Bókasafnið - 01.06.2014, Page 67
Í upphafi árs 201 3 hófst vinna við nýja stefnumótun
fyrir Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Til-
gangurinn var eins og í síðustu stefnumótun, að búa ti l
vegvísi sem nýtist starfsfólki safnsins við að þróa starf-
semina á næstu árum. Framkvæmdaráð safnsins sem í
sitja sviðsstjórar og landsbókavörður, ásamt starfs-
mannastjóra voru stýrihópur við vinnuna og báru hitann
og þungann af mótun stefnunnar. Sigurjón Þórðarson
hjá ráðgjafafyrirtækinu Gekon leiddi verkefnið í upphafi,
tók þátt í skipulagningu og stýrði fundum.
Við mótun stefnunnar var haft víðtækt samráð og
haldnir fundir með starfsfólki, helstu samstarfs- og hags-
munaaðilum og sérstakur fundur var haldinn með hópi
stúdenta frá Háskóla Íslands. Stjórn safnsins tók einnig
virkan þátt í vinnunni, sótti fundi og fór yfir stefnuskjöl á
mismunandi stigum en hún skal vera landsbókaverði ti l
ráðgjafar um stefnu safnsins. Þá voru ýmis gögn lögð ti l
grundvallar, svo sem lög safnsins frá 201 1 , bókasafna-
lög sem voru samþykkt í árslok 201 2, þingsályktun Al-
þingis um menningarstefnu 201 3, stefna
ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 201 3, gögn
frá Landskerfi bókasafna og Landsaðgangi auk þess
sem tekið var mið af þróun í málaflokknum víða um
Þekkingarveita í al lra þágu :
Stefna Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
201 3-201 7
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur MA,
stjórnsýslufræðingur MPA og er landsbókavörður frá 2007.
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir
Mynd 1: Vinna við stefnumótun
Mynd 2: Stund milli stríða
- U pplýsingatækni
- Rannsóknir og nýsköpun
- Safnkostur og skráning
- Varðveisla
- Aðgengi og miðlun
- Þjónusta
- Vinnumenning og vinnuumhverfi
- Rými
M álaflokkar:
- Frumkvæði
- Þróun og nýsköpun
- M etnaður og fagmennska
- Samvinna
Gildi: