Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Malín Brand malin@mbl.is Lokað hefur verið um tveggja vikna skeið í bakaríi Bakarameistarans í Suðurveri. Þó er ekki þar með sagt að allt hafi verið með kyrrum kjör- um þar á meðan. Síður en svo! Á þessum tveimur vikum hefur hver sólarhringur verið nýttur eins vel og hægt var og bakaríið hreinlega end- urnýjað. Systkinin Andri og Sig- urbjörg reka Bakarameistarann ásamt föður sínum og stofnandanum Sigþóri Sigurjónssyni og hafa haft í nógu að snúast við að gera gera bak- aríið í Suðurveri einnig að kaffihúsi. Stein- og pitsuofnar Þegar gera á eins viðamiklar breytingar og í þessu tilviki er eins gott að gæta vel að undirbúningi til að hlutirnir gangi hratt fyrir sig. Tvær vikur eru ekki svo langur tími þegar allt kemur til alls en nokkrum tíma hefur verið varið í að taka stór- ar ákvarðanir um aukið vöruúrval, nýjar innréttingar og fleira. Þre- menningarnir hafa farið nokkrum sinnum út til Þýskalands til tækja- kaupa enda bakaríið byggt upp að þýskri fyrirmynd. „Við erum búin að taka húsnæðið alveg í gegn, skipta um allar lagnir, veggi og gólf,“ segir Sigurbjörg um helstu þrekvirkin sem unnin hafa verið á síðustu tveimur vikum. „Nánast öll tæki hafa verið endur- nýjuð. Við erum með nýja ofna í búðinni auk steinofna og pitsuofns. Við höfum útbúið horn þar sem verður bakað og eldað allan daginn,“ segir Andri. Viðskiptavinir geta fylgst með bakara og kokki að störf- um á meðan þeir njóta veitinganna þar sem hluti starfseminnar hefur verið færður inn í aðalrýmið. Sjálft aðalrýmið hefur stækkað umtalsvert frá því sem áður var og er húsnæðið nú um 80 fermetrum stærra og geta 55 manns sest þar að snæðingi. Sigurbjörg segir að mikil áhersla sé lögð á að viðskiptavinurinn fái vöruna sem ferskasta. „Við bökum jafnt og þétt yfir daginn, tökum rúnnstykkin úr ofninum, smyrjum þau og setjum á disk viðskiptavin- arins þannig að hann fær þetta al- veg nýtt og ferskt,“ segir hún. Kræsingar og kruðirí Hægt verður að velja úr enn fleiri vörutegundum en áður og munu ýmsar nýjungar prýða hillur bak- arísins í Suðurveri. „Fólkið á að þekkja okkar vöru þó að við komum með nýjungar. Við munum bjóða upp á ommilettur og verðum með pitsur í hádeginu sem við bökum í okkar stíl. Við erum vissulega með þekkta vöru þannig að það má ekki breyta of miklu,“ segir Sigurbjörg. Það verður því boðið upp á gott úr- val bakkelsis og brauða sem verður með sama handbragði og við- skiptavinir Bakarameistarans þekkja en tegundirnar verða marg- ar. „Við erum búin að sækja okkur nýjar uppskriftir en þetta verður bakað á gamla mátann í steinofn- inum í búðinni fyrir framan fólkið,“ segir Andri. Þó svo að uppskriftirnar liggi ekki fyrir allra augum eiga viðskiptavinir kost á að fylgjast vandlega með því hvernig kræsingarnar verða til í fimum höndum bakarans í nýopnuðu bakaríinu og kaffihúsinu í Suð- urveri. Nýjungar upp á gamla mátann  Bakarameistarinn í Suðurveri stækkar um 80 fermetra  Sæti fyrir 55 manns  Viðskiptavinir fá að fylgjast með bökurum að störfum  Suðurver er elsta bakarí Bakarameistarafjölskyldunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægð Sigurbjörg, Sigþór og Andri, er ánægð með þær góðu breytingar sem orðið hafa í Suðurveri. Bakarameistarinn opnaði fyrsta bakarí sitt í Suðurveri árið 1977. Síðan hafa fleiri bæst við, eitt af öðru og alls er Bakarameist- arinn á sex stöðum: Í Mjódd, Glæsibæ, Húsgagnahöllinni, Smáratorgi og Austurveri. Á hverjum stað má nú setjast nið- ur og dreypa á rjúkandi kaffi með kruðeríinu. Lengstur er af- greiðslutíminn í Suðurveri en þar er opnað alla daga klukkan 6.30 á morgnana, að sunnudög- um undanskildum. Þá er opnað klukkan 7 og bregst það ekki að fjöldi fólks leggur leið sína í bakaríið snemma á sunnudags- morgnum sem aðra daga. 6 bakarí opn- uð á 38 árum BAKAÐ AF LÍFI OG SÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.