Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 12
Þeir sem lent hafa í innheimtufyrir- tækjum vegna skulda vita að það er enginn dans á rósum. Kröfuhafar hafa verið sakaðir um að ganga grimmi- lega hart að fólki eftir hrun og þar er innheimtufyrirtækjum venjulega beitt við innheimtu. Kostnaðurinn sem af þessum aðgerðum hlýst hefur sætt gagnrýni og sérstaklega þegar sveit- arfélög siga innheimtufyrirtækjum á einstaklinga og fyrirtæki og velta þar með auknum kostnaði yfir á skuldar- ann sem þegar er í slæmum málum. Sveitarfélagið Árborg hefur sagt upp samningi sínum um milliinnheimtu við Intrum. Bæjaryfirvöld vilja sýna íbúum svigrúm í kreppunni og ekki velta auknum kostnaði yfir á þá með innheimtuaðgerðum á kröfum sem oft eru mjög öruggar. Gríðarlegur kostnaður Sem dæmi um það hversu dýrt það getur verið fyrir skuldara þegar sveit- arfélög leita til innheimtufyrirtækja má nefna að DV hefur undir höndum yfirlit frá Intrum á Íslandi vegna van- goldinna fasteignagjalda fyrirtækis af nýbyggingum í sveitarfélagi. Bygging- arnar eru á leið á uppboð vegna skuld- anna en sveitarfélagið leitaði til Intrum til að innheimta gjöldin sem enduðu loks hjá Lögheimtunni. Fyrir þá þjón- ustu greiðir bærinn ekkert en skuld- arinn ber allan kostnaðinn. Álagning vegna innheimtugjalda er í sumum til- fellum allt að 200 prósent. Um 40 íbúð- ir í tveimur blokkum er að ræða en sé dæmi tekið af einni íbúð þar sem fast- eignagjöld hafa ekki verið greidd í 11 mánuði nemur skuld við sveitarfélagið 46.451 krónu. Vextir eru 10.040 krón- ur og því samtals 56.491 króna í van- goldin fasteignagjöld á tímabilinu. Við þennan kostnað bætist innheimtu- kostnaður frá Lögheimtunni upp á 112.461 krónu. 56 þúsund króna skuld er því orðin tæplega 170 þúsund króna skuld í innheimtuferlinu. Þetta nemur nærri 200 prósenta álagningu. Þetta dæmi fyrirtækisins má smætta yfir á einstakling eða fjölskyldu sem lendir í vanskilum. Dæmin eru mýmörg. Þessi innheimtukostnaður á sér skýringar segir Bjarni Þór Óskarsson, lögmaður Lögheimtunnar. Innheimt af hverri eign Bjarni segir Intrum vera milliinn- heimtufyrirtæki sem leggi á inn- heimtugjöld sem stjórnað sé af reglugerð sem segi til um hámarks- innheimtukostnað. Greiðist krafan ekki í milliinnheimtu fari hún, í tilviki Intrum, til Lögheimtunnar. Þar get- ur kostnaðurinn tekið stökk. „Þar er unnið eftir gjaldskrá Lögheimtunn- ar og það fer í raun eftir því hversu langt málin ganga. Það getur meira en verið að það sé tvöfalt hærri álagn- ing vegna innheimtu fasteignagjalda ef grípa þarf til margra aðgerða. Það er álíka dýrt, og tekur svipaða vinnu, að innheimta 10 þúsund króna kröfu og 50 þúsund króna kröfu. Fasteigna- gjöldin eru þeirrar náttúru að það þarf að innheimta gjaldið á hverja einustu eign eða eignarhluta sérstaklega. Þar af leiðandi verður þetta oft ýkja há pró- senta, hlutfallslega séð,“ segir Bjarni Þór um umrætt dæmi varðandi blokk- irnar. Meira en bréf í pósti En í hverju felast innheimtuaðgerðir fyrirtækisins? Bjarni segir margt búa að baki í því ferli. Innheimtubréf sé sent í pósti. Skoða þarf skráningu eign- arinnar hjá Fasteignaskrá Íslands og hjá sýslumanni, prenta út veðbókar- vottorð og skoða hvort eignarhaldið sé ekki í samræmi við álagningarseðlana. Senda þarf út greiðsluáskorun sem er lögformlegt skjal og birta hana með stefnuvotti. „Þegar það hefur verið gert og ekki borið árangur þá er beðið um nauðungarsölu hjá sýslumanni. Síðan boðar sýslumaður til fyrirtöku þar sem lögmaður þarf að mæta og greiðandi ef hann hefur einhverjar athugasemd- ir. Ef það dugar ekki er málið tekið fyr- ir hjá sýslumanni í svokallaðri byrjun uppboðs. Þar þarf lögmaður að mæta aftur. Síðan ef ekkert gengur er nauð- ungarsalan haldin á eigninni sjálfri þar sem sýslumaður og fulltrúi frá okkur mæta líka.“ Kostnaði velt yfir á skuldara Það að sveitarfélög leiti til innheimtu- fyrirtækja er umdeilt. Margir líta svo á að með því sé verið að velta gríðarleg- um aukakostnaði yfir á skuldara sem fyrir er augljóslega illa staddur. Bjarni Þór segir meginregluna á Íslandi vera þá að kröfuhafinn eigi ekki að þurfa að bera kostnað af vanefndum. Aðspurð- ur hvort sveitarfélögin gætu ekki ann- ast þessa innheimtu sjálf segir Bjarni: „Sveitarfélagið þyrfti þá að ráða til sín fólk til að annast innheimtuna og borga því laun. Þá er spurning hver á að borga þau laun? Er eðlilegt að þeir sem standa í skilum standi straum af þeim kostnaði? Eða er eðlilegt að sá sem er í vanskilum standi straum af kostnaðinum?“ segir Bjarni. Hann bætir við að nær öll sveitarfélög reyni að tryggja það að sá sem borgar á rétt- um tíma borgi ekki fyrir þann sem ekki gerir það. „Sú gagnrýni að þetta sé gert með þessum hætti er nú ekki réttmæt því einhver þarf að borga kostnaðinn. Það er ljóst að verður kostnaður af vanefndum og ef menn borga ekki verða menn að gera eitt- hvað. Þetta er spurning um jafnræði því þeir sem borga eiga ekki að vera einir um það.“ Árborg segir upp Intrum Þessu er Eyþór Arnalds, formaður bæj- arráðs í Árborg, og félagar ekki sam- mála. Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að segja upp samningum um milliinnheimtu við Intrum. Hags- munir íbúa verði hafðir í fyrirrúmi í framtíðinni. „Okkur fannst fullmikil innheimta á íbúunum og vildum milda það, því margar af þessum kröfum eru mjög öruggar. Svo er þetta spurning um að sýna aðeins meira svigrúm í kreppunni,“ segir Eyþór. „Hitt sjónar- miðið að baki þessu er að mikil tíðni innheimtubréfa og símtala býr til kostnað sem fer á skuldarann. Þó svo að sveitarfélagið fái ekki reikninginn fær íbúinn hann. Og við erum fulltrú- ar íbúa. Því fannst okkur rétt að endur- skoða þetta ferli og segja upp þessum samningum og höfum byrjað að end- urskoða innheimtumálin hjá okkur.“ Eyþór, sem er fulltrúi í hreinum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Ár- borg, segir stundum margfaldan kostnað leggjast á upphaflegu kröfuna. „Stundum er fólk í vandræðum vegna fasteignagjalda og nær ekki að standa í skilum. Því tekst ekkert betur að borga þó að kostnaðurinn á kröfunni hækki. Svo eru þetta oft mjög öruggar kröf- ur. Eins og fasteignagjöldin, þau eru á undan fyrsta veðrétti.“ 12 FRÉTTIR 17. september 2010 FÖSTUDAGUR HANDRUKKUN SVEITARFÉLAGA Sveitarfélög leita til innheimtufyrirtækja til að innheimta vangoldin gjöld íbúa sinna sér að kostnaðarlausu. Við það getur skuld íbúans sem er í vanskilum hækkað um á annað hundrað prósent. Sveitarfélag- ið Árborg hefur sagt upp samningi sínum um milliinnheimtu við Intrum og vill gefa íbúum svigrúm í kreppunni í stað þess að velta auknum kostnaði yfir á þá með inn- heimtuaðgerðum. Þó svo að sveit-arfélagið fái ekki reikninginn fær íbúinn hann. Og við erum full- trúar íbúa. Því fannst okkur rétt að endur- skoða þetta ferli. SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON blaðamaður skrifar: mikael@dv.is HÖFUÐSTÓLL 46.451 kr. Höfuðstóllvangoldinnafast- eignagjaldaerupphaflega46.451 króna.Þegarþaufaraíinnheimtu stökkbreytisthöfuðstóllinn. ALLS 46.451 kr. HÖFUÐSTÓLL 2.014.401 kr. Íþessutilfellierumað ræðavangoldinfasteigna- gjöldfyrirheilablokk. ALLS 2.014.401 kr. VEXTIR 10.040 kr. Vextireruum10.040krónurog erugjöldinþvíbúinaðhækka nokkuð. ALLS 56.491 kr. VEXTIR 432.469 kr. Vextirbætastofanágjöldin ogupphæðinhækkar verulegaviðþað. ALLS 2.446.870 kr. INNHEIMTA 112.461 kr. Þegarvangoldnufasteignagjöldin erukominíinnheimtumargfald- asthöfuðstóllinn. ALLS TIL GREIÐSLU 168.952 kr. INNHEIMTA 4.434.432 kr. Eftiraðskuldinferíinnheimtu hækkarhúnummörghundruð prósent.Rúmar2milljónirverða tæpar7milljónir. ALLS TIL GREIÐSLU 6.881.302 kr. EIN ÍBÚÐ Í INNHEIMTU Vangoldinfasteignagjöldí11mánuði. HEILDARYFIRLIT 40 ÍBÚÐA Vangoldinfasteignagjöldí5–11mánuði. MARGFÖLDUN Á KOSTNAÐI EFTIR INNHEIMTU Rukkun á rukkun ofan Sveitarfélögþykjagangahart framgagnvartskuldurumsínum.Aðrarleiðirerufærarað matiformannsbæjarráðsíÁrborgþarsemleitaðerleiðatil aðhlífafólkiviðágangiinnheimtufyrirtækjaog þeimkostnaðisemhonumfylgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.