Bókasafnið - 01.06.2014, Page 84
Haustið 2007 hlotnaðist mér sá heiður að vera að-
stoðarkona hennar Önnu Einarsdóttur á hinni þekktu
bókamessu í Gautaborg sem haldin er ár hvert í sýn-
ingarsvæðinu Svenska mässan við Gothia hótelið, sem
jafnframt er eitt al lra fínasta hótelið þar í borg. Ég vissi
al ltaf að Anna Einarsdóttir væri miki l kraftaverkakona
þegar kom að kynningu íslenskra bókmennta á Norður-
löndunum, en að orðspor hennar væri svo djúpt sem
raun ber vitni kom mér á óvart. Þar buktuðu sig fyrir
henni ful l ir af lotningu hver höfðinginn á fætur öðrum,
ráðherrar, menningarfrömuðir, rithöfundar, sjónvarps-
stjörnur og jafnvel forsetar. Þegar Anna birtist í móttöku
hótelsins þustu á móti henni flestir móttökuritararnir og
uppi á 1 1 . hæð hótelsins beið hennar sama herbergið og
jafnan áður, með blómvendi og kampavínsflösku.
Mér leið svona eins og ég væri skyndilega orðin fylgi-
kona drottningar.
Það hafði verið minn draumur um margra ára skeið
að fara á bókamess-
una í Gautaborg og
þegar tækifærið datt
upp í hendurnar á
mér greip ég það
auðvitað. Í fjóra dá-
samlega daga stóð
ég síðan við hlið
Önnu í íslenska
básnum okkar í hinni
stóru sýningarhöll
sem er svona eins og 4-5 Laugardalshall ir að flatarmáli .
Þarna voru bókaútgefendur og rithöfundar frá öllum
Norðurlöndunum og víðar ti l að sýna sig og kynna bók-
menntir sinna landa. Sömuleiðis var mikil og stór dag-
skrá haldin samhliða þeim kynningum sem fram fór á
sýningarsvæðinu. Þar var meðal annars hægt að taka
þátt í málstofum, erindi voru haldin og höfundar kynntu
sig og sínar afurðir, auk þess sem ýmis mannréttindafé-
lög og hjálparstofnanir vöktu athygli á ýmsum mannúð-
armálum.
Á hverri bókamessu er
alltaf valinn einn aðalfyrirles-
ari og að þessu sinni var það
friðarnóbelsverðlaunahafinn
Desmond Tutu frá Suður-
Afríku sem var boðið ti l
messunnar í ti lefni af því að
ævisaga hans, Rättvisans
rebell eftir John Allen, var
nýkomin út á sænsku.
Ég var þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að dvelja á
meðan á bókamessunni stóð hjá gamall i og góðri vin-
konu minni, Jean Njamela, frá Suður-Afríku, sem nú er
látin. Hún hafði búið í Svíþjóð allt frá þeim tíma sem hún
og maður hennar, Bawana, komu sem pólitískir flótta-
menn þangað árið 1 973, vegna virkni þeirra í ANC
(African National Congress). Þau hjón voru góðir vinir
Nelson Mandela (meðal annars var Bawana, þá ung-
l ingur, samfangi hans um tíma á Robbin Island) og höfðu
Gróa Finnsdóttir lauk BA-námi í bókasafns- og upplýsingafræði við
Háskóla Íslands árið 1 988 og BA-námi í almennri bókmenntafræði árið
1 992 frá sama skóla. Hún starfar sem fagstjóri bóka- og heimildasafns
Þjóðminjasafns Íslands þar sem hún hefur unnið síðan 1 988.
Af bókamessu, Jesú, ryksugu,
uppþvottavél og nútíðarhugljómun
Gróa Finnsdóttir
Hér greinir meðal annars frá
því þegar Desmond Tutu
líkir Jesú Kristi við upp-
þvottavél en ekki ryksugu
Mynd 2. Desmond Tutu.
Mynd fengin frá
www.wikipedia.org
Mynd 1. Anna Einarsdóttir og Gróa
Finnsdóttir á bókamessunni í Gautaborg