Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Síða 79

Frjáls verslun - 01.11.2014, Síða 79
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 79 í frystihúsinu á Siglufirði, Bylgja Hauks ­ dótt ir, vinnur núna fyrir fyrirtæki í Boston við að kaupa fiskflök frá Íslandi til fersk ­ fisks flutninga innan Bandaríkjanna út frá Boston. Sá aðili er einhver stærsti kaup and inn í Bandaríkjunum á ferskum þorsk flökum. Hann tekur fiskinn og flýgur með hann til Boston. Þar er hann tekinn og um pakkaður og um leið og hann lendir í Banda ríkjunum tapar hann íslenskum ein kennum. Fiskurinn hefur verið tekinn og skipt upp í minni einingar og merktur dreifiaðilanum. Þannig er flogið með hann út um öll Bandaríkin. Af hverju er hann ekki með íslenskt einkenni? Það er kannski vegna þess að dag einn þegar Bylgja vin­ kona mín ætlaði að fara að kaupa fisk þá hafði útgerðarmaðurinn sagt: Nei, verðið var svo lélegt í gær að við ætlum ekkert á sjó í dag. Þá þarf hún að senda skilaboð út til Boston um að það sé engan fisk að fá. Þá fær hún svarið – það eru hérna veitingahús sem bíða eftir fiskinum, þau fara ekkert að breyta matseðlinum og það sem gerist er að fyrirtækið fer og kaupir fisk frá Kanada eða af Bostonsvæðinu til að uppfylla þarfir viðskiptavinar síns. Fisksalinn er ekkert að útskýra fyrir viðskiptavininum að þetta sé ekki íslenskur fiskur heldur kanadískur þannig að varan tapar upprunanum og hjá fyrirtækinu í Boston hefur íslenski fiskurinn engin séreinkenni heldur er þetta bara fiskur frá viðkomandi dreifiaðila. Þannig að enn og aftur erum við Íslendingar, í fjárfestingum og öllu, að hugsa um bardag­ ann í dag eða á morgun. Eðlilegasti hlutur í heimi væri í mínum huga að við ættum vöruna alla leið til veitingahússins. Þarna eru þó undantekningar eins og ég nefndi – hið vel rekna fyrirtæki Samherji en hann hefur skapað sér sérstöðu með því að teygja sig fyrirtækja lengst inn í virðisaukakeðjuna.“ Mér leið eins og nátttrölli enda hefur áhugi minn á verðbréf­ um og hlutabréfum aldrei verið sérstaklega mikill. Þ egar Þormóður rammi var kominn úr höndum ríkisins og í hendur einstaklinga spunnust umræður um að sú einkavæðing bæri öll einkenni pólitískrar flokks ­ hygli þar sem einhverjir allaballar í Siglu ­ firði nytu þess að vera með vinveittan flokks bróður sem fjármálaráðherra. Sá situr nú á Bessastöðum og heitir Ólafur Ragnar Grímsson. Einn meintra allaballa var óvítrætt Róbert Guðfinnsson, sem þá rak útgerðarfyrirækið sem var í eigu ríkis og bæjar. Hvað segir Róbert nú? Ég hef stundum sagt að menn eigi að segja þessa sögu eins og þeim finnst skemmti legast að segja hana. Menn mega velja hvaða útgáfu af henni sem er, því að í sjálfu sér getur hver útgáfa af sögunni verið góð og hún skiptir ekki öllu máli fyrir mig því að ég þekki auðvitað söguna eins og hún var og get þess vegna lifað með sérhverri útgáfu hennar. En það var auðvitað fjarri öllu lagi að þetta hefði verið eitthvert kommaplott í Siglufirði. Í fyrsta lagi var ég þá löngu kominn úr Alþýðubandalaginu, í öðru lagi hafði eng­ inn af þessum félögum mínum verið þar og þeir sem settu upp pakkann með okkur voru nú frægir íhalds menn, Brynjólfur Bjarnason í Granda og Vilhjálmur Egils son. Þetta var þannig eins fjarri kommaplotti og hugsast gat. Ég get hins vegar bætt við þessa sögu að þegar ég var búinn að reka Þormóð ramma í nokkur ár þá kemur til mín í veislu maður sem ég þekkti ekki neitt þá, kastar á mig kveðju og segir svo: – Það er ekki auðvelt fyrir mig að segja þetta en sennilega er besta einkavæðing ríkisins á Íslandi Þor móð ur rammi. Þessi maður var Hannes Hólm­ steinn Gissurarson. dRauguR ólaFs RagnaRs voFði yFiR Það er rétt að þessi sala ríkisins fór ekki fram í opnu ferli. Ólafur Ragnar sá að eignarhaldið á Þormóði ramma átti ekkert heima í fjármálaráðuneytinu en að sama skapi vildi hann að fyrirtækið færi í hendur heimamanna. Sú varð raunin. Svo má segja að þegar frá leið hafi þjóð ­ sagan skaðað okkur. Hún skaðaði okkur á þann hátt að á þessum tíma, fyrstu árum kvótatímans, var mikill hraði í ákvörð ­ unar tökum og þessi tækifæri sem gáfust þarna í upphafi kvótakerfisins ollu nánast umbyltingu, þannig varð hægt að leggja af óhagkvæmar einingar, óhagkvæm skip og sameina veiðiheimildirnar yfir á hag ­ kvæmari skip og byggja upp mun arð ­ bær ari rekstur. Við þetta jókst virðið að að ganginum að auðlindinni, veiði heim ­ ild unum, mjög hratt. Á fyrsta ári kvóta ­ kerfi sins var kvótinn í sjálfu sér lítils virði. Menn gleyma því oft. Virðið varð ekki til vegna þess að menn höfðu ekki verið að búa til peninga úr aðgangi að auðlindinni. Hagnaðurinn í sjávarútvegi var mjög lítill og hann fór nánast á hausinn eftir fastgengisstefnuna 1987­88 og það þurfti ríkisábyrgð á skuldir sjávarútvegsins til að gefa honum tækifæri til að rétta sig af og að bankakerfið færi ekki allt á hliðina. Sjávarútvegurinn sem slíkur var ekki arð­ samur en að fá það tækifæri sem fólst í hagræðingunni, að leggja af óhagkvæmar einingar, færa veiðiheimildir milli skipa, jók framleiðni stórlega í sjávarútveginum og á þeim forsendum náðu sumir sterkri stöðu. Þeir sem höfðu aðgang að fjármagninu á þessum fyrstu árum náðu forskoti, þeir sem skildu kvótakerfið og höfðu aðgang að fjármagni, sáu þýðingu kvótakerfisins og hvert það stefndi, og þeir náðu að byggja sig upp mjög hratt. Við vorum einhverjir þeir fyrstu til að skilja hvert leiðin lá, að nota kvótakerfið sem hagræðingartæki og stjórntæki í sjávarútvegi. Við höfðum hins vegar mjög takmarkaðan aðgang að fjármagni vegna þess að draugur Ólafs Ragnars vofði yfir okkur og fyrstu árin var litið á okkur sem einhverja kommadrengi, vildarvini Ólafs Ragnars. Það tók okkur þess vegna lengri tími en marga aðra að sanna okkur. Við þurftum að fara hægar í sakirnar en þeir sem höfðu greiðari aðgang að fjármagni.“ Þjóðsagan um einka væðingu Þormóðs ramma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.