Bókasafnið - 01.06.2014, Page 77
Bókasafnið 38. árg. 2014
77
Kölnarsafni glæpasagnasjálfsala að láni án endurgjalds
í nokkur ár. Sjálfsalinn sem er samstarfsverkefni er fyrsti
sjálfsali sinnar tegundar í Þýskalandi. Samningurinn milli
safnsins og Sorting Systems er þannig að eftir nokkur
ár, þegar reynsla er komin á sjálfsalann, skal notkun
hans metin og vilji safnið halda áfram notkun sjálfsalans
mun það leigja tækið af Sorting Systems. Leyfi var feng
ið hjá stjórn almenningssamgangna í Köln fyrir afnot af
svæði í lestarstöð við Neumarkt-Passage sem er ekki
langt frá aðalsafninu. Þetta er nýbreytni í þjónustu sem
er ekki í boði annars staðar. Stjórn almenningssam
gangna í Köln samþykkti að safnið þyrfti ekki að greiða
leigu þar sem um er að ræða frumkvöðlaverkefni, en al
mennt er svæðisleiga í lestarstöðvum mjög há. Safnið
fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun þegar sjálfsalinn var tekinn
í gagnið og voru bæði ljósvaka sem og prentmiðlar með
veglega umfjöllun um þessa nýbreytni.
Þegar tilboðið kom frá Sorting Systems, framleið
anda vélarinnar, veltu menn fyrir sér hvaða bókmennta
tegund ætti að bjóða upp á. Glæpasögur urðu fyrir
valinu ﴾krimmar﴿, bækur sem eru í brennidepli þessa
stundina. Vélin er eingöngu með kiljur og eru 800 bæk
ur í henni. Auðvelt er að leita í vélinni að efni á snerti
skjá. Lánþegar nota skírteini til að fá lánaðar bækur.
Einnig er hægt að skila bókunum aftur í vélina eða í
safnið. Vélin er opin allan sólarhringinn öllum þeim sem
eru með gilt bókasafnsskírteini. Ekki eru allir á eitt sáttir
um hvort áframhald eigi að vera á notkun þessa tækis
þar sem leigan er há. Metið verður á næstunni hvort
áframhald verði á þjónustunni.
Nördar
Á safninu eru reglulegir viðburðir með tækjakynn
ingum, fyrirlestrum og „hittingum” fyrir „nörda” eins og
þekkist af samfélagsmiðlunum en ekki utan þeirra. Með
al heppnaðra viðburða er „Vísindaslamm“ sem er í lík
ingu við ljóðaslamm, þar sem vísindamenn kynna sín
sérsvið á óhefðbundinn og einfaldan hátt.
Af öðrum viðburðum má nefna þegar tveir aðilar frá
þýsku geimferðarstofnuninni ásamt einum aðila frá þeirri
evrópsku héldu fyrirlestur um störf sín og komust færri
að en vildu. Umsjónaraðilar Geeks viðburðanna stefna
að því að fá aðila frá þýsku geimferðastofnuninni árlega
á „Nörda viðburði” ﴾geeks event﴿. Höfundar veltu fyrir
sér hvort hægt væri að útfæra „nörda viðburð“ í Bóka
safni Kópavogs, til dæmis með því að vera með teikni
mynda og fantasíuviðburð í samvinnu við Nexus bóka
og leikjasölu. Einnig væri tilvalið að fá Sprengjuteymið til
að vera með sýningu og umræður um efnafræði. Fyrir
tækið Geeks@cologne er með eigin vefsíðu
http://geekscologne.mixxt.de/ sem Babett Hartmann,
starfsmaður bókasafnsins sér um.
Þrívíddarprentari
Í Kölnarsafni hefur þrívíddarprentari verið tekinn í
notkun til almenningsnota. Prentarinn var nokkuð dýr,
kostaði um 2.200 evrur. Tækið prentar litla hluti úr plasti
eftir teikningu úr þar til gerðri skrá sem koma verður
með í safnið. Til eru stórir prentarar sem prenta út heilu
byggingarnar og gera það að verkum að hægt er að
vera með óhefðbundið byggingarform. Í alþjóðlegu
geimstöðinni sem svífur á sporbraut um jörðu er þrívídd
arprentari sem býr til varahluti í geimstöðina úr þeim
efnum sem þar þarf að nota – eins konar varahluta
prentari. Það vakti mikla athygli þegar safnið fékk þenn
an prentara og var fjallað um það í fjölmiðlum. Í dag er
boðið upp á sýningu á þrívíddarprentun vikulega og geta
viðskiptavinir komið með hlut til útprentunar þeim að
kostnaðarlausu. Talsvert er um að nemendur í arkitektúr
komi með teikningar af hlutum eða byggingum sem þeir
fá prentað út til að setja á þrívíddarlíkan. Til þess að
geta nýtt sér þessa þjónustu þurfa skjölin sem við
skiptavinir hafa meðferðis að vera á STL formi ﴾standard
tessellation language﴿. Plastið sem notað er í þrívíddar
prentun er 1.8 mm þykkur hitaþolinn plastþráður PLA
﴾Polylactide Polylactic acid﴿. Prentarinn hitar plastið og
leggur það í lögum þar til hluturinn er fullgerður, en það
getur tekið allt frá nokkrum mínútum upp í nokkra
klukkutíma að prenta út einn hlut allt eftir stærð og því
hversu flókin teikningin er.
Makerspace
Skemmtileg nýjung í starfi bókasafnsins í Köln er
Makerspace. Þar er búið að koma upp all góðu hljóðveri
og vinnuaðstöðu fyrir upprennandi tónlistarmenn. Þar er
hljómborð sem er hægt að tengja við tölvu á staðnum og
inniheldur hugbúnað sem hljómborðið spilar á. Þarna er
einnig fjölbreyttur hljóðbreytir fyrir gítar og gítarmagnari,
góður hljóðmixer, hljóðnemi og sérstakir hljóðvers
hátalarar.
Makerspace Kölnarsafns er hugsað fyrir upprenn
andi listamenn bæði til að koma saman og skiptast á
hugmyndum og líka til leiða saman hesta sína. Enn
fremur geta tónlistarmenn fengið aðstöðuna til afnota
fyrir prufuupptökur ﴾demos﴿. Framtíðaráform safnsins
eru þau að tengja fleiri listgreinar í Makerspace, til
dæmis myndbandagerð, myndvinnslu. Makerspace er á
fimmtu hæð safnsins þar sem tónlistardeildin er og á vel
við þar sem fyrsta hlutverk Makerspace rýmisins er
tónlistartengt. Að sögn Babett Hartmann, sem hefur um