Bókasafnið - 01.06.2014, Page 87
Bókasafnið 38. árg. 2014
87
Guðrún Hólmfríður Gísladóttir
fæddist á Eyrarbakka 5. september
1920. Foreldrar hennar voru Gísli
Ólafur Pétursson læknir og Aðal
björg Jakobsdóttir. Systkinin voru
sjö sem upp komust, sex bræður
ásamt Guðrúnu. Einn bræðranna
var Jakob Gíslason sem var raf
orkumálastjóri frá 1947 og síðar
orkumálastjóri fram til 1972. Guðrún
stundaði nám við Gagnfræðaskóla
Lúðvíks Guðmundssonar á Ísafirði
og hjá Ágústi H. Bjarnasyni við
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga þar til
hún fékk inngöngu í stærðfræðideild
4. bekkjar Menntaskólans í Reykja
vík árið 1937. Þar lauk hún stúd
entsprófi vorið 1941. Guðrún giftist
Pétri Sumarliðasyni kennara árið
1939. Þau eignuðust fjóra drengi á
árunum 19401949. Guðrún kenndi
einn vetur stærðfræði í Kvennaskól
anum og vann sumarstörf hjá Raf
orkumálaskrifstofunni við útreikninga
úr landmælingum og teiknun korta.
Stofnunin keypti bækur til að styðja
við rannsóknir sínar og í þær sóttu
fræðimenn mikið. Til að hafa reglu á
hlutunum keypti stofnunin þýska
kerfið UDK sem byggði á bóka
safnskerfi Dewey. Með öðrum störf
um var Guðrún fengin til að flokka
bækur stofnunarinnar eftir þessu
kerfi og koma reglu á notkun þeirra.
Hún var svo ráðin í fasta vinnu við
safnið en naut þess ekki í launum
þar sem hún hafði ekki menntun á
sviði bókasafna. Á sjöunda ára
tugnum var farið að kenna bóka
safnsfræði við Háskóla Íslands og
Guðrún fékk leyfi til að sækja það
nám með vinnu. Hún lauk BAprófi
með þremur stigum í bókasafns
fræði, tveimur í jarðfræði og einu
stigi í bókmenntafræði vorið 1972.
Prófritgerð hennar sem hún lauk ár
ið 1967 fjallaði um tímaritakaup á
ríksstofnunum og varð seinna
grunnur að samskrá um erlend
tímarit á íslenskum bókasöfnum. Á
þessum árum urðu flestir náms
menn í verkfræði og náttúruvísind
um að sækja nám sitt til annarra
landa. Háskóli Íslands kenndi til fyrri
hluta prófs í verkfræði og kennsla í
jarðfræði og landfræði var ætluð
kennaranemum til BAprófs. Starfandi
verkfræðingar og fræðimenn í nátt
úruvísindum gátu því lítið sótt til Há
skólabóksafns eða Landsbókasafns
í sínum fræðum. Því var algengt að
þeir færu utan og dveldu við gagna
öflun á erlendum söfnum. Rann
sóknastofnanir urðu að bjarga sér
með eigin söfnum og þau voru með
al annars byggð upp á Hafrann
sóknastofnun, Veðurstofu Íslands
og Tilraunastöðinni á Keldum.
Jakob Gíslason raforkumálastjóri
stefndi að virkjun vatnsfalla og jarð
hita og réð til sín framsýna fræði
menn, svo sem Gunnar Böðvarsson
og Guðmund Pálmason á sviði jarð
hita og Jakob Björnsson og Hauk
Tómasson á sviði jarðfræði og orku
verkfræði. Þeir lögðu mikla áherslu
á að afla tímarita og fræðibóka
vegna rannsókna sinna og undir
stjórn Guðrúnar varð bókasafn Raf
orkumálaskrifstofu og síðar Orku
stofnunar lykilsafn í þessum
fræðum. Við úttekt á söfnum ríkis
stofnana þóttu söfn Hafrannsókna
stofnunar, Veðurstofu Íslands og
Raforkumálaskrifstofu taka öðrum
fram. Guðrún vann braut
ryðjendastarf við skipulagningu,
varðveislu og þjónustu í sínu safni
og til hennar leituðu allir sem störf
uðu í þessum greinum. Bókasafnið
sá einnig um útgáfu á skýrslum
stofnunarinnar sem urðu brátt mjög
miklar að umfangi. Guðrúnu var
einnig falið að skipuleggja skjala
safn stofnunarinnar. Hún leitaði fyr
irmynda í Danmörku og Noregi og
lagaði þær að þörfum stofnunarinn
ar. Guðrún var einn af stofnendum
Félags bókasafnsfræðinga árið
1973. Hún var einnig stofnfélagi í
Félagi um skjalastjórn og lengi virk í
Kvenréttindafélagi Íslands og bar
áttu fyrir launamálum kvenna. Störf
hennar voru mikils metin í öllum
þessum félögum og hún gerð heið
ursfélagi í þeim öllum.
Nú getum við sótt heimildir,
tímaritsgreinar og jafnvel bækur á
augabragði hvaðan sem er úr heim
inum. Við eigum því erfitt með að
gera okkur í hugarlund þá erfiðleika
sem Guðrún glímdi við í frumkvöð
ulsstarfi sínu. Hún átti drjúgan þátt í
þeim mikilvæga árangri sem Raf
orkumálaskrifstofan og Orkustofnun
náðu í virkjun vatnsafls og jarðhita.
Hennar verður lengi minnst sem
merks brautryðjanda í bókasöfnum
hér á landi.
Sveinbjörn Björnsson
Guðrún Gísladóttir
19202013
Minning