Húnavaka - 01.05.1976, Side 163
HÚNAVAKA
161
ákveðið að láta fara fram könn-
un meðal eldra fólks, hvort
áhugi er fyrir hendi á því að
lána fé til byggingarinnar, sem
aftur á móti gæfi viðkomandi
tryggingu fyrir dvöl í þessari
væntanlegu stofnun. Bregðist
fólk vel við og sýni áhuga á að
leggja fé til íbúðanna, verður
væntanlega hægt að gera bygg-
inguna fokhelda á næsta sumri.
Nefndin hefur falið Jóni ísberg,
sýslumanni, að sjá um þessa hlið
málsins og vil ég geta þess hér,
við þá sem áhuga hafa á þessu
málefni, að snúa sér til hans.
Viðbygging við Héraðshœlið,
ásamt heilsugœzlustöð.
Áfram hefur verið unnið að
hönnun viðbyggingar við Hér-
aðshælið og miðar þeim málum
fremur seint, eins og flestu þar
sem hið opinbera á í hlut. Mun
allur undirbúningur þó vera
kominn á lokastig. Verði hún
samþykkt, er gert ráð fyrir að
viðbyggingin rísi í átt að Svín-
vetningabraut. Verður hún á
þremur hæðum ásamt kjallara,
alls um 1805 m2. Er gert ráð fyr-
ir, að hún tengist Héraðshælinu
í kjallara, á II. og III. hæð. Aðal-
inngangurinn verður frá suð-
austri. Starfsemi í húsinu skipt-
ist eftir hæðum, en hentugt þótti
af tveimur ástæðum að hafa hús-
ið rnargra hæða. í fyrsta lagi
11
verður grunnflöturinn þá lítill
miðað við heildarflatarmál, og í
öðru lagi verður hægt með því
móti að tengja starfsemi í ný-
byggingunni skyldri starfsemi í
gamla húsinu. í kjallara er gert
ráð fyrir líkhúsi og aðstöðu til
krufningar, endurhæfingardeild,
geymslum og tækniherbergjum.
Kjallari er í beinum tengslum
við kjallara í gamla húsinu, þar
sem einnig eru geymslur og
tækniherbergi. Á I. hæð er reikn-
að með kjarna heilsugæzlustöðv-
arinnar: Læknamóttöku, skrif-
stofum og skoðunarherbergjum,
tannlæknaþjónustu og lyfjabúð.
Á I. hæð er aðalinngangur og
bakdyr, en á þessari hæð er eng-
in tenging við gamla húsið, enda
eru á I. hæð þess íbúðir starfs-
fólks og eldhús sjúkrahússins. Á
annarri hæð nýbyggingarinnar
er gert ráð fyrir ýmiss konar
þjónustustarfsemi, bæði vegna
heilsugæzlustöðvar og sjúkra-
húss. Verður þar skurðdeild, sótt-
hreinsunardeild, röntgendeild
og rannsóknadeild. Bein tenging
er af þessari hæð á aðra hæð
gamla hússins, þar sem eru fyrst
og fremst þjónustu- og vinnu-
herbergi sjúkrahússins, en einn-
ig íbúð út í enda. Á III. og efstu
hæð er gert ráð fyrir fæðingar-
deild og nokkurri stækkun á
húsrými fyrir almenna legu-
deild, sem er á III. hæð í gamla
L