Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Qupperneq 51
FÖSTUDAGUR 17. september 2010 LÍFSSTÍLL 51
Samkvæmt bandarískri rann-
sókn telur einn þriðji hluti
kvenna á aldrinum 18–35 ára sig
eiga við offituvandamál að stríða
þrátt fyrir að einungis einn
fjórði kvennanna
sem spurðar
voru hafi átt
við raunveru-
legt vandamál
að stríða. Í
rannsókn-
inni kem-
ur einnig
fram
að yfir
helming-
ur aðspurða
myndu frekar
vilja léttast um
fimm kíló en
landa drauma-
starfinu sínu
eða hitta einu
sönnu ástina í
lífi sínu.
MITTIÐ
mikilvægara en ástin
Samkvæmt undarlegri þýskri
rannsókn er hollt fyrir karl-
menn að horfa á kvenmanns-
brjóst. Karen Weatherby, sem
leiddi rannsóknina, segir að
glápið auki lífslíkur manna um
allt að fimm ár. „Það að horfa á
brjóst í tíu mínútur á dag jafn-
gildir hálftíma líkamsrækt,“
segir Weatherby sem rannsak-
aði 200 heilbrigða menn yfir
fimm ára tímabil. Helming-
ur þátttakenda horfði daglega
á brjóst á meðan hinn helm-
ingurinn forðaðist það. Undir
lokin gengust mennirnir undir
læknisskoðun. Fyrri hópur-
inn hafði lægri blóðþrýsting og
mældist almennt heilbrigðari.
Hollt að
GLÁPA
á brjóst
Ég hef alltaf haft áhuga á föt-um og tísku og var 16 ára þegar ég byrjaði að vinna í tískuvöruverslun. Þá varð ég
fljótt fataóð og fékk varla útborgað í
lok mánaðarins því öll launin fóru í
föt,“ segir þokkadísin Pattra Sriyan-
ong sem hefur komið sér vel fyrir í
Gautaborg þar sem kærastinn henn-
ar, knattspyrnumaðurinn Theodór
Elmar Bjarnason, er á samningi.
Pattra er hrifin af sænskri tísku
og hún segist smellpassa inn í rokk-
ið sem einkenni Gautaborg. „Street-
style-ið í Stokkhólmi er rosalega
skemmtilegt en Gautaborg er þekkt
rokkborg og hér klæðir fólk sig meira
eftir sínu höfði. H&M
er hér á hverju horni
svo maður verður
að vera duglegur að
mixa sinn eigin stíl
ef maður ætlar ekki
að vera eins og hin-
ir,“ segir Pattra og
bætir við að sænsk-
ir strákar pæli enn
meira í útliti sínu
en þeir íslensku.
„Þeir eru stundum
of ýktir fyrir minn
smekk. Hér er alveg
hægt að sjá gaura í
bleikum og jafnvel
mintu grænum bux-
um.“
Pattra stefnir á leiklistarnám í
framtíðinni en hefur ekki enn fundið
rétta skólann. Þangað til heldur hún
úti tískublogginu www.pattrasclos-
et.blogspot.com, sem hefur vakið
nokkra eftirtekt. „Ég er á kafi í þessu
bloggi og er farin að fá sendar vörur
frá fyrirtækjum sem vilja umfjöllun.
Annars fæ ég engin laun við þetta
en ég hef rosalega gaman af þessu.
Draumurinn er að verða leikkona og
eins væri ég til í að hanna mína eig-
in fatalínu. En þangað til það verður
langar mig að fá vinnu í tískubúð eða
við tímarit.“
Aðspurð segir hún kærastann
standa sig ágætlega þegar kemur að
tísku og klæðnaði. „Hann hefur allt-
af verið flottur í tauinu en var með
einfaldan smekk þangað til ég kom
til sögunnar. Ég er aðeins að reyna að
rokka hann upp og það gengur hægt
og bítandi. Hann er allur að koma til
og sem betur fer myndi hann aldrei
fara í bleikar buxur og fyrir það er ég
þakklát.“
Tískudrósin Pattra Sriyanong hefur komið sér vel fyrir í Gautaborg ásamt kærast-
anum sínum, knattspyrnumanninum Theodóri Elmari Bjarnasyni. Pattra heldur úti
tískublogginu www.pattrascloset.blogspot.com, sem hefur vakið svo mikla eftirtekt að
Pattra fær sendar vörur frá fyrirtækjum í von um umfjöllun.
Búin að rokka
kærastann upp
Smart par Pattra
segir kærastann,
Theodór Elmar,
hafa haft einfaldan
smekk þar til hún
kom til sögunnar.
Flott Pattra byrjaði að vinna í tískuvöruversl-
un þegar hún var 16 ára en fékk þá nánast
ekkert útborgað þar sem öll launin fóru í fö
t.
Rokkuð Pattra segist smellpassa inn í
rokkið sem einkenni Gautaborg.
Hollenskir vísindamenn segja konur sem borða mikið af spínati eignast stelpur.
Kynið fer eftir mataræði
Ný rannsókn vísindamanna við
Maastricht-háskólann í Hollandi
hefur vakið eftirtekt og umræðu.
Vísindamennirnir halda því fram að
tímasetning getnaðar hafi ekki ein-
ungis áhrif þegar reynt sé að stjórna
kyni væntanlegs barns heldur einnig
maturinn sem konan lætur ofan í sig.
Samkvæmt þessum fræðum er lík-
legra að foreldrar eignist stúlku þeg-
ar móðirin borðar fæðu sem er rík
af kalki og magnesíum en dæmi um
slíka fæðu er til dæmis jógúrt, spín-
at, tófú, hnetur, baunir, hafragraut-
ur, brokkólí og appelsínur en lítið af
fæðu sem innihaldi salt og pótass-
íum. Þær sem vilji frekar stelpu ættu
því að forðast ansjósur, ólífur, beik-
on, spægipyslu, reyktan silung og
kartöflur.
Vísindamennirnir halda því fram
að kynið fari að miklu leyti eftir fæð-
unni en þeir sem gagnrýna rann-
sóknina segja að þar sem konurn-
ar hafi sjálfar séð um að skrásetja
mataræði sitt séu miklir annmarkar
á rannsókninni. Þar sé helst um að
kenna gleymsku við skrásetninguna
en einnig hafi sumir þátttakendur
ekki farið eftir mataræðinu í einu og
öllu þegar þær voru með egglos.