Frjáls verslun - 01.11.2014, Side 101
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 101
um þar sem fleiri karlar sækja
um nám í þeim en konur en við
höfum verið að vinna að því
að efla áhuga kvenna á þessum
greinum.“
ÁBYRGð OG SIðFERðI
Þegar Ari er spurður um
stefnu og gildi Háskólans í
Reykja vík segir hann að það
sé hlutverk HR að skapa og
miðla þekkingu til að efla sam
keppnishæfni og lífsgæði.
„Við gerum þetta með því
að kenna fólki vel og mennta
það til starfa og athafna.
Nemendur HR afla sér sterkrar
sérfræðiþekkingar en líka getu
til að búa til lausnir og þekk
ingu sem nýtist til að búa til
ný verðmæti. Þetta er hlutverk
okkar og sérstaða.“
Hvað varðar samfélagslega
ábyrgð segir Ari að hún skipti
miklu máli. „Við horfum á
þetta með tvennum skilningi.
Við höfum annars vegar mikla
ábyrgð gagnvart samfélaginu;
við vinnum fyrir íslenskt sam
félag og sú ábyrgð þarf að
vera okkur efst í huga þegar
við horfum t.d. til rannsókna
okkar, okkar faglegu vinnu og
gæða námsins. Þá menntum
við framtíðarstjórnendur
og leiðtoga landsins og því
kenn um við þeim líka um
ábyrgð, siðferði og hugsun um
sjálf bærni, hvort sem það er
í rekstri eða nýtingu náttúru
auðlinda.“
UMHVERFI TENGT
NÝSKÖPUN
Ari segir að lögð sé áhersla á
að nemendur við háskólann
læri að skapa ný tækifæri og á
annan áratug hafa nemendur
sótt nýsköpunarnámskeið á
fyrsta ári í námi.
„Svo erum við með rann sókn
ir sem við viljum að verði að
nýjum tækifærum fyrir íslenskt
at vinnulíf. Vegna þessarar
áherslu okkar á nýsköpun sjá um
við að það sem við getum gert
best með sérstöðu okkar er að
skapa umhverfi þar sem fyrirtæki
tengd viðfangsefnum okkar
– tækni, viðskiptum og lögum –
geti orðið til og vaxið úr grasi.“
Ýmislegt er í bígerð í ná
grenni háskólans en nú er
unn ið að hönnun háskóla garða
í ná grenni HR. „Húsnæðis
mark aðurinn í Reykjavík er
erfiður og þá sérstaklega fyrir
nemendur og er þetta áríðandi
verkefni í huga okkar. Við
hlökkum til að geta veitt nem
end um okkar þá þjónustu að
búa nálægt háskólanum.“
FæKKUN HÁSKóLA
Ari segist telja eðlilegt að há
skólum í landinu fækki á næstu
árum. „Ég vil að það gerist
með ákveðið leiðarljós í huga
þar sem áhersla verði lögð á
skilvirkni og gæði háskóla
kerfi s ins þannig að samkeppni
er áfram nauðsynleg. Það
verður að vera leið fyrir há
skóla kerfi ð að halda áfram
að þróast. Háskólar á land inu
eru of margir og ég held að í
réttu umhverfi þar sem fjár
mögn un og annar stuðn ingur
færi eftir árangri í námi og
rannsóknum yrði til hvati fyrir
háskólaeiningar til að sam einast
og slá saman kröft um sínum
og að í því ljósi gæt um við náð
betri árangri með aðeins færri
stofnunum en eru í dag.“
ENDURMENNTUN OG
SÍMENNTUN
Ari segir að stefnan í starfs
mannamálum Háskólans í
Reykja vík sé skýr. „Mann
auð urinn hérna er allt. Það
má byggja fallega byggingu í
fallegu umhverfi en háskóli
er fyrst og fremst fólkið sem
vinnur þar. Við höfum lagt
mikla áherslu á að halda vel
utan um fólkið okkar, hér er
góður starfsandi og við gefum
fólki tækifæri til að vaxa og
þróast í starfi. Við leggjum
áherslu á endurmenntun og
símenntun fyrir starfsmenn
okkar og búum þannig um störf
þeirra að þeir geti náð jafnvægi
á milli heimilis og starfa. Við
viljum virkilega passa upp á
fólkið okkar.“
Ari segir að við áramót sé
horft um öxl og til fram tíðar
inn ar. „Það sem mér er efst í
huga er starfsfólkið. Þetta er
dásamlegur vinnustaður og það
hefur verið einstakt að vinna
hérna. Starfsfólkið hefur staðið
sig vel á krefjandi tímum þar
sem fjárframlög hafa lækkað
verulega og nemendum fjölgað.
Ég hlakka mikið til að halda
áfram að vinna með þessu
fólki að því að efla Háskólann í
Reykj vík.“
„Vegna þessarar
áherslu okkar á ný
sköp un sjáum við að
það sem við getum gert
best með sérstöðu okkar
er að skapa umhverfi
þar sem fyrirtæki tengd
viðfangsefnum okkar
– tækni, viðskiptum og
lögum – geti orðið til og
vaxið úr grasi.“
Stelpur og tækni. Nær hundrað stelpur úr 8. bekk heimsóttu HR og
fjögur fyrirtæki sem sérhæfa sig í upplýsingatækni í apríl síðastliðnum.
Ragnheiður Elín, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, á Frama dög -
um AIESEC í febrúar 2014.
Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum í Boxinu - framkvæmda-
keppni framhaldsskólanna árið 2014.
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Fjöldi starsfmanna: 240.
Rektor: Ari Kristinn Jónsson.
Stjórnarformaður: Hjörleifur Pálsson.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og
rannsóknaháskóli með áherslu á tækni, viðskipti og lög.