Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Page 80

Bókasafnið - 01.06.2014, Page 80
Samtök forstöðumanna almenn­ ingsbókasafna ﴾SFA﴿ stóðu fyrir málþingi í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Mennta­ og menningarmálaráðuneytið í Bókasafni Mos­ fellsbæjar föstudaginn 27. september kl. 8.30­12.30. Hvatinn að málþinginu voru áhyggjur manna af breyting­ um á skipulagi innan menningarsviðs nokkurra sveit­ arfélaga og fyrirkomulagi bókasafnamála innan þeirra. Í tilefni af samþykkt Alþingis á nýjum bókasafnalögum sem tóku gildi 3. janúar 2013 var ákveðið að SFA kæmu til fundar við fulltrúa sambandsins til þess að ræða breytingar á lagaumhverfinu. Meginafstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga var sú að lagarammi nýju laganna ætti að veita nægjanlegt aðhald í ljósi þess að um almannaþjónustu væri að ræða en jafnframt að skapa svigrúm til að þróa þjón­ ustuna. Á fundinum var lýst eftir sterkari áherslum sam­ bandsins um málefni bókasafnanna og mikilvægi og vaxandi hlutverk þeirra undirstrikað. Forstöðumönnum almenningsbókasafna hefur þótt vanta aðila úr kerfinu sem fylgist með framgangi laga og stefnumörkun um starfsemi bókasafna. Bætt er úr því með bókasafnaráði samkvæmt 5. gr. 1. lið nýju laganna. Samband íslenskra sveitarfélaga gætir hagsmuna sveitarfélaganna gagnvart ríkinu en stýrir ekki vinnu eða stefnu þeirra í hinum ýmsu málaflokkum, meðal annars menningarmálum. Fundarmenn voru á einu máli um nauðsyn þess að byggja upp öflug samskipti milli sveitarstjórnarmanna og forstöðumanna bókasafna um faglegt skipulag bókasafnaþjónustu og var í framhaldinu skipulagt málþing um málefni almenningsbókasafna undir yfirskriftinni „Bókasafn framtíðarinnar“. Málþingið sóttu forstöðumenn almenningsbóka­ safna ásamt fulltrúum úr menningarnefndum nokkurra sveitarfélaga, hátt í 50 manns. Hér á eftir verður greint frá erindum nokkurra forstöðumanna bókasafna og full­ trúa annarra stofnana: Halldór Halldórsson, formaður Sambands ís­ lenskra sveitarfélaga fjallaði um stöðu sveitarfélaga eftir hrun. Hann sagði aðstæður sveitarfélaga hafa breyst og skera hefði þurft niður og forgangsraða. Framlög til menningarmála hefðu aukist eftir hrun, úr 5,5 milljörðum 2007 í 8 milljarða 2012. Þar af runnu 1,6 milljarðar til bókasafna árið 2007 ﴾30%﴿ en 1,9 milljarðar árið 2012 ﴾23,75%﴿. Halldór sagði ennfremur að sambandið væri í tengslum við systurfélög á Norðurlöndunum sem fylgdust með innleiðingu á rafbókaútlánum í bókasöfn­ um og öðru þróunarstarfi. Vinna við stefnumörkun í menningarmálum krefðist faglegs stuðnings. Skoða þyrfti hlutverk bókasafna í upplýsingaþjónustu, útlánum á rafrænu efni til hagsbóta í afskekktum byggðum, þjón­ ustu við erlenda samborgara og framboði á athvarfi í erli dagsins. Eiríkur Þorláksson, fulltrúi mennta­ og menn­ ingarmálaráðuneytis lýsti þróun í lagasetningu og lagaramma fyrir bókasöfn og hlutverki nýs bóka­ safnaráðs. Með nýju bókasafnalögunum nr. 150/2012 urðu breytingar á ákvæðum um skólabókasöfn og bókasafnasjóð rithöfunda. Höfundalögin frá 1972 þyrfti að endurskoða í samræmi við tækni nútímans til að koma efni á framfæri án mikils kostnaðar eða tilhneig­ ingar til að taka efni til sín án greiðslu. Hann benti á að almenningsbókasöfnum á Norðurlöndunum væri að fækka. Lesa mætti í fagtímaritum bókasafna um sam­ vinnu og samstarf safnanna og hlutverk þeirra sem þekkingarveitur og fræðslustofnanir með virka þjónustu og miðlun. Nýju lögin gæfu sveitarfélögum og söfnum gott tækifæri til að víkka út hlutverk sitt sem upplýsinga­ miðstöðvar ferðamála og miðstöðvar menningarmála al­ mennt. Því næst greindi Eiríkur frá áðurnefndu bóka­ Almenningsbókasöfn ­ mikilvægur fjársjóður til framtíðar Málþing um málefni almenningsbókasafna á Íslandi Fundaritari Helga Jónsdóttir Sunna Njálsdóttir bjó til birtingar fyrir Bókasafnið Sunna Njálsdóttir er bókasafns­ og upplýsingafræðingur og forstöðumaður Bókasafns Grundarfjarðar frá 1986.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.