Húnavaka - 01.05.1976, Síða 78
76
HÚNAVAKA
Þetta sama ár breiddist fjárkláðinn um landið og var kominn
hér í nærsveitirnar þá um haustið. Voru nú fyrirskipaðar ýmsar tak-
markanir á rekstri sauðfjár og síðar niðurskurður. Olli þetta marg-
víslegum erfiðleikum, og hrakaði efnahag bænda stórlega. Varð það
til þess, að framkvæmdir jarðabótafélagsins lögðust að mestu niður,
og klofnaði félagið nú þannig, að Bólstaðarhlíðarhreppur virðist
hafa gengið úr félaginu. Ástæðan til þessa mun að nokkru leyti hafa
verið sú, að samgangur fólks austan og vestan Blöndn var talinn
óæskilegur vegna fjárkláðans, og lögðust sameiginlegir fnndir þar
af leiðandi niður.
Þar má segja, að dagar jarðabótafélagsins séu taldir, og verður
saga þess því ekki rakin lengra hér. Hinsvegar er rétt að geta þess,
að árið 1863 var stofnað búnaðar'félag í Bólstaðarblíðarlireppi, en
ekki er mikið vitað um starfsemi þess fyrstu árin. Þetta sama ár var
í Svínavatnslneppi samþykkt að breyta að nokkru fyrirkomulagi
jarðabótafélagsins, og var stofnaður sjóður fyrir það. Var það þá
nefnt Búnaðarfélag Svínavatnshrepps, en saga þess verður ekki rak-
in hér.
III.
Það þykir vart í frásögur færandi, þó stofnað sé lítilfjörlegt félag
nú á dögum, enda er fjöldi þeirra ótrúlegur og lítið nýmæli, þótt
eitt og eitt bætist í hópinn. Þessu var á annan veg farið um 1850,
þegar hvers konar félagsstarfsemi var nær óþekkt, og þá voru það
hreint ekki svo litil tíðindi, þegar bændur úr tveim hreppum ákváðu
að stofna með sér félagsskap til að bæta jarðir sínar.
Hver er svo árangurinn af þessari félagsstarfsemi? Áður en þeirri
spurningu er svarað, er rétt að geta þess, að Svínavatnshreppur er
mjög víðáttumikill, og þar er yfirleitt langt á milli bæja. Auk þess
er hann frá náttúrunnar hendi sérstaklega slæmur yfirferðar vegna
geysimikilla flóa og mýrafláka og lágra en breiðra hálsa, sem ein-
kenna byggðarlagið. Þó ferðamanni nútímans finnist það létt verk
að ferðast yfir flatt land, þá gegndi öðru máli, þegar engir vegir
voru til staðar, en hvarvetna botnlausar keldur. Að öllu samanlögðu
var Svínadalurinn verstnr yfirferðar, en Blöndudalurinn skástur,
enda var upphaf félagsstarfseminnar þar. Vegna þessara samgöngn-