Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 54

Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 54
54 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Besta kaffi sem ég hef nokkru sinni fengið fékk ég hjá vitavarðahjón- unum í Skoruvík á Langanesi. Kon- an brenndi og malaði kaffibaunir í eldhúsinu, en maður hennar dró gamla brenni- vínsflösku undan rúmi, svo gamla að tappinn var farinn að ryðga. Góðum slurk af þessum gamla vökva var bætt í kaffið. Þetta var snemma morg- uns og við vorum búnir að standa í erfiðisvinnu alla nóttina. Þau vildu gera vel við okk- ur og þó ég hafi víða farið hef ég aldrei fengið annað eins sjóðandi heitt, sterkt og gott kaffi.“ Það er Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannadagsráðs og fyrrverandi alþingismaður, sem á þennan hátt rifjar upp heimsókn á einn af þeim afskekktu vitum sem er að finna allt í kringum landið. Guð- mundur var á sínum tíma stýrimað- ur á vitaskipinu Árvakri á sjöunda áratug síðustu aldar, byrjaði reynd- ar á skipinu að loknum tveimur bekkjum í Stýrimannaskólanum ár- ið 1965. Nýlega hittust skipverjar af vitaskipinu og rifjuðu upp gamla daga, minntust gamalla félaga og sögðu endalausar sögur af baráttu í erfiðum lendingum og brasi með yf- ir 100 kílóa gashylki, rifjuðu upp hnyttin tilsvör og alls konar skríti- legheit og uppákomur. Þar hefur átt við sem stundum er notað á öðr- um vinnustað; Árvakri allt. „Við hittumst þarna vitasveinar og Guðlaug kokkur, sem vorum á Árvakri þar til Landhelgisgæslan yfirtók rekstur hans í árslok 1969,“ segir Guðmundur, en Árvakur þjón- aði m.a. um tíma sem varðskip. „Þetta var í fyrsta skipti sem við hittumst allur þessi hópur og við vorum 26 með mökum. Það var vel mætt og skemmtilegt og við stefnum á að hittast aftur í haust.“ Meðal annars voru skoðaðar gamlar myndir, sem Þjóðbjörn Hannesson, vélstjóri og kennari við Fjölbrautaskólann á Akranesi, tók. Myndir hans segja merka sögu um verkefni vitaskipsins og vitaþjón- ustuna og má sjá sýnishorn af þeim á þessari síðu og síðunni að framan. Hvorki gúmmíbátar né þyrlur Fyrst eftir að Guðmundur kom um borð voru Zodiac-gúmmíbátar ekki komnir til sögunnar, hvað þá að þyrlur væru notaðar. Ekki leið þó langur tími þar til fyrsti gúmmíbát- urinn var tekinn í notkun og breytti hann miklu. Fram að því var notast við gamlan trébát, sem gekk undir því virðulega nafni Tobba trunta. Landtaka var oft erfið og þurftu menn stundum að vaða marga metra í sjónum og þegar landi var náð var næsta verk að koma varn- ingnum að húsi vitavarðar, sem gat verið drjúgan spöl frá lendingunni. „Stígvélin fylltust oft af sjó og menn urðu fjótt hundblautir,“ rifjar Guðmundur upp. „Á þessum tíma þurfti bæði að koma olíutunnum heim að húsi en einnig að bera kola- poka í land. Það var sérstakt að upp- lifa þetta, en vitaskipið flutti á þessa einangruðu staði vörur og vistir, bækur og blöð, og allt sem þurfti að nota dimmustu mánuði ársins. Ég man að fyrsti sekkurinn sem ég fékk á bakið var 50 kílóa strásyk- urspoki og ég hélt að þeir væru að stríða mér gömlu karlarnir um borð þegar þeir settu tíu kílóum þyngri rúgmjölssekk á bakið á mér í næstu ferð. Ég hélt að ég yrði ekki eldri.“ Úðuðu í sig eggjunum Guðmundur fer á flug þegar hann rifjar þessi ár upp og segir að skipverjar á vitaskipinu hafi komið víða við í ferðum sínum í kringum landið. Hann segir að í skerjum og björgum hafi menn úðað í sig eggj- um, en hins vegar hafi bláskelin ver- ið skafin samviskusamlega af bauju- festingum í Hvalfirði og þessu góðmeti síðan verið sópað í sjóinn. Guðmundur rifjar upp þegar hann varð illa sjóveikur fljótlega eftir að hann byrjaði á skipinu. „Við vorum á leiðinni út í Surtsey með dælubúnað. Það átti að gera tilraun til að dæla á hraunið og reyna að móta náttúrulega höfn. Þegar við komum fyrir Garðskaga lét skipið illa og ég var orðinn hálf sjóveikur, en vildi ekki láta þessa vitasveina, sem voru búnir að vera með Guðna skipstjóra í hundrað ár sjá það. Ég þoldi illa megnan tóbaks- fnyk, sem var í brúnni og hafði tekið radarskerm af og sett við dyr bak- borðsmegin. Þegar birti af degi setti ég skerminn aftur á radarinn og beygði mig svo yfir hann. Þá þyrmdi yfir mig og það endaði með því að ég hljóp út á brúarvæng til að æla. Seinna kom í ljós að tveir hásetanna, sem tóku í vörina, höfðu notað gólf- mottu við bakborðsdyrnar til að spýta tóbakinu í.“ Mótorbátur keyptur 1916 Á næsta ári verður öld liðin frá því að sérstakur bátur var keyptur til að sinna vitunum, en árið 1916 var mótorbáturinn Óskar keyptur frá Vestmannaeyjum. Báturinn var smíðaður 1914, tæp 20 brúttótonn að stærð og hafði verið notaður til flutninga á milli Eyja, Víkur í Mýr- dal og Eyrarbakka. Þegar vitabyggingar jukust eftir lok fyrri heimsstyrjaldar fór smæð Óskars að segja til sín og var skipið selt 1921. Næstu ár var leigu- skip notað, en 1924 kom Hermóður eldri til landsins, 113 brúttólestir, en Vitastofnun hafði keypt hann frá Noregi. Skipið var smíðað sem tog- ari í Englandi 1891, en síðan selt til Noregs þar sem það sinnti björg- unarstörfum í Álasundi. Farið var að huga að endurbót- um á skipinu um 1940 þegar skipið nálgaðist að vera hálfrar aldar gam- alt. Það brenndi miklu af kolum og voru hugmyndir um að lengja það og setja dísilvél í skipið. Niður- staðan varð þó sú að smíða nýtt skip og var nýr Hermóður smíðaður í Svíþjóð og kom til landsins 1947, 208 brúttólestir að stærð og sér- staklega styrktur. Hermóður sinnti vitaþjónustunni, en einnig verk- efnum fyrir aðrar stofnanir ríkisins. Hermóður fórst undan Reykjanesi 18. febrúar 1959 með tólf manna áhöfn. Mánatindur var leigður til að sinna verkefnum við vitana um tíma, en nýtt vitaskip kom til lands- ins í júní 1962, Árvakur. Guðni Thorlacius var stýrimaður á gamla Hermóði undir skipstjórn Guð- mundar B. Kristjánssonar og varð Guðni síðan skipstjóri á nýja Her- móði 1947 og á Árvakri frá upphafi og til um 1970. Skipið var selt 1990. Sögustund vitasveinanna af Árvakri  Besta kaffið í Skoruvík á Langanesi  Sjóveikur af tóbaksfnyk á leið í Surtsey  Tobba trunta léleg í erfiðum lendingum  Á næsta ári verður öld liðin frá því að fyrst var keypt skip til vitaþjónustunnar Ljósmynd/Þjóðbjörn Hannesson Vitaskipið Árvakur Olíu dælt í land, trúlega á Siglunesi, eitt hafísvorið. Nýjasta tækni Bensíndrifið spil var mikil breyting, f.v. Sæ- valdur Runólfsson, Jón Óli Gíslason og Jón Guðmundsson. Málin rædd Sigurður Magnússon ræðir við Steinar Clausen, kannski um að skárra sé að taka í vörina en að reykja. Í Hvalfirði Þorvaldur Ólafsson, Guðni Thorlacius skipstjóri og fleiri fylgjast með er legufæri fyrir olíuskip voru sett niður. Vitaþjónusta fyrr og nú Guðmundur Hallvarðsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.