Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Side 78

Frjáls verslun - 01.11.2014, Side 78
78 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 millilenda í Phoenix og gista og þá fann ég hvað þetta þurra, heita loft gerði mér gott. Þannig að ég fór að taka mér frí þarna með fjölskyldunni og fann enn frekar hvað mér leið vel þarna. Ég ákvað þá að festa kaup á húsi enda fasteignamarkaðurinn enn hagstæður – fann um 350 fermetra hús á mjög góðum stað sem kostaði þá svipað og þriggja herbergja íbúð í Reykjavík.“ Róbert er þó ekki með nein fjárfest ingar ­ verkefni í Bandaríkjunum heldur hefur fyrst og fremst haldið sig við Mexí kó. „Við fórum þarna til Mexíkó til að byggja upp eins og við gerum yfirleitt, göng um inn í verkefni sem eru af ýmsum toga en alltaf innan sjávarútvegsins. Við ætluðum að reyna að byggja upp mjög stórt upp sjávar ­ fyrirtæki í Mexíkó, keyptum m.a. bræðsl ­ una á Djúpavogi, sardínubáta í Mexíkó og ætluðum að sameina nokkur fyrirtæki en náðum því ekki og seldum okkur aftur út úr þessu með ágætis hagnaði. Það hefur orðið ótrúleg framþróun í Mexíkó í sjávarútveginum þennan tíma sem við höfum verið þar. Vilhelm félagi minn bjó alveg í Mexíkó frá 1995 þar til fyrir sex árum. Hann talar spænsku eins og inn fædd­ ur og ég var mjög stoltur af honum þegar þáverandi sjávarútvegsráðherra Mexíkó og ágætis kunningi okkar sagði við mig að það væri erfitt fyrir sig að viðurkenna að sá maður sem hefði yfirgripsmestu þekkinguna og yfirsýnina á mexíkóskum sjávarútvegi væri félagi minn, Vilhelm Mar Íslendingur. Það er auðvitað vegna þess að við horfðum á greinina með öðrum hætti en heimamenn sjálfir, þar sem sjónar ­ hornið var heldur þröngt, meðan við reynd um að horfa á stóru myndina og á því högn umst við. Reynsla mín frá Íslandi hjálp aði okkur að sjá hvernig þetta myndi þróast. Óheftar veiðar ganga ekki til lengri tíma. Á endanum þarf að setja þær inn í eitthvert skömmtunarkerfi, hverju nafni sem það nefnist. Að sjá þetta og hvernig það gerist hefur nýst okkur vel því að svona gerist þetta alls staðar í heiminum. Líka í Mexíkó. Að vera á undan í hugsuninni, að sjá að aðgangur að sardínuveiðum yrði ekki óheftur eftir fimm ár. Mexíkóarnir hlógu bara að okkur en svo með aukinni tækniþróun jókst stöðugt veiðin þangað til menn sögðu að svona gæti þetta ekki gengið lengur. Þá þarftu að sjá það fyrir. Alveg eins er með túnfiskinn og fleiri teg ­ undir. Þannig að reynslan úr íslenskum sjávar útvegi hefur nýst að þessu leyti ásamt almennri þekkingu á veiðum, vinnslu og mark aðssetningu.“ þuRFum meiRi hagnað úR viRðisaukakeðjunni En hvernig blasir íslenskur sjávarútvegur við Róbert Guðfinnssyni þegar hann horfi r á hann svona utan frá eftir áratug? „Íslenskur sjávarútvegur er í mjög sér­ stakri stöðu. Við högum okkur ennþá og jafnvel enn frekar en áður sem frum ­ fram leiðsluiðnaður. Það er alþekkt að í framleiðslu á vörum af þessu tagi eru end­ arnir tveir – sá sem hefur aðganginn að auðlindinni og sá sem hefur aðganginn að endanlegum viðskiptavini. Allt þar á milli liggur undir þrýstingi frá þessum tveimur endum. Það sem við reyndum að gera í SH á sínum tíma var að teygja okkur nálægt hinum endanlega notanda til að ná meiri hagnaði í virðisaukakeðjuna. Á síðustu árunum fóru menn í að selja frá sér virðisaukakeðjurnar hjá SH og þannig hafa menn að mörgu leyti farið til baka inn í frumframleiðsluna fyrir utan örfá dæmi sem eru til fyrirmyndar eins og hjá Samherja með ferskfiskvinnsluna sína í Dalvík. Tilhneigingin virðist alltaf vera sú að horfa á frumframleiðsluna, veiðarnar og vinnsluna, og ef við trúum því að þar getum við tekið allan hagnaðinn erum við á villigötum. Sú hugsun sem við unnum eftir á árunum sem ég var hjá SH – að reyna að komast dýpra inn eftir virðisaukakeðjunni – hún virðist hafa gengið til baka. Við dettum alltaf inn í þann farveg að vera veiðimenn. Við heyrum upphrópanir eins og „allan fisk á markað“. En verður ein ­ hver virðisauki við það að fiskur skiptir um hendur á fiskmarkaði? Vinkona mín ein sem ólst upp hjá mér maður ársins Ég sneri mér ásamt félaga mínum að rekstri fyrirtækis í Mexíkó sem Þormóður rammi og Grandi höfðu stofnað í upphafi en fóru út úr. Við komum í staðinn, ég og ungur félagi minn sem heitir Vilhelm Mar Guðmundsson, Siglfirðingur og menntaður hag­ fræðingur héðan úr háskólanum. Framkvæmdir eru í fullum gangi við hótelið sem verður opnað næsta sumar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.