Bókasafnið - 01.06.2014, Page 66
Bókasafnið 38. árg. 2014
66
kostsins enn í geymslu úti í bæ. Eftirspurnir úr þeim
safnkosti eru skráðar niður og efni sótt þangað einu sinni
í viku, en vonir standa til að hægt verði að koma öllum
safnkostinum fyrir á þessu ári. Það var því snemma ljóst
að gera þurfti ýmsar breytingar á núverandi húsnæði og
hluti þeirra breytinga hefur nú þegar farið fram, meðal
annars með niðurbroti veggja.
Við flutningana var tekin sú ákvörðun að hafa alla
menningarviðburði innan safnsins en áður höfðu allir
stærri dagskrárliðir farið fram í menningarsölum
Reykjanesbæjar, svo sem Listasafni og Bíósal. Í Ráð
húsinu rekur Angela Marina Barbedo Amaro Ráðhúskaffi
og gaman hefur verið að prófa samstarf við kaffihúsið. Í
nóvembermánuði voru til að mynda þrjú Bókakonfekt
þrjú síðdegi í röð í stað einnar stórrar dagskrár í byrjun
desember. Árleg menningardagskrá til heiðurs Erlingi
Jónssyni listamanni var einnig með nýju sniði í ár.
Aðrar breytingar urðu á starfsemi Bókasafns
Reykjanesbæjar árið 2013. Hulda Björk Þorkelsdóttir for
stöðumaður til 21 árs lét af störfum og við forstöðu tók
Stefanía Gunnarsdóttir bókasafns og upplýsingafræð
ingur. Stefanía hefur auk þess mastersgráðu í opinberri
stjórnsýslu og rúmlega sex ára starfsreynslu á safninu.
Fastráðnir starfsmenn safnsins eru samtals 10 í mismikl
um starfshlutföllum.
Mynd.4 Upplýsingaþjónusta eftir breytingar
1984
Geng niður götu minninganna
hvar litirnir fölna,
blöðin sölna,
hrópin hljóðna,
en sól skín að eilífu.
Steikjandi hitinn á malbikinu
útvarp í fjarska,
hamarshöggin,
rauðröndótt sippuband,
hring eftir hring eftir hring eftir hring.
Eyrún Ýr Tryggvadóttir