Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Side 53

Bókasafnið - 01.06.2014, Side 53
Bókasafnið 38. árg. 2014 53 Útdráttur Markmið þessarar greinar er að fjalla um hvernig þarfir þjóðfélagsins fyrir skipulagningu skráðrar þekkingar og menntaða sérfræðinga í bókasafns­ og upplýsingafræði mynduðust samfara tækniframförum. Tilgangurinn var enn fremur að færa til bókar hvernig námsgreinin bókasafns­ og upplýsingafræði hafði þróast innan Háskóla Íslands. Eigindlegar aðferðir voru notaðar við söfnun rannsóknargagna. Gagna var aflað úr útgefnum og óútgefnum heimildum varðandi Háskóla Íslands. Niðurstöðurnar gefa til kynna að bókasafns­ og upplýsingafræði innan Háskóla Íslands hafi að mestu þróast í samræmi við samfélagsþörfina. Framfarir í vinnumenningu og tækni leiddu til aukinna þarfa fyrir sérmenntað starfsfólk í bókasafns­ og upplýsingafræði um miðja síðustu öld. Áhersla hefur verið lögð á að kenna allar undirstöðugreinar innan bókasafns­ og upplýsingafræði í Háskóla Íslands. Skortur á fé hefur hins vegar leitt af sér kennaraeklu sem aftur hefur haft í för með sér að ekki hefur verið hægt að bjóða upp á mikla fjölbreytni í námskeiðsvali. Í upphafi kennslu í greininni, upp úr miðri síðustu öld, var boðið upp á bókasafnsfræði sem aukagrein. Fljótlega þróaðist greinin í að verða fullgild háskólagrein til BA­prófs og er hún nú kennd til MA­, MIS­ og PhD­gráðu auk diplómanáms á meistarastigi. Í júní 2014 höfðu 563 nemendur lokið BA­gráðu og starfsréttindanámi til BA­ prófs, 69 MLIS­gráðu, sjö MA­gráðu og 22 diplóma á meistarastigi. Fyrsti nemandi með PhD­gráðu útskrifaðist frá námsbrautinni í júní 2013. Niðurstöðurnar lýsa þróun og stöðu námsgreinarinnar. Ekki er lengur boðið upp á BA­nám í fræðigreininni og frá og með haustmisseri 2014 verður hún einungis kennd á framhaldsstigi. Nafni námsbrautarinnar hefur nú verið breytt í upplýsingafræði. Inngangur Með breyttum atvinnuháttum jókst þörfin fyrir skipu­ lega miðlun þekkingar eftir því sem leið á síðustu öld. Það leiddi meðal annars til þess að námi í bókasafns­ fræði var komið á fót við Háskóla Íslands 1956. Með breyttum tímum þróaðist heiti námsgreinarinn­ ar í bókasafns­ og upplýsingafræði og síðar í upplýs­ ingafræði árið 2013. Árið 2004 urðu tímamót hjá námsgreininni þegar sett var á laggirnar fastmótað ML­ IS­nám ﴾Master of Library and Information Science﴿. Ár­ ið 2013, þegar nafni námsgreinarinnar hafði verið breytt í upplýsingafræði, öðlaðist MLIS­námið heitið MIS­nám ﴾Master of Information Science﴿. Kennsla í námsgreininni hefur staðið óslitið í meira en hálfa öld. Mikilvægt er að námsgrein sem þessi þró­ ist í takt við breytingar á atvinnuháttum og tækni og í þessari tímaritsgrein er meðal annars leitast við að svara spurningunni um hvort svo hafi verið. Í upphafi greinarinnar er skýrt frá aðferðafræði og gagnasöfnun. Því næst er fjallað um forsögu og fél­ agslegt samhengi þess að þörfin fyrir starfsfólk með sérfræðimenntun á bókasöfnum kom til sögunnar. Í framhaldinu er stiklað á stóru varðandi sögu og þróun námsgreinarinnar frá því að hún hóf göngu sína í Há­ skóla Íslands til nútímans. Þar er gæðamati, sem unnið var fyrir námsgreinina lýst, og stefna og helstu markmið hennar tíunduð. Þá eru námsleiðum og námi eins og það er nú gerð skil og greint frá þeim breytingum á námi í bókasafns­ og upplýsingafræði, nú upplýsingafræði, sem felst í því að BA­nám var lagt niður frá og með há­ Ágústa Pálsdóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir eru prófessorar í upplýsingafræði, Félags­ og mannvísindadeild Háskóla Íslands Tímamót í sögu námsgreinar: Upplýsingafræði í Háskóla Íslands Dr. Ágústa Pálsdóttir og dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.