Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.11.2014, Qupperneq 44
44 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 GÍSLI KRISTJÁNSSON – blaðamaður STJÓRNUNAR- MOLI Einu sinni var Kodak í röð þekktustu vöru ­merkja heims og 145 þúsund manns í vinnu hjá fyrirtækinu. Það varð gjald ­ þrota árið 2012. Einu sinni var Nokia samnefnari fyrir farsína. Núna er vörumerkið ekki leng ur til nema á stígvélum eins og var fyrir daga farsímanna. Hvers vegna missa stórfyrir­ tæki af lestinni og deyja? Þetta er ráðgáta sem marga stjórn­ unarfræðinga hefur langað að leysa. Finnist lausnin fellur næsta stórfyrirtæki ekki á sömu vitleysunni og hin fyrri – eða hvað? Svarið ætti því að vera verðmætt fyrir stjórnendur fyrirtækja. Yfirleitt komast menn ekki að sannleikanum fyrr en of seint. En er eitthvað sameigin­ legt í falli þekktra vörumerkja? Falla þau vegna skammsýni stjórn endanna, sem átta sig ekki á að tímarnir breytast, ný tækni kemur fram og gamla tæknin sem áður drottnaði úreldist á einni nóttu? Eða er það bara lögmál að risar falla að lokum? Rannsóknir sýna að það eru viss sameiginleg ein­ kenni en ekkert er þó algilt. Sameiginleg einkenni eru þessi: • Blindast af eigin vel­ gengni. Undraverður árangur á markaði veldur þvi að menn halda of lengi fast við sitt. „Aðrir ættu að læra af okkur“ er viðhorfið. En svo hafa þessir aðrir lært eitthvað alveg nýtt og markaðurinn gleypir við því. • Af hverju að breyta því sem gengur vel? Ef tiltekin vara selst vel finna stjórnendur enga þörf fyrir að breyta til. Af hverju að slátra gæsinni sem stöðugt verpir gulleggjum? • Við erum ekki „mann­ ætur“ á eigin markaði. Af hverju að setja á markað vöru sem er í samkeppni við eigin framleiðslu? Þetta er stundum kennt við „kannibalisma“. Fyrirtækin forðast að éta upp eigin markað með nýrri vöru. • Af hverju koma kúnnarnir til okkar? Stjórnendum hættir til að snúa svarinu við. Kúnnarnir koma til okkar vegna þess að við erum með bestu vöruna. Rétt svar er: Kúnnarnir eru að leita að bestu lausninni og koma til þeirra sem hafa hana. Öll þessi einkenni má finna í sögu fyrirtækja eins og Kodak og Nokia en ekki með sama hætti. Kodak lét hanna fyrstu stafrænu myndavélina fyrir almennan markað og var árið 2005 stærsti seljandi stafrænna myndavéla. Samt drápu staf­ rænu myndirnar fyrirtækið. Ein skýring er að stjórnend ur Kodak nálguðust þessa nýju tækni með hálfum huga; reyndu að halda í allt sölukerfi ð sem fylgdi filmunum og gera staf­ rænu tæknina að sama bissniss og filman var. En með stafrænu tækninni hvarf efnaiðnaðurinn, sem var undirstaða Kodak. Fólk tekur margfalt fleiri myndir en áður en það kostar ekkert. Viðskiptin gufuðu upp. Hjá Nokia blinduðust menn af eigin velgengni og trúðu ekki að farsímatækni myndi breytast. Svo kom Apple með snjallsímann og allt hrundi. Fall risanna álitsgjafar Stjórnendur hafa undan­farin ár verið hvattir til að beita einkum jákvæðri endurgjöf, þ.e. að hrósa og hvetja fólk frek ar en leiðrétta. Ásta Bjarna­ dóttir segir frá nýlegri könnun þar sem spurt var um afstöðu fólks til þess annars vegar að fá jákvæða endurgjöf – t.d. hrós, hvatningu og hamingjuóskir – og hins vegar að fá leiðréttandi endurgjöf – t.d. ábendingar og umbótatillögur. Einnig var fólk spurt um afstöðu sína til þess að gefa öðrum þessar tvær tegundir endurgjafar. „Niðurstaðan sýndi að fólki finnst gríðarlega erfitt að gefa leiðréttandi endurgjöf. Tvöfalt fleiri eru í hópnum sem forðast að gefa leiðréttandi endurgjöf en eru í þeim hópi sem gefa slíka endurgjöf með glöðu geði. Þegar fólk er hins vegar spurt um það að taka á móti leiðréttandi endur­ gjöf snýst dæmið við. Fimm sinnum fleiri eru í þeim hópi sem kýs að fá leiðréttandi endurgjöf en eru í þeim hópi sem forðast slíka endurgjöf. Þetta á sérstak­ lega við um starfsfólk sem hefur mikið sjálfstraust. Þeir sem eru í hæsta flokki varðandi sjálfstraust eru líklegastir til að kjósa að fá leiðréttandi endurgjöf.“ Ásta segir að þessar niður ­ stöð ur þurfi þó að skoða með það í huga að það er ekki sama hvernig leiðréttandi endurgjöf er sett fram. „Ef leiðréttandi endurgjöf er sett fram á réttan hátt telja 92% starfsfólks að hún hafi góð áhrif og skili miklum árangri í að bæta frammistöðu þess. Loks má geta þess að því eldri sem starfsmenn eru því líklegri eru þeir til að kjósa að fá endurgjöf, bæði jákvæða og leiðréttandi.“ DR. ÁSTA BJARNADÓTTIR – ráðgjafi hjá Capacent MANNAUÐS- STJÓRNUN Starfsfólk kýs leiðréttandi endurgjöf Styrktu stöðu þína á nýju ári Straumlínustjórnun fyrir stjórnendur Hefst 18. febrúar Farið er yfir hvernig lean aðferðafræðin getur nýst sem stjórntæki í fyrirtækjum og hvernig tengja má hana við stefnu fyrirtækja. Hugtök og megininntök aðferðanna verða kynnt og farið verður yfir hvernig eigi að hefja innleiðingu og hvað þurfi til að ná árangri. Námið hentar sérstaklega þeim sem vilja styðja sérfræðinga við innleiðingu straumlínustjórnunar í fyrirtækjum sínum. Ábyrgð og árangur stjórnarmanna 14. janúar - 11. febrúar 2015 Námslína ætluð stjórnarmönnum fyrirtækja, stofnana og eftirlitsskyldra aðila samkvæmt skilyrðum FME sem og þeim sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu. Með náminu fá stjórnarmenn þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og siðferðilegra viðfangsefna. Nýlega var bætt við námið umfjöllun um endurskoðun og áhættustýringu. Skráning og yfirlit yfir allt framboð lengri námslína og styttri námskeiða er á vefnum: opnihaskolinn.is „Námskeiðið veitti innsýn inn í mismunandi aðferðir við ferlagreiningu sem miða að því að eyða sóun og skapa aukið virði fyrir viðskiptavininn. Í raun nýtist allt námskeiðið mjög vel í mínu starfi og ég get hiklaust mælt með því. Það er hnitmiðað og strax hægt að nota það sem lært er í raunverulegum verkefnum í vinnunni.” Kristján Jónsson Forstöðumaður innkaupastýringar Símans Námskeið: Straumlínustjórnun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.