Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 86
Bókasafnið 38. árg. 2014
86
fyrst og fremst verið að kenna þeim einn hlut með þessu
og það væri að fyrirgefa. Fyrirgefa og sýna síðan
auðmýkt og þakklæti. Í því fólst meðal annars sú viska
að Jesús væri al ls ekki eins og ryksuga líkt og margir
sem tækju ti l hendinni og hreinsuðu upp skítinn en
geymdu hann svo inní sér. Nei, hann kysi að líkja Jesús
frekar við uppþvottavél sem hreinsaði og losaði sig síðan
við óhreinindin. (Jesus is not a vacum cleaner - doesn´t
keep the dirt - he is rather like a dishwasher who moves
the dirt away). Nelson Mandela hefði haft þetta að leið-
arl jósi þegar hann varð forseti eftir 27 ára fangelsisvist
og gaf kvölurum sínum um leið upp sakir. Hann hefði
þvegið og losað sig við óhreinindin úr sálinni svo hann
gæti haldið áfram án þess að nokkuð íþyngdi honum.
Það varð almennur hlátur í salnum og blaðamaðurinn
ungi smitaðist einnig af andrúmsloftinu og allt í einu var
uppgerðar gáfumannasvipurinn horfinn og afslappað
unglingsandlit komið í l jós. Í kjölfarið rigndi fleiri spurn-
ingum yfir gestinn sem hann svaraði al ltaf af sömu
kátínunni og lífsgleðinni uns þar kom að tíminn var út-
runninn og Tutu sveif út úr salnum af sama léttleika og
hann hafði komið inn og veifaði ti l áhorfenda og brosti .
Eftir sátu ríflega þúsund manns með bros eyrna á
mil l i og leið öllum eins. Vegna dularful lra töfra hafði
þessum manni tekist að laða fram þá óskýranlegu
góðvild sem sameinar fólk, góðvild sem maður skynjar
að er öllum eiginleg, en sem svo sjaldan finnur sinn rétta
farveg. Í þessari óvenjulegu hamingju okkar áhorf-
endanna aumkuðum við okkur jafnframt yfir fávísi okkar
að vera búin að týna hæfileikanum til að gleðjast yfir öl lu
því sem við höfum.
Ég minntist þessarar stundar með Desmond Tutu fyr-
ir nokkru síðan þegar hann bar á góma í fréttum, og ég
ákvað svona uppúr þurru, að gera einn sunnudaginn að
„Degi gleðilegrar eftirtektar“. Ég vandaði mig virki lega
strax um morguninn þegar ég teygði úr mér og horfði
upp í svefnherbergisloftið: hverju gat ég glaðst yfir
akkúrat núna? Auðvitað fóru þessar vanabundnu
hugsanir af stað um allt það sem þurfti að gera, fara á
fætur, taka ti l mat, þrífa, þvo þvott, já og helst mála
svefnherbergið. . .
En allt í einu gerðist eitthvað. Mér tókst að sveigja af
þessari kunnuglegu hugsanabraut og hreyfði hendur og
fætur, deplaði auga og uppgötvaði að ég gat það og
mundi líka að það var ful lt af fólki sem gat þetta alls ekki
eða þá með harmkvælum. Ég leit út um gluggann og sá
sólskin í nýútsprungu trénu mínu - þvílík fegurð! Ég stóð
á fætur gat gengið og hreyft mig og kenndi hvergi ti l . Því-
lík gjöf. Ég þvoði mér og fann þessa mjúku ti lfinningu
þegar vatnið lék um hendurnar. Ég skynjaði snertingu og
fann ilm af pottablómunum mínum og mat, og hvernig
lungun fylltust af hreinu lofti . Seinna um daginn gekk ég í
sundlaugina og fann vorvind strjúka mér um andlitið og
blása í hárið og kitla mig á hálsinum. Ég synti baksund
og sá grábrydduð ský búa ti l síbreyti leg listaverk. Ég sá
fólk brosa, konur þurrka börnunum sínum og kjassa þau,
og gömul hjón leiðast yfir götu.
Í lok dagsins fann ég að mér hafði tekist, al lavega ör-
skotsstund af þessum góða degi að ti leinka mér þessa
nýju hugsun, að læra að njóta augnabliksins. En ég fann
að ströng og erfið þjálfun beið mín. Desmond Tutu hafði
vakið mig ti l umhugsunar um óhefðbundna leið ti l að láta
sér líða vel með því að minna mig á aðferð Nelson
Mandela ti l að gera heiminn betri . Með því að fyrirgefa
og losa sig við óhreinindi þjáninganna, sem hvort sem
var ti lheyrðu fortíðinni, og horfast í augu við dásemdir
augnabliksins án þess að nokkuð íþyngdi honum.
Um leið minntist ég nokkurra lína í bréfi hundrað ára
gamals frænda míns sem hann skrifaði ti l móður minnar
fyrir mörgum árum: „Mundu það svo Ella mín, að við
getum engu breytt um það sem liðið er, hið ókomna er
óráðið, en augnablikið, hin líðandi stund , eigum við og
er á valdi manns“.
Hann var gamall kennari, þessi góði frændi minn, og
einhvernveginn fyndist mér rétt að í þessari flóknu veröld
sem við lifum í um þessar mundir mættum við kenna
börnunum sitthvað um einmitt það að njóta, l ifa og
þakka. Eða hefur nokkurn tíma verið tekið próf í því að
njóta, sýna alúð, umburðarlyndi, heiðarleika, hug-
myndaauðgi, vináttu, samkennd, félagshæfni? Með öðr-
um orðum próf í því sem öllu máli skiptir í l ífinu? Af
hverju þurfum við að vera svona háð „viðurkenndum“
prófum, reglugerðum, tölum og titlum? Nýtum við
virki lega alla þessa þekkingu okkar ti l þess að verða
betri manneskjur? Notum við hana ekki frekar sem stað-
lausa stafi ti l að verða „samkeppnishæf“ og ota okkur
fram? Fyrir hvern? Hvað erum við að reyna að sanna?
Samfélagsnorm aftan úr órökstuddri forneskju?
Kunnum við að njóta með öllum þeim skilningarvitum
sem okkur voru gefin?
Gáum svolítið að þessu.