Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Page 25
FÖSTUDAGUR 17. september 2010 ERLENT 25 UMDEILD HEIMSÓKN PÁFA TIL BRETLANDS gow sem sjötíu þúsund manns sóttu. Fjöldinn fagnaði páfa með hvatningarhrópum og veifaði fán- um þegar hann gekk inn á svið- ið undir orgelleik og sálmasöng. Hann skaut föstum skotum að trú- leysingjum og sagði að „einræðis- stefna afstæðis reyndi að fela hinn óumbreytanlega sannleik um eðli mannsins, örlög hans og gæsku með því að útiloka trúarbrögðin frá samfélagsumræðunni og jafnvel að kalla þau ógnun við jafnrétti og frelsi,“ sagði páfi í prédikun sinni í Glasgow. „Þjóðfélög nútímans þurfa á sterkri rödd að halda sem heldur á lofti rétti okkar til að búa í þjóðfélagi sem vinnur fyrir sönnum hagsmun- um borgara sinna og veitir þeim leiðsögn og skjól fyrir eigin veikleik- um, en ekki sterkri rödd sem vill að við búum í frumskógi sjálfseyðandi og handahófskenndra hugmynda um frelsið,“ sagði Benedikt. Benedikt og Elísabet Páfi og Elísabet II. Bretlandsdrottning ræddu málin á fimmtudaginn. MYNDIR REUTERS Það er erfitt að átta sig á því hvernig þessi villa prestanna var möguleg. STEPHEN FRY, þáttagerðarmaðurinn og grínistinn er einn þeirra fjölda Breta sem gagnrýnt hefur opinbera heimsókn Benedikts páfa til Bretlands. Hann skrifaði undir bréf sem sem fimmtíu listamenn, fræðimenn, stjórnmálamenn og rithöfundar sendu Guardian á fimmtudaginn til að mótmæla heimsókninni. „Honum er auðvitað velkomið að heimsækja Bretland, hann er leiðtogi gríðarstórrar trúarhreyfingar. Það er réttur hans og allra annarra. En ég held hins vegar að það sé kolrangt að hann komi í opinbera heimsókn. Hann er alls ekki þjóðarleiðtogi, hann er það að nafninu til vegna einhvers slyss í sögunni en er það alls ekki í raun. Það er ekki hægt að vera bæði trúarlegur leiðtogi og veraldlegur þjóðarleiðtogi og búast við því að breskir skattgreið- endur borgi brúsann. Það er alls ekki rétt,“ sagði Stephen Fry í viðtali við BBC. Kirkjan hafi valdið skaða Bréfið sem barst Guardian og Stephen Fry, Richard Dawkins, Terry Pratchett og Philip Pullman skrifuðu meðal annarra undir: „Við undirrituð erum sammála því að Ratzinger páfi eigi ekki að fá að koma í opinbera heimsókn til landsins. Okkur finnst að páfanum, sem er evrópskur borgari og leiðtogi trúarhreyfingar sem margir Bretar aðhyllast, sé auðvitað frjálst að ferðast um landið okkar. Hins vegar er páfinn ekki aðeins trúarleið- togi heldur einnig leiðtogi ríkis en ríkið og stofnunin sem hann stýrir hefur: n Verið andvíg notkun smokka sem hefur stækkað fjölskyldur í fátækum löndum og aukið útbreiðslu alnæmis. n Stuðlað að aðskilnaði í menntun. n Neitað jafnvel berskjölduðustu konum um fóstureyðingu. n Verið andvíg réttindum lesbía, homma, tvíkynhneigðra og transgend- er-fólks. n Ekki náð að bregðast nægilega vel við fjölda dæma um kynferðisofbeldi innan stofnunarinnar. Ríkið sem páfinn leiðir hefur einnig neitað að skrifa undir marga mannrétt- indasáttmála og búið til eigin sáttmála við ríki („concordat“) sem hefur haft neikvæð áhrif á mannréttindi þeirra sem byggja þau lönd. Við neitum að viðurkenna Vatíkanið sem þjóðríki og páfann sem þjóðarleiðtoga, sem við lítum á sem hentugan skáldskap sem Vatíkanið notar til að auka alþjóðleg ítök sín.“ Mótmælir opinberri heimsókn Stephen Fry segir að páfanum sé frjálst að ferðast út um allt en mótmælir því harðlega að breskir skattgreiðendur þurfi að borga fyrir opinbera heimsókn hans. Trúleysingjar mótmæla Kynferðisofbeldi skekur kirkjuna KAÞÓLSKA KIRKJAN hefur á síðustu árum þurft að þola gífurleg hneyksl- ismál vegna barnaníðs presta um gervalla Evrópu, aðallega í Austurríki, Belgíu, Írlandi og Þýskalandi – og einnig í Bandaríkjunum og Suður-Am- eríku. Benedikt páfi hefur verið undir miklum þrýstingi að upplýsa hvaða vitneskju hann býr yfir um ofbeldi innan vébanda kirkjunnar af hálfu kaþólskra presta. Fyrr í ár komu fram ásakanir á hendur eldri bróður páfa, Georg Ratzinger biskupi, vegna rannsóknar á kór sem hann stjórnaði í eina tíð. Drengjakórinn Regensburger Domspatzen, eða Dómkirkjuspörvarnir í Regensburg, sætir rannsókn vegna ásakana um kynferðislega misnotkun innan vébanda hans. „Ég vissi ekkert,“ sagði Ratzinger í viðtali við ítalska dagblaðið La Repubblica og bætti við að um væri að ræða mál sem ætti rætur að rekja til sjötta áratugarins. Fyrrverandi nemandi í heimavistar- skóla kórsins, Franz Wittenbrink, sagði hins vegar í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel að hann „gæti ekki skilið“ hvernig misnotkunin gat farið fram hjá Ratzinger. Talsmaður páfagarðs hefur stöðugt haldið því fram að ásakanirnar séu hluti af herferð gegn páfanum og kaþólsku kirkjunni. Æðstu menn kaþólsku kirkjunnar í Belgíu viðurkenna að prestar innan hennar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi um langt árabil. Kirkjan lýsti því yfir í síðustu viku að hún vilji endur- heimta traust almennings með því að hjálpa fórnarlömbunum og koma í veg fyrir kynferðisglæpi í framtíðinni.  Páfi við messu í Glasgow Benedikt XVI. segist ekki vita hvernig mönnum innan kaþólsku prestastéttarinnar hafi verið mögulegt að stunda nauðganir og barnaníð. Hann sagði að barnaníð- ingar væru haldnir „veiki“. Páfi sagði að kirkjan hefði ekki verið nægilega á verði gagnvart kynferðisbrotum presta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.