Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 38

Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 VIÐTAL Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Fyrirtækið er orðið 26 ára, við stofnuðum Mat og Mörk á þeim fræga degi, bjórdeginum þann 1. mars árið 1989. Fyrirtækið hefur alltaf verið rekið á sömu kennitöl- unni, enda hefur okkur gengið ágætlega og starfsfólki hefur fjölg- að verulega á þessum árum,“ segir Bjarni Rúnar Sigurðsson fram- kvæmdastjóri, sem á og rekur matvælafyrirtækið Mat og Mörk á Akureyri. Fyrirtækið framleiðir meðal annars samlokur, langlokur, pastarétti, pizzur, kjötbollur, fiski- bollur, sósur og ýmis salöt, auk þess sem rekin er vaxandi veislu- þjónusta í fyrirtækinu. „Tengdamóðir mín átti og rak matvælafyrirtækið Mat og við keyptum reksturinn af henni ásamt tveimur öðrum fjölskyldum, þannig hófst þetta allt saman. Á sama tíma keyptum við líka sam- lokugerðina Mörk, einnig hérna á Akureyri og sameinuðum fyr- irtækin undir nafninu Matur og Mörk, þannig að það fór aug- ljóslega ekki mikill tími í að finna nafn á fyrirtækið. Stundum er ég spurður um nafnið og þetta er sem sagt skýringin, við skelltum ein- faldlega saman nöfnunum á tveim- ur fyrirtækjum, flóknara er það nú ekki. Auðvitað vorum við í nokk- urn tíma að ná tökum á rekstr- inum, enda hálfgerðir nýgræðingar í slíkum rekstri, en þetta hafðist allt saman á tiltölulega skömmum tíma og með aðstoð góðs fólks. Á þessum árum var burðarásinn í rekstrinum framleiðsla á sam- lokum, pizzum og fiskibollum og í dag eru samlokurnar nokkuð stór hluti starfseminnar en aðrar vörur hafa bæst við í gegn um tíðina.“ Samlokugerðin Mörk var í upp- hafi til húsa við Glerárgötu og starfsmenn voru í upphafi á bilinu fjórir til fimm. Síðan var starfsem- in flutt að Furuvöllum, en á þeim tímapunkti var fyrirtækið Kjöt og réttir keypt og framleiðsluvörur fyrirtækisins bættust jafnframt við. „Í upphafi ársins 1999 keyptum við núverandi húsnæði fyrirtækis- ins, sem er við Frostagötu. Hús- næðið var allt standsett þannig að það stæðist ýtrustu kröfur í mat- vælaiðnaði og nýja húsnæðið gerði okkur jafnframt kleift að færa út kvíarnar. Í byrjun 2002 bættist við salatagerð Norðlenska og fimm ár- um síðar keyptum við sósugerð Búbótar á Húsavík. Þetta voru lítil fyrirtæki, enda er það ekki á stefnuskránni að stækka mikið í einu, heldur viljum við sjá fyrir- tækið dafna áfram sem hæfilega lítið matvælafyrirtæki sem fram- leiðir úrvals vöru og veitir góða þjónustu.“ Bjarni segir að sumarið sé mesti annatíminn og veðrið hafi áhrif á söluna. „Þegar við byrjuðum voru rækju- og roastbeef-samlokur langvinsælastar og núna aldar- fjórðungi síðar er staða sú sama, það er bara þannig. Grænmeti hef- ur sótt í sig veðrið og við höfum svarað þeirri eftirspurn með ýms- um hætti. Yfir vetrartímann starfa hérna á bilinu 12-14 manns, en á sumrin eru starfsmenn mun fleiri, enda er sumarið annasamasti árs- tíminn. Fólk á ferðalögum kaupir gjarnan samlokur og skyldar vörur sem við framleiðum. Við finnum líka fyrir auknum ferðamanna- straumi, ferðafólki þykir þægilegt að kaupa samlokur og salöt á ferðalögum. Sumarið er sem sagt okkar tími og veðrið getur líka haft töluverð áhrif á söluna. Vöru- flokkunum hefur fjölgað mikið á þessum árum, enda höfum við keypt upp þrjú fyrirtæki og bætt við okkur þeirra vörum. Norður- land er okkar helsta markaðs- svæði, en á undanförnum árum höfum við verið að fikra okkur inn á höfuðborgarsvæðið með ýmsar vörur sem hafa lengri líftíma, svo sem pizzur, salöt og sósur.“ Hörð samkeppni „Já, þetta er harður bransi, það er ábyggilegt. Okkar keppikefli er að vera með góða framleiðslu og veita lipra og snögga þjónustu. Sem betur fer hefur það tekist og við eigum í viðskiptum við nánast alla sölustaði hérna fyrir norðan sem selja vörur eins og við erum að framleiða. Við höfum verið ein- staklega heppin með starfsfólk, sem skiptir afskaplega miklu máli. Sú sem hefur starfað lengst fyrir utan mig, hefur verið hérna í um tuttugu ár. Líklega er meðalstarfs- aldurinn yfir tíu ár, sem segir sína sögu. Við reynum eftir megni að versla við norðlensk fyrirtæki, enda er lykilatriði í svona rekstri að vera með ferskt og nýtt hráefni. Megnið af ferskvörunni fáum við frá fyrirtækjum á Eyjafjarðar- svæðinu, þannig að við getum nokkuð auðveldlega uppfyllt óskir viðskiptavinanna um ferskleika,“ segir Bjarni. Hann segir að salan hafi ekki dregist saman í kjölfar efnahags- hrunsins. Hins vegar hafi öll að- föng hækkað nánast á einum degi, sem ekki hafi verið hægt að setja út í verðlagið á einu bretti. „Bankahrunið hafði þess vegna umtalsverð áhrif og reksturinn gaf ekki mikið af sér í langan tíma í kjölfarið, en þetta hafðist allt sam- an.“ Rækjusamlokan vinsælust „Nei, rækjusalatið er nánast eins og það var fyrir 26 árum, það hafa ekki verið gerðar miklar breytingar á uppskriftinni og við komum ekki til með að breyta henni á meðan rækjusamlokan er svona vinsæl. Svipaða sögu er að segja um roastbeef-samlokuna, uppskriftin er nánast sú sama. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða Raufarhöfn, Akureyri eða Hvammstanga, þessar samlokur eru yfirleitt alltaf efstar á vinsæld- arlistanum. Og rækjusalatið er vin- sælast af þeim fjölmörgu brauð- salötum sem við framleiðum, þannig að rækjan virðist falla landanum afskaplega vel í geð. Ég hef svo sem enga skýringu á þess- um vinsældum rækjunnar ár eftir ár og áratug eftir áratug. En svona er þetta og þá er bara að svara eftirspurninni með góðu hrá- efni. Ég held að rækjusamlokan komi til með að halda velli áfram, rétt eins og Prins Pólóið.“ Veðrið hefur áhrif á viðskiptin „Já, já, veðrið hefur mikil áhrif á söluna á sumrin. Við framleiðum ýmsar tegundir af grillsósum og salötum og ef veðurspáin er góð, verðum við þess strax vör í aukn- um pöntunum frá söluaðilum. Ef langtímaspáin fyrir næstu helgi lofar góðu, þurfum við að taka tillit til þess, það gengur ekki að eiga ekki til sósur og salöt á lager, þeg- ar allir vilja fá tvöfaldan skammt. Ef kalt er hins vegar í veðri, selj- ast grillsósurnar ekki eins vel.“ Þegar framkvæmdastjórinn er spurður um uppháhaldssamlokuna sína, er hann ekki lengi að svara: „Eigum við ekki að segja að kalkúnalangloka sé í upphafi, mér þykir hún afskaplega góð og sjálf- sagt er maður búinn að sporð- renna nokkrum slíkum í gegnum tíðina,“ segir Bjarni Rúnar Sig- urðsson að endingu. Hrásalat Megnið af ferskvörunni kemur frá fyrirtækjum á Eyfjafjaðarsvæðinu. Ljósmyndir/Karl Eskil Pálsson Veðurspáin Ef veðurspáin gerir ráð fyrir góðu veðri, þarf að taka tillit til þess í framleiðslunni. Rækjusamlokan heldur alltaf velli  Sumarið er mesti annatíminn hjá Mat og Mörk á Akureyri  Ferskt hráefni lykillinn að starfsem- inni  Kalkúnalangloka í uppáhaldi hjá framkvæmdastjóranum  Veðrið hefur áhrif á framleiðslu Hæfilega lítið Ekki ætlunin að stækka fyrirtækið mikið í einu, segir Bjarni Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri. sími 553 9990 nutima@nutima.is Opið frá 10-17 virka daga www.nutima.is 5ára ábyrgð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.