Frjáls verslun - 01.11.2014, Síða 56
56 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
MiðAusturlöndum, borgara styrj öldin í
Sýrlandi, mótmælin í Hong Kong, pólitísk
átök í illa stæðum olíu framleiðsluríkjum);
og loks að mikil hækkun á gengi banda
ríkjadals skapi ringul reið á gjaldeyris mörk
uðum. Þessir atburðir geta hver um sig leitt
til vandræða. Ef allt þetta gerist sam tímis má
búast við að galdra veður leiki um hagkerfi
heimsins – og það er sennilega rétt.
10. Þú hefur kennt hagfræði í þekktum
háskólum erlendis. Hvað er það sem
einkennir góða viðskipta og hag fræði
háskóla? Hvað er það sem þeir leggja
ofuráherslu á?
Það hefur verið sagt um bandaríska há
skóla að nær enginn munur sé á náms
gæðum (nema helst í doktorsnámi) milli
virtustu háskóla landsins og annarra há
skóla, ef frá eru taldir slökustu skólarnir.
Námsefni, bækur og námskeið eru yfirleitt
mjög áþekk. Kennararnir eru ýmist val
inkunnir fræðimenn eða fyrrverandi nem
endur þeirra. Því má segja að nær alls
staðar sé sama menntun í boði, að formi
til. Hvað er þá fengið við að lesa við mjög
virta háskóla? Í hverju felst ágæti þeirra? Í
nemendunum sjálfum og tengslaneti þeirra,
mundi ég segja. Í vinsælustu skólunum eru
nær allir nemendurnir klárir og áhugasamir
og margir þeirra eiga eftir að ná langt í
lífinu. Í háskólum læra nemendur mikið
hver af öðrum og þá er eins gott að eiga
skarpa félaga. Frægu prófessorarnir hjálpa
nemendum sínum (einkum doktorsnemum)
að komast í góðar stöður, stórfyrirtæki leita
fyrst að nýjum starfsmönnum hjá virtustu
skólunum, og loks þegar námi lýkur eru
nemendur virtra skóla í tengslum við
fyrrverandi skólabræður sem þá eru oft í
áhrifastöðum. Þetta er spurning um að fá
inngöngu í góðan klúbb.
Í Háskóla Íslands eru margir afburða
nem endur. Þeir sem leita utan til fram
haldsnáms hafa oft slegið rækilega í gegn
í bestu háskólum heims. Í HÍ eru einnig
margir nemendur sem stunda námið illa.
Ég hef kennt við erlenda háskóla, til dæmis
í New York. Þar mæta allir nemendur í tíma
nema þeir séu veikir og þá láta þeir mig
vita. Og þeir koma undirbúnir í tímana. Í
HÍ eru margir nemendur sem aðeins stöku
sinnum líta við á námskeiðunum sem þeir
eru skráðir í og eru yfirleitt úti á þekju ef
rætt er við þá um námsefnið. Auðvitað
er slappleiki einnig algengur í erlendum
háskólum þar sem aðeins eru gerðar lág
markskröfur til nemenda.
11. Landbúnaður í heiminum er ævinlega
til umræðu. Er landbúnaður einhvers
staðar í heiminum rekinn án ríkisstyrkja
– og hvar þá helst?
Segja má með nokkurri einföldun að
land búnaður í heiminum skiptist í tvo
flokka. Í fátækum þróunarlöndum starfa
flestir við landbúnað og landbúnaður
er stærsti skattstofn ríkisins. Þar hefur
víða tíðkast, einkum í löndum sem búa
við óvirkt lýðræði, að arðræna bændur
með ofurskattlagningu, sérstaklega þá
sem eru í útflutningsgreinum. Víða hefur
ofur skattlagning lamað landbúnaðinn.
Bændur búa í dreifðum byggðum,
samtaka máttur þeirra er lítill og þeir
liggja vel við höggi. Ríkisvaldið kemur
betur fram við þjónustugreinar og
iðnað, einkum greinar sem er að finna í
höfuðborginni, til að forðast mótmæli og
uppþot við stjórnarbyggingar. Á Vestur
löndum snýst dæmið við. Land bún aður
fær gífurlega styrki frá ríkinu og nýtur
verndar gegn innflutningi. Í okkar heims
hluta er landbúnaður örlítið brot af
hagkerfinu svo að kostnaðurinn við land
búnaðarstyrki er ríkinu ekki ofvaxinn,
bændur hafa yfirleitt skipulagt sig vel í
hagsmunabaráttunni, stundum í skjóli
úreltrar kjördæmaskiptingar, og þeir njóta
oft samúðar hjá almenningi. Margir rekja
ættir sínar út í sveitirnar og sjá ekki eftir
styrkjunum. Svissneskur hagfræðingur
sagði mér fyrir nokkrum árum að þarlendu
styrkjakerfi yrði best lýst með þeim orðum
að svissneskir skattborgarar skreyttu
Alpana með blómlegum bændabýlum til
að gleðja auga ferðamannsins. Þetta er
landslagsarkitektúr, sagði prófessorinn.
12. Færum okkur til Íslands. Flestir
eru á því að helstu veikleikar íslensks
viðskiptalífs séu fjármagnshöftin og að
stöðugleikinn innan þeirra sé „falskt
öryggi“. Afnám hafta tengist augljóslega
einhvers konar samningum við erlenda
kröfuhafa – en hefur ekki gengið of hægt
að afnema höftin til þessa í áföngum?
Jú, mér finnst afnámið hafa gengið of hægt,
en þó með þeim fyrirvara að ég veit lítið
um samningsstöðu okkar. Huga verður
meðal annars að líkunum á nýrri kollsteypu
í gengis málum og efnahagslegum og póli
tískum afleiðingum af slíkri þróun. Fyrir
nokkrum vikum gaf George W. Bush út
bók um pabba sinn, George H.W. Bush.
Þar segist W (43. forseti BNA) oft vera
spurður að því, hvort hann á for seta ár
unum hafi ekki oft leitað til pabba (41.
forseta BNA) um góð ráð. W segist hafa
reynt það í fyrstu en fljótlega gefist upp
vegna þess að HW svaraði ætíð: OK. En
fyrst verð ég að sjá öll skjöl og þar með
leyniskjöl sem þú átt aðgang að. HW er
augljóslega varkár maður (fyrir utan frjálst
fall og fallhlífarstökk á stórafmælum) og
það er eins gott að ég sé það líka.
13. Ferðaþjónustan á Íslandi er orðin
stærsta útflutningsatvinnugreinin og
undirstaða hagvaxtar. Enn er stórfelldum
erlendum ferðamannastraumi spáð til
Íslands. Hvaða hættur fylgja svo miklum
vaxtarverkjum í einni atvinnugrein?
Straumhraði ferðamanna var svo mikill
að við tókum tæpast eftir flóðinu. Greinin
er að stórum hluta sjálfsprottin og ríkið
hefur lítið komið við sögu. Ég trúi því að
við berum gæfu til að finna aðferðir til
að skattleggja greinina skynsamlega og
jafnframt vernda ferðamannastaði gegn
átroðningi. Ég hef mestar áhyggjur af því
að mínir áköfu og duglegu landar eigi
eftir að skjóta yfir markið í fjárfestingu í
gistihúsnæði og annarri þjónustu. Vita þeir
sem nú reisa gistirými um væntanlegt fram
boð annarra af slíku rými? Hve traust ar
Svissneskur hagfræðingur sagði
mér fyrir nokkrum árum að þar
lendu styrkjakerfi yrði best lýst
með þeim orðum að svissneskir
skattborgarar skreyttu Alpana
með blómlegum bændabýlum til
að gleðja auga ferðamannsins.
Þetta er landslagsarkitektúr, sagði
prófessorinn.
Ég hef mestar áhyggjur af því að
mínir áköfu og duglegu landar
eigi eftir að skjóta yfir markið
í fjárfestingu í gistihúsnæði og
annarri þjónustu. Vita þeir sem
nú reisa gistirými um væntanlegt
framboð annarra af slíku rými?
um áramÓt
www.mp.is
Ármúli 13a / 540 3200
Við óskum viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum
gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með
þökkum fyrir viðskiptin á liðnu ári.
Starfsfólk MP banka.
Gleðilega hátíð