Frjáls verslun - 01.11.2014, Qupperneq 27
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 27
1. iPad Air 2
Spjaldtölva (verð frá 89.990 kr., t.d. hjá Epli.is og Macland.
is). Það verður að segjast eins og er að iPad er ennþá konung
ur spjald tölvunnar. Með annarri kynslóð af iPad Air tókst Apple
einhvern veginn að gera bestu spjaldtölvu sem framleidd
hafði verið enn betri. Hún er þynnri, skjárinn er enn skarpari,
litríkari og bjartari, myndavélin betri og vinnslan er frábær.
Þar að auki er verðið á svipuðu róli og flaggskip helstu keppi
nautanna auk þess sem úrvalið af frábærum snjallforritum er
nær óendanlegt. Er hægt að biðja um eitthvað meira?
2. LG G3
Snjallsími (verð frá 89.900 kr. hjá helstu símafyrirtækjum).
LG hefur verið þekkt fyrir snjallsíma í ódýrari kantinum, en
með G2 í fyrra og G3 í ár sýndi fyrirtækið svo um munaði að
það getur líka keppt við stóru strákana á markaðnum. G3 er
með stóran og skarpan 5,5 tommu skjá, góða myndavél og
öfluga vinnslu – og verðið gerist ekki mikið betra fyrir síma
í þessum gæðaflokki. LG G3 er á mörkum þess að teljast
„Phablet“, þ.e. millistig milli spjaldtölvu og snjallsíma, en góð
hönnun gerir að verkum að hann virkar aldrei of stór eða
klunnalegur.
3. Lenovo Yoga 3
Fartölva (verð frá 269.900 kr. hjá netverslun.is). Yogatölv
urn ar frá Lenovo sameina kosti spjaldtölvu og fartölvu og
tekst það bara ansi vel, sérstaklega með þriðju kynslóð
tölvanna sem kom á markað á árinu. Hún er með betri skjá
og umtalsvert uppfærðan vélbúnað og nýtist því betur við
leik og störf en fyrri útgáfur. 360 gráðu snúningur skjásins er
vel heppnaður, en með honum er auðvelt að breyta tölvunni
úr fartölvu í spjaldtölvu og öfugt. Án nokkurs vafa munu
þessar spjald/fartölvur verða vinsælli á komandi árum – enda
hentugt að geta tekið eina svona í ferðalagið frekar en bæði
spjaldtölvu og fartölvu, svo dæmi sé tekið.
4. iPhone 6
Snjallsími (verð frá 119.900 kr. hjá helstu símafyrirtækjum).
Apple tók nokkuð stórt skref með útgáfu iPhone 6 á þessu
ári. „Stórt“ er lykilorðið, því sexan er umtalsvert stærri en
fyrirrennararnir – með 4,7 tommu skjá í stað 4 tommu. Hann
er engu að síður mjög þunnur og flottur, eins og Apple er von
og vísa. Myndavélin var endurbætt og rafhlaðan endist leng
ur, sem skiptir verulegu máli. Einfaldlega frábær sími. Samt
var breytingin ekki nægilega mikil milli síðustu útgáfu til að
skila iPhone 6 ofar á listann í ár.
5. Bose Soundlink III
Þráðlaus ferðahátalari (verð 64.900 kr. hjá netverslun.
is). Úrvalið af þráðlausum Bluetoothferðahátölurum er mik
ið, en það verður að segjast eins og er að hljómgæðin eru
sjaldnast til að hrópa húrra fyrir. Það er þó ekki hægt að segja
um Bose Soundlink III, sem er tiltölulega lítill og nettur, en
skilar þó framúrskarandi hljómi, jafnvel þótt hækkað sé hressi
lega í honum. Það sést reyndar ágætlega á verðmiðanum, sem
er sennilega helsti ókostur þessa magnaða hátalara.
4
5
3