið enn frekar og
skoða eingöngu útskriftarnema í grunnnámi,
samtals 224 ﴾sjá mynd 4﴿. Þá er einnig raunhæf
ara að bera saman niðurstöðurnar við The Library
Impact Data Poject sem tekur einungis til út
skriftarnema í grunnnámi. Eins og áður er miðað
við útlán skólaárið 2012–2013.
Ljóst er að útlán útskriftarnema í grunnnámi eru tölu
vert hærri en útlán grunnnemanna allra ef við berum
saman mynd 3 og 4. Enda er það ekki ósennilegt að
vinna við lokaverkefni auki útlán, en langflestir nemar
ljúka verkefni sínu á lokaárinu. Að meðaltali fengu út
skriftarnemar 13 bækur að láni yfir árið en sá nemandi
sem var með flest útlán fékk 97 bækur að láni. Helming
ur nemanna fékk fleiri en sjö bækur að láni yfir árið.
Ef skoðuð er fyrst meðaleinkunn við útskrift í hverju
útlánaþrepi í töflu 2 er ljóst að meðaleinkunn við útskrift
hækkar eftir því sem útlánum fjölgar. Þó er hækkunin
mjög lítil og meðaleinkunn í öllum flokkunum er 1. stigs
einkunn ﴾7,25– 8,99﴿.
Mynd 1 – Útlán grunnnema eftir deild
Mynd 2 – Útlán framhaldsnema eftir deild
Mynd 3 – Útlán eftir námsstigi