Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Page 50

Bókasafnið - 01.06.2014, Page 50
Bókasafnið 38. árg. 2014 50 safnsins við notkun á Gegni. Aðeins einn nemandi gat lýst reynslu sinni af að notfæra sér hjálparsíður Gegnis og virtust einungis tveir nemendur þekkja til þeirra. Þegar talið barst að hindrunum nefndu nemarnir yfir­ leitt ekki neinar sérstakar hindranir við notkun á Gegni. Minntust nokkrir á það að bækurnar eða tímaritin fyndust stundum ekki í Gegni eða í hillum bókasafnsins þótt þær ættu að vera þar samkvæmt bókasafnskerfinu. Einn nemandi sagðist þess vegna hafa hætt að reyna að leita að tímaritum í Gegni og fara aðrar leiðir til þess að finna þau. Sumum fannst að það mættu vera skráðar meiri og ítarlegi upplýsingar um ritin og þótti þeim þá ekki alltaf augljóst að átta sig á innihaldi bókanna út frá upplýsing­ unum í færslunum. Einn nemandi benti á að skráning í Gegni byggði ekki á sömu stöðlum og notaðir væru við heimildaskráningu og að hann mætti nýtast betur við það. Viðmælendur sögðust þó almennt treysta upplýs­ ingunum í Gegni varðandi þetta. Yfirleitt þótti nemendum auðvelt að leita í Gegni, en flestir sögðust gera sér grein fyrir að það þyrfti að skipuleggja leitaraðferðir og huga vel að leitarorðinu til þess að fá afmarkaðar niðurstöður. Að mati eins þátttakanda var það mikill kostur hvað Gegnir skilaði góðum niðurstöðum þegar maður vissi lítið um efnið og annar sagði að það væri gott að hefja upp­ lýsingaleitina í Gegni vegna þess að þá sæi maður strax hvað væri til um efnið og hvar það væri staðsett. Það sem gerði Gegni „svo frábæran“ að mati þeirra var að geta fundið allt um eitthvert ákveðið efni, til dæmis bara með því að slá inn nafn eða tímabil og fá þá upp allt sem tengdist því og staðsetningu þess. Þá taldi einn viðmæl­ andinn að Gegnir væri góður „miðpunktur“ í „hafsjó upp­ lýsinga og kerfa“. Umræða Það er ljóst að afar misjafnt var hvað þátttakendur í rannsókninni höfðu fengið mikla fræðslu um Gegni. Meiri hluti þeirra hafði þó fengið leiðsögn á vinnulagsnám­ skeiðum og lærðu flestir að nota hann í gegnum verkefni í náminu. Líkt og í rannsókn Head og Eisenberg ﴾2009﴿ sóttu nemendurnir ekki að öðru leyti námskeið í bóka­ safninu og leituðu sjaldan aðstoðar starfsfólksins. Áherslur í kennslu í upplýsingaleit virtust misjafnar eftir háskóladeildum og var sums staðar eins og ráð væri fyrir því gert að nemendur lærðu hvernig ætti að bera sig að í gegnum verkefni í náminu án þess að bein kennsla færi fram. Þessar niðurstöður eru athyglisverðar í ljósi rann­ sóknar Jacqui DaCosta ﴾2010﴿ sem benti til að það væri ekki óalgengt að háskólakennarar legðu ekki áherslu á að kenna upplýsingafærni sérstaklega. Almennt voru þátttakendur í þessari rannsókn sammála um að kennsl­ an sem þeir fengu á námskeiðunum hefði mátt vera í formi hagnýtra verkefna og þótti þeim það ekki skilja mikið eftir sig að fá eingöngu sýnikennslu. Margir fræði­ menn hafa einmitt bent á nauðsyn hagnýtrar kennslu og álíta að almenn safnfræðslunámskeið bjóði ekki upp á fullnægjandi kennslu á bókasafnskerfið ﴾Ansari og Amita, 2008; Morupisi og Mooko, 2006; Novotny, 2004﴿. Óhætt er að segja að þátttakendur þekktu innihald gagnasafnsins nokkuð vel að því leyti að flestir vissu að Gegnir innihéldi upplýsingar um íslenskt og erlent efni á ýmsu formi í eigu íslenskra bókasafna. Þótt þekking þeirra á þessu væri að vísu eitthvað misjöfn virtust þeir sæmilega upplýsingalæsir varðandi ýmsa þætti. Þeir gerðu greinarmun á mismunandi upplýsingakerfum og leituðu upplýsinga í þeim gagnasöfnum sem þeir töldu viðeigandi að leita þeirra í. Þeir þekktu einnig leitar­ möguleikana í Gegni yfirleitt vel og gerðu greinarmun á þeim. Töldu flestir mikilvægt að skipuleggja leitaraðferðir vel, velja leitarorðið af kostgæfni og endurskoða að­ ferðirnar ef svo bæri undir. Á máli nokkurra mátti þó skilja að þeir notuðu mest einfaldar leitaraðferðir og kemur það að mörgu leyti heim og saman við það sem erlendar rannsóknir benda til, sem sé að nemendur haldi sig við einfaldar aðferðir og noti mikið orðaleit, höfunda­ og titlaleit og skimun ﴾Ansari og Amita, 2008; Morupisi og Mooko, 2006﴿. Rannsókn Griffiths og Brophy ﴾2005﴿ benti til að notkun nemenda á upplýsingakerfum væri mismunandi eftir námsgreinum og segja má að notkun á Gegni hafi að einhverju leyti tengst faginu sem nemarnir lögðu stund á enda virtist notkun þeirra á gagnasöfnum markast af því efni sem þeir þurftu á að halda í náminu. Flestir nemarnir höfðu þörf fyrir að nota hefðbundið bókasafnsefni og þeir sem höfðu aðallega þörf fyrir er­ lendar fræðigreinar í náminu notuðu erlendu gagnasöfn­ in meira en Gegni. Þó nokkrir kváðust samt alltaf byrja að leita í Gegni nema þeir vissu alls ekkert um efnið. Þessum niðurstöðum svipar nokkuð vel til niðurstaðna rannsóknar Head og Eisenberg ﴾2009﴿ sem leiddi í ljós að nemarnir þekktu ágætlega til upplýsingalinda bóka­ safnsins og notuðu mismunandi upplýsingakerfi eftir því á hvaða stigi upplýsingaleitarinnar þeir voru. Afstaða nemendanna til Gegnis var mjög jákvæð og ber niðurstöðunum að því leyti saman við erlendar rann­ sóknir sem sýna að háskólanemar almennt eru yfirleitt ánægðir með bókasafnskerfið ﴾Ansari og Amita, 2008; Hsieh­Yeah, 1996; Islam og Ahmed, 2011﴿. Mat þátt­ takenda á Gegni var almennt það að gagnasafnið væri hentugt og áreiðanlegt og sparaði þeim tíma við upplýs­ ingaöflunina. Líkt og nemendurnir í rannsókn Head og Eisenberg ﴾2009﴿ virtust þeir velja þær upplýsingalindir

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.