Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 48
48 Föstudagur 28. nóvember 2008 Jólablað Jólaglögg er fyrir marga ómissandi á aðventunni og lítið mál að búa það til sjálfur. Þannig skapast sannarleg jólastemning og ang- an af kanil og negulnöglum um alla íbúð lífgar upp á skammdegið í kuldanum. Jólaglögg hefur löngum tilheyrt að- ventunni hér á landi enda fátt nota- legra en að sitja í góðra vina hópi, dreypa á heitu og krydduðu glögginu með piparkökur í hönd. Uppruna glöggsins má rekja til drykkjar sem Þjóðverjar kalla glüh- wein. Helsti munurinn er að þýska afbrigðið er bragðbætt með vanillu og jafnvel nelliku á meðan Íslend- ingar krydda glöggið helst með kanil og negul. Fáir hafa þó haldið frægð glöggs- ins jafn vel á lofti og Svíar. Gustava Björklund gaf úr matreiðslubók árið 1880 þar sem hún kynnti lesendur fyrir eigin uppskrift af glöggi. Hún notaði eina flösku af rauðvíni, helm- ingi minna magn af vatni, þrjá mulda negulnagla, nokkrar kanilstangir og sykur. Þetta sauð hún allt saman í dá- góðan tíma áður en gestum var boð- ið upp á veigarnar. Glöggið innihélt mun minna áfengismagn hér áður fyrr. Fljótlega fundu menn út að brenndur sykur bætti bragðið. Því var byrjað á því að leggja sykurinn í mót ofan á drykkn- um, kveikja í honum og láta þannig áfengið brenna sykurinn áður en honum var blandað saman við. Til að geta kveikt í verður áfengismagn- ið hins vegar að vera minnst 20 pró- sent. Við íkveikjuna gufar hins vegar talsvert af áfenginu upp. Hætt var að brenna sykurinn á þennan hátt fyrir löngu en þá hafði þegar skapast sú hefð að blanda sterku áfengi, eins og vodka, í drykkinn og hefur hún hald- ist til dagsins í dag. Til að auka á bragðið kjósa marg- ir að nota annars konar áfengi með rauðvíninu sem er uppistaðan, eins og púrtvín, koníak eða líkjöra. Víða erlendis tíðkast að drekka glögg úr leirbollum en hér á landi er það yfir- leitt drukkið úr glerglösum. Fólk er hvatt til að prófa sig áfram í uppskriftum af glöggi og finna þannig réttu blönduna fyrir sig. Nú þegar desember er við það að hefjast má búast við þó nokkr- um starfsmannateitum þar sem boð- ið er upp á jólaglögg og piparkökur í skammdeginu. Kaffihús bjóða einn- ig upp á glögg í desembermánuði en þeim hefur farið sífellt fækkandi undanfarin ár og virðist jólabjórinn hafa sótt í sig veðrið á móti. Heitt og ilmandi jólaglögg gefur þó tón- inn fyrir sanna jólastemningu og því um að gera að búa það einfaldlega til sjálfur. erla@dv.is Ilmandi jólaglögg KRYDDLEGIN n 1 l rauðvín n 15 cl vodki n 10 kanilstangir n 5 negulnaglar n 2 tsk. kardimommur n 220 gr sykur Látið malla, ekki sjóða, við meðalhita í um klukku- stund. Kælið í hálftíma og berið fram þegar búið er að sía kryddið frá. NIÐURNEGLD n 1 rauðvínsflaska n 1 appelsína n 15 - 20 negulnaglar n Hálf vanillustöng n 1 dl sykur Stingið negulnöglunum í appelsínuna og setjið hana í pott með rauðvíninu. Bætið við vanillustöng og sykri. Látið malla, ekki sjóða, í minnst hálftíma. Leyfið glögginu að kólna aðeins, fjarlægið vanillustöng og appelsínu, og berið fram. ÖKUVÆN n 50 g möndlur n 1 l vatn n 2 dl Ribena-saft n 2 dl rúsínur n 1 kanelstöng n 1 appelsína n 1 sítróna Skerið hýðislausar möndlurnar langsum, setjið rúsínurnar, 2 dl af vatni og kanelstöngina í pott, látið suðuna koma upp. Slökkvið undir og hrærið í pottinum. Setjið því næst lokið á pottinn og látið standa í 10 mín. Bætið því næst Ribena- þykkninu og afganginum af vatninu út í. Látið suðuna koma upp. Setjið safann úr appelsínunni og sítrónunni út í. Krakkar geta tekið þátt í að búa þetta glögg til og oftar en ekki þykir þeim það mikill nammidrykkur. Ilmurinn úr eldhúsinu... Þegar jólaglöggið er soðið fer ilmurinn af kanil og negul um allt húsið sem þá ilmar sannarlega af jólum. Mynd: Photos.coM Skólavörðustígur 18 Veljum íslenskt STEBBI RUN Óskar Þór Karlsson HÓLAR Annasamir dagar og ögu rstundir Æviminningar Stefáns R unólfssonar frá Vestmannaeyjum Hér eru sögurnar óteljandi. Sagt er frá athafnamönnum og farandverkafólki, knattspyrnuköppum og stjórnmálamönnum og síðast en ekki síst baráttunni um framtíð byggðar í Vestmannaeyjum. holar@simnet.is STEBBI RUN FÁNAPRENTUN AFGREIÐUM FÁNA SAMDÆGURS EIGUM ÍSLENSKA FÁNAN Á LAGER! SILKIPRENT HAFNAFIRÐI S: 544 2025 Frábær jólagjöf fyrir verðandi móður Mjög þægilegir meðgöngubolir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.