Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2014, Qupperneq 57

Bókasafnið - 01.06.2014, Qupperneq 57
Bókasafnið 38. árg. 2014 57 innan atvinnulífsins og á sviði rannsókna og kennslu. Til þess að framfylgja stefnunni er leitast við að hafa á boð­ stólum námskeið sem innihalda alla nauðsynlega þætti í bókasafns­ og upplýsingafræði og tengdra greina. Stefnt er að því hafa endurskoðun sífellt í gangi hvað varðar námið í heild, námsleiðir og einstök námskeið. Megin­ markmiðin með kennslunni eru: • Að útskrifa nemendur sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til þess að skila árangursríkri vinnu á starfsvettvangi. • Að hvetja nemendur til þess að fylgjast með þeim öru breytingum sem eiga sér stað í starfs­ umhverfi fræðigreinarinnar og tileinka sér nýj­ ungar með símenntun að loknu háskólanámi. • Að stuðla að því að nemendur miðli þekkingu eftir að námi lýkur til dæmis með námskeiðs­ og fyrirlestrahaldi á vinnustöðum sínum. • Að hvetja nemendur til rannsókna og leiða þeim fyrir sjónir að innan fræðigreinarinnar er víða óplægður akur hvað rannsóknarverkefni varðar. • Að hvetja nemendur til framhaldsnáms og gefa þeim gott veganesti svo að þeir séu færir um að velja þá leið. Ofangreind markmið eru háð því að boðið sé upp á nægjanlegt úrval námsleiða og námskeiða ﴾Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2005﴿. Það er svo aftur á móti háð því fé og þeim starfskrafti sem námsbrautin hefur yfir að ráða hverju sinni hvernig til tekst. Nám og kennsla Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að kennsla hófst í greininni árið 1956. Námið hefur tekið breytingum og þróast á þeim áratugum sem liðnir eru. Árið 1979 var fyrst boðið upp á sérhæfingu skólasafnsvarða. Kennsla í skjalavörslu hófst sama ár og árið 1994 var boðið upp á sérhæfingu á sviði skjalastjórnar ﴾Háskóli Íslands, 1979; 1993﴿. Fleiri sérhæfingarleiðir hafa fylgt í kjölfarið svo sem upplýsingafræði og þekkingarmiðlun og stjórnun og stefnumótun ﴾Háskóli Íslands, 2014a﴿. Fjöldi nemenda sem hafa útskrifast sem skólasafnsverðir ﴾30 einingar eða 60 ECTS﴿ er 52 ﴾Háskóli Íslands, 2001; Jóna Margrét Guðmundsdóttir munnleg heimild, 14. ágúst 2012﴿. Í árslok 2013 höfðu alls 553 nemendur útskrifast með BA­gráðu í bókasafns­ og upplýsingafræði frá Há­ skóla Íslands ﴾Háskóli Íslands, 2014a; Kristín H. Péturs­ dóttir og Ragnhildur Bragadóttir, 1998; Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997﴿. Mynd 1 sýnir fjölda útskrifta úr BA­ námi og dreifingu á árunum 1964­2013. Sem sjá má hefur útskrifuðum BA­nemum farið fækkandi hin síðari ár. Það helst í hendur við dvínandi aðsókn í BA­námið. Í júní 2014 útskrifuðust tíu nemendur úr BA­náminu og von er á fleiri útskriftum í október 2014. Með setningu laga um bókasafnsfræðinga, nr. 97/1984, var kveðið á um að þeir sem höfðu lokið há­ skólaprófi í annarri grein, auk að minnsta kosti 60 ein­ inga námi í bókasafnsfræði ﴾120 ECTS﴿, mættu kalla sig bókasafnsfræðinga. Um þær mundir var komið á fót svokölluðu starfsréttindanámi í bókasafns­ og upplýs­ ingafræði til 60 eininga ﴾120 ECTS﴿ ætlað þeim sem höfðu háskólapróf í annarri grein. Árið 1990 höfðu um það bil tíu nemendur útskrifast með starfsréttindanám í greininni ﴾Félagsvísindadeild. Háskóli Íslands, 2001﴿. Á mynd 2 má sjá yfirlit yfir fjölda nemenda sem út­ skrifuðust með starfsréttindanám á árunum 1990­2006 og eru þeir 43 samtals ﴾Háskóli Íslands, 2001; Háskóli Íslands, 2012; Kristín H. Pétursdóttir og Ragnhildur Mynd 1: Dreifing útskrifta úr BA-námi eftir árum, 1964 til 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.