Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 129

Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 129
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 129 íslenska náttúru eða eldgos í beinni. Væntingar til síðunnar eru þær að þegar nýtt eldgos hefst á Íslandi verði það sýnt í beinni útsendingu á vefnum. Eins skemmtilegt og verkefnið var þá var þessi uppsetning á vefmynda vélum í raun pró f­ raun á það hvernig mögulegt er að byggja upp alþjóðlegt vöru merki á hagkvæman hátt á mjög stuttum tíma ef ytri aðstæður eru nýttar til fulls. Ímynd fyrirtækja er mikilvæg­ asta auðlind þeirra og utanað­ komandi atvik geta haft mikil áhrif á hana. Mikilvægt er að stjórna uppbyggingu vöru­ merki sins og gæta þess að það verði ekki fyrir skakkaföllum og gott samstarf við fjölmiðla er gulls ígildi. Það er ekki hægt að breiða yfir slæman rekstur og illa meðferð á starfsfólki með glansmynd auglýsinganna. Sterk vörumerki eignast þau fyrirtæki sem vinna bæði vel inn á við og út á við og vinna markaðs­ og kynningarvinnuna sína vel til lengri tíma. Við Eyjafjallajökul, 22. mars 2010 Ævintýrið hófst daginn eftir að gosið hófst í Eyjafjallajökli hinn 21. mars 2010. Á neyðar­ stjórnar fundi ákvað þáverandi framkvæmdastjórn Mílu, sem ég var partur af, að setja upp vefmyndavél á gosstöðvunum sem sýndi lifandi myndir af gosinu á jöklinum á heimasíðu sinni. Ákvörðunin var tekin af áhuga og eldmóði og starfs­ menn fyrirtækisins gengu í takt við að útfæra verkefnið. Frá upphafi var verkefninu ætlað að styrkja ímynd Mílu og nýta þjónustu þess í þágu almenn­ ings, nokkurs konar samfé­ lagsábyrgð þar sem fjarskipta­ tæknin var nýtt í þágu vísinda og almennings. Engan óraði þó fyrir þeim vinsældum sem útsendingin hafði í för með sér. Eins og eldur í sinu Fréttatilkynning var skrifuð á bæði íslensku og ensku og send út á langan lista fjölmiðla heima og erlendis. Starfsmenn voru síðan virkir á samfélags­ miðlunum og fréttin um eldgosið fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Vinsældir myndavélanna voru ótrúleg­ ar og fjöldi fólks frá ýmsum löndum var í sambandi við fyrirtækið vegna vélanna, bæði til að spyrjast fyrir um gosið og til að þakka fyrir þessa frábæru þjónustu. Margar stærstu frétta­ stöðvar heims höfðu sam band og óskuðu eftir leyfi til að nota myndir frá vélunum á sínum fréttasíðum. Erlenda umferðin sló öll met og vefsíðan var orðin stærsta heimasíðan á Íslandi samkvæmt vefmælingum Modernus. Hún var að vísu ekki uppsett fyrir alla þessa umferð og setti því netþjóna á hliðina og sogaði alla útlandaumferð þjónustuaðilans. Á næstu árum var vélum bætt við á vinsæla ferðamanna­ staði eins og Reykjavíkurtjörn, Jökulsárlón, Gullfoss, Geysi og Akureyri og fleiri staði, alls tólf vélum. Að auki var bein útsend­ ing frá íslenskum áramótum. Árið 2012 var vefmyndavélun­ um komið fyrir á nýrri vefsíðu, www.livefromiceland.is, þar sem vefmyndavélarnar hafa verið sýnilegar síðan. Hann­ aður var nýr vefur og ákveðið að hefja samstarf við Google Adsense og birta auglýsingar á þar til gerðum svæðum. Fréttatilkynningum um upp­ setn ingu síðunnar var dreift á fjölda erlendra miðla, sem miðaði að því að ná tímabundn­ um sýnileika. Einnig voru skrif­ aðar greinar fyrir mismunandi miðla. Farið var í skipulagða herferð á google.com og face­ book.com og borðaauglýsingar á samfélagsmiðlum. Ein af 25 áhugaverðustu vefmyndavélum Earth­ Cam Tvisvar hefur EarthCam valið vefmyndavélina á Jökulsárlóni sem eina af 25 áhugaverðustu vefmyndavélunum, bæði árin 2011 og 2013. Sigurvegar­ arnir voru valdir úr þúsundum tilnefninga. Verðlaunin voru viðurkenning á þeirri vinnu sem lagt hafði verið út í og sýndu vel hversu mikla athygli vélarnar hafa vakið hér heima og ekki síst erlendis. Ekki er vafi á að eldgosin hafa komið vefmyndavélunum og heimasíðunni á kortið; byggt upp vörumerkið www.livefrom­ iceland.is. En fleira kemur þó til og má nefna notkun sam ­ félagsmiðla í bland við aug ­ lýsingar á netinu – fréttaskrif og mikla og góða samvinnu við fjölmiðla. Aðgerðaáætl­ un í markaðsmálum tvinnaði þarna saman notkun á ýmsum miðlum, dagblöðum, sjónvarpi, útvarpi, vefmiðlum og ýmsum samfélagsmiðlum eftir því sem hæfa þótti. Uppsetning vélanna var ein leið til að sýna samfélagslega ábyrgð, þjónusta fyrirtækisins var nýtt til að láta gott af sér leiða til vísindasamfélagsins og almennings en á sama tíma byggt upp vörumerki. Nálægt 30 milljónir heimsókna segja sína sögu. Tvisvar hefur EarthCam valið vefmyndavélina á Jökulsárlóni sem eina af 25 áhugaverðustu vef­ myndavélunum, bæði 2011 og 2013. Sigurveg­ ararnir voru valdir úr þúsundum tilnefninga. Fréttatilkynningum um upp setn ingu síð­ unnar var dreift á fjölda erlendra miðla, sem miðaði að því að ná tímabundn um sýnileika. Einnig voru skrif aðar greinar fyrir mismun andi miðla. Farið var í skipulagða herferð á google.com og facebook.com og borðaauglý singar á samfélagsmiðlum. FleSTar heiMSÓknir Frá ÍSlandi Íslendingar hafa allan tímann nýtt vefmyndavélar Mílu til þess að fylgjast með þeim stöðum sem sýnt er frá. Fræðasamfé­ lag ið hefur nýtt vélarnar til þess að fylgjast með ástandi eldgosa. 16% af allri umferð um síðuna koma frá Íslandi, Þýskalandi 13%, Bandaríkjunum 10%, Bret­ landi 9%, 7% frá Rússlandi og 5% frá Frakklandi, sjá meðfylgjandi mynd. www.livefromiceland.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.