Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 84

Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 84
Haustið 2007 hlotnaðist mér sá heiður að vera að- stoðarkona hennar Önnu Einarsdóttur á hinni þekktu bókamessu í Gautaborg sem haldin er ár hvert í sýn- ingarsvæðinu Svenska mässan við Gothia hótelið, sem jafnframt er eitt al lra fínasta hótelið þar í borg. Ég vissi al ltaf að Anna Einarsdóttir væri miki l kraftaverkakona þegar kom að kynningu íslenskra bókmennta á Norður- löndunum, en að orðspor hennar væri svo djúpt sem raun ber vitni kom mér á óvart. Þar buktuðu sig fyrir henni ful l ir af lotningu hver höfðinginn á fætur öðrum, ráðherrar, menningarfrömuðir, rithöfundar, sjónvarps- stjörnur og jafnvel forsetar. Þegar Anna birtist í móttöku hótelsins þustu á móti henni flestir móttökuritararnir og uppi á 1 1 . hæð hótelsins beið hennar sama herbergið og jafnan áður, með blómvendi og kampavínsflösku. Mér leið svona eins og ég væri skyndilega orðin fylgi- kona drottningar. Það hafði verið minn draumur um margra ára skeið að fara á bókamess- una í Gautaborg og þegar tækifærið datt upp í hendurnar á mér greip ég það auðvitað. Í fjóra dá- samlega daga stóð ég síðan við hlið Önnu í íslenska básnum okkar í hinni stóru sýningarhöll sem er svona eins og 4-5 Laugardalshall ir að flatarmáli . Þarna voru bókaútgefendur og rithöfundar frá öllum Norðurlöndunum og víðar ti l að sýna sig og kynna bók- menntir sinna landa. Sömuleiðis var mikil og stór dag- skrá haldin samhliða þeim kynningum sem fram fór á sýningarsvæðinu. Þar var meðal annars hægt að taka þátt í málstofum, erindi voru haldin og höfundar kynntu sig og sínar afurðir, auk þess sem ýmis mannréttindafé- lög og hjálparstofnanir vöktu athygli á ýmsum mannúð- armálum. Á hverri bókamessu er alltaf valinn einn aðalfyrirles- ari og að þessu sinni var það friðarnóbelsverðlaunahafinn Desmond Tutu frá Suður- Afríku sem var boðið ti l messunnar í ti lefni af því að ævisaga hans, Rättvisans rebell eftir John Allen, var nýkomin út á sænsku. Ég var þeirrar gæfu að- njótandi að fá að dvelja á meðan á bókamessunni stóð hjá gamall i og góðri vin- konu minni, Jean Njamela, frá Suður-Afríku, sem nú er látin. Hún hafði búið í Svíþjóð allt frá þeim tíma sem hún og maður hennar, Bawana, komu sem pólitískir flótta- menn þangað árið 1 973, vegna virkni þeirra í ANC (African National Congress). Þau hjón voru góðir vinir Nelson Mandela (meðal annars var Bawana, þá ung- l ingur, samfangi hans um tíma á Robbin Island) og höfðu Gróa Finnsdóttir lauk BA-námi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands árið 1 988 og BA-námi í almennri bókmenntafræði árið 1 992 frá sama skóla. Hún starfar sem fagstjóri bóka- og heimildasafns Þjóðminjasafns Íslands þar sem hún hefur unnið síðan 1 988. Af bókamessu, Jesú, ryksugu, uppþvottavél og nútíðarhugljómun Gróa Finnsdóttir Hér greinir meðal annars frá því þegar Desmond Tutu líkir Jesú Kristi við upp- þvottavél en ekki ryksugu Mynd 2. Desmond Tutu. Mynd fengin frá www.wikipedia.org Mynd 1. Anna Einarsdóttir og Gróa Finnsdóttir á bókamessunni í Gautaborg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.