Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 82

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 82
föstudagur 28. nóvember 200882 Matur & vín Gefðu braGðGóða Gjöf Heimagert konfekt í fallegum umbúðum er bragðgóð og persónuleg gjöf sem höfðar til allra. Það er líka afar sniðug lausn á krepputímum sem nú því það kostar ekki mikið. tilvalið er að fjölskyldan verji tíma saman á aðventunni og búi til konfekt handa ömmu og afa, frændfólki og vinum. Leyfið svo börnunum að skreyta umbúðirnar sjálf og gjöfin verður enn persónulegri umsjón: koLbrún páLína HeLgadóttir, kolbrun@dv.is GirnileGt jólakonfekt jólin nálgast og húsmæður landsins eru eflaust farnar að taka sig til og skoða jólauppskriftirnar. jólakonfekt er ómissandi og gerir aðventuna vafalaust hátíðlegri. dv tók saman nokkrar einfaldar konfektuppskriftir fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. Bounty-konfekt n 4 dl kókosmjöl n 4 dl flórsykur n 1 eggjahvíta n 3 msk. brætt smjör n 3-4 msk. rjómi n vanilludropar n Hvítt súkkulaði til hjúpunar Aðferð: smjörið er brætt og rjóminn settur út í. eggjahvítu, kókosmjöli og flórsykri er blandað rólega við allt saman. Þetta er svo hnoðað, mótað í kúlur og kælt. gott er að hafa þær á bökunarpappír. kúlurnar eru svo hjúpaðar með bræddu hvítu súkkulaðinu. Þessu má velta upp úr kókosmjöli að vild. Hnetusmjörskonfekt n 2 ½ dl hnetusmjör n 2 ½ dl flórsykur n 2 ½ dl saxaðar döðlur n 2 ½ dl saxaðar valhnetur eða pecan-hnetur n 2 msk. mjúkt smjör Aðferð: blandið öllu vel saman í matvinnsluvél. búið til kúlur úr massanum og kælið á bökunar- pappír. dýfið kúlunum síðan í brætt súkkulaði. Þetta konfekt má frysta. sAltHnetukonfekt n 200 g marsípan n 100 g núggat n 50 g hakkaðar salthnetur n brætt ljóst/dökkt súkkulaði Aðferð: rúllið niður marsípan með kökukefli eftir smekk. gerið það sama við núggatið og hafið það í sömu stærð. Leggið núggatið ofan á marsípanið og sáldrið hökkuðum salthnetum á annan helminginn. Þrýstið hnetunum ofan í núggatið og brjótið svo hinn helminginn yfir. rúllið yfir með kökukefli í um það bil 5 til 8 mm þykkt og skerið í ferninga. kælið molana, húðið með súkkulaði og skreytið að vild. DAim-konfekt n 200 g ljóst súkkulaði n 500 g marsípan n 3 pk. daim-kúlur n kókosmjöl Aðferð: bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. skerið marsípanið í tvo jafnstóra hluta og fletjið þá út. skerið útflatt marsípanið í þríhyrn- inga, svo stóra að tvær til fjórar daimkúlur rúmist á hverjum þeirra. setjið kókosmjöl á disk. dýfið þríhyrningunum í bráðið súkkulaðið, látið umframsúkkulaðið leka af þeim og leggið þá því næst í kókosmjölið. setjið tvær til fjórar daimkúlur ofan á hvern. takið þríhyrningana úr kókosmjölinu og geymið í kæli. Kjúklingur og desert Hermann Hauksson „Þetta geri ég í þau örfáu skipti sem ég elda mat handa fjölskyldunni.“ kúbverskur kjúklinGur í hvítlaukssósu n 4 kjúklingabringur, beinlausar n 3 msk. ólífuolía n 8 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt n 150 ml hvítvín, þurrt n 3 msk. steinselja, söxuð n 3 msk. kóríanderlauf, söxuð n 1 laukur, skorinn í sneiðar aðferð: olían hituð með helmingnum af hvítlauknum á stórri pönnu. kjúklingur- inn settur á pönnuna og brúnaður. afgangurinn af hvítlauknum settur á pönnuna ásamt lauknum og látið krauma við vægan hita í um 5 mínútur, eða þar til laukurinn er meyr. víninu hellt út í, steinselju og kóríanderlaufi hrært saman við og látið malla í 5-10 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er rétt steiktur í gegn. borið fram með hrísgrjónum og fersku salati. oreo-desert n 1 bolli flórsykur n 200 g rjómaostur n 1 bolli mjólk n 1 pakki valillubúðingur royal n 1 tsk. vanilludropar n 1 peli rjómi - þeyttur n 24 stk. oreokex (2 pakkar) mulið smátt aðferð: flórsykrinum og rjómaostinum hrært vel saman, mjólkinni, vanillubúðingnum og vanilludropunum einnig hrært saman og síðan blandað við rjómaostahræruna. Þeytta rjómanum er síðan blandað varlega saman við. sett í skál þannig: búðingur - oreom- ylsna - búðingur - oreomylsna. kælt í stutta stund. Ég ætla að skora á Inga Þór Steinþórsson, þjálfara hjá köruknattleiksdeild KR, sem er mikill matgæðingur og býr til besta lasagna í heimi! Matgæðingurinn súkkulaði-fondant með chili-sósu Súkkulaði-fondant er mjög vinsæl kaka í Frakklandi. Þetta er hveitilaus kaka, blaut í sér og með mjúka miðju. Hún er oftast borin fram með vanillusósu en hér löguðum við sterka chili-sósu sem passar mjög vel með. Gott er síðan að kæla sig aðeins niður með því að hafa líka sýrðan rjóma með svo ekki kvikni í þessari munúðarfullu sam- setningu. súkkulAði-fonDAnt með cHili-sósu uppskriftina að þessari unaðslegu súkkulaðiköku má finna í glæsilegu kökublaði gestgjafans. kakan er í þætti sem gestgjafinn kallar súkkulaði fyrir nautnaseggi og nammigrísi. ekki skilja þessa út undan í jólabakstrinum. uppskrift fyrir 8. súkkulaði-fondant n 200 g súkkulaði n 200 g smjör n 50 g sykur n 70 g flórsykur n 5 stór egg n 40 g kartöflumjöl Hitið ofninn í 180°C. fóðrið botninn á 20-22 cm smelluformi með bökunar- pappír. setjið álpappír utan um formið til þess að einangra það betur og þétta það. bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði en gætið þess vel að blandan ofhitni ekki. Hrærið báðar sykurtegundir saman við súkkulaðið og bætið eggjum saman við, einu í einu, þetta má gera með handpískara. bætið að síðustu kartöflumjöli út í og hrærið vel saman. Hellið deiginu í smelluformið og bakið kökuna í 20-25 mín. bökunartíminn er mikið atriði, ef þið viljið hafa kökuna með mjög blautri miðju eru 20 mín. hæfilegur tími fyrir 20 cm form en 25 mín. ef þið viljið hafa hana stífari. Chili-sósa: n 2 appelsínur n 150 g sykur n ½-1 ferskt chili-aldin, kjarnhreinsað og þunnt sneitt rífið börk af 1 appelsínu og setjið í pott. kreistið safann úr báðum appelsínunum og bætið í pottinn. sjóðið saman ásamt sykri og chili-sneiðum í 3-4 mín. berið kökuna fram með chili-sósu og sýrðum rjóma. stíListi: gerður Harðardóttir mynd: karl petersson uppskrift: sigríður björg bragadóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.